« 12 kíló af hassi | Aðalsíða | Change of plans »

Neðansjávarmyndir

23. ágúst, 2006

Veit einhver hvar ég get keypt svona vatnsheldan kassa utan um myndavélina, sem ég ætla að kaupa mér?

B000EVQ0PO.01._AA280_SCLZZZZZZZ_V57070691_.jpg

Ég get ekki keypt þetta í gegnum Amazon UK þar sem þeir telja þetta vera raftæki og senda því ekki til Íslands. Ég þarf helst að kaupa þetta á næstu tveim vikum.

Einar Örn uppfærði kl. 18:52 | 50 Orð | Flokkur: Tækni



Ummæli (17)


Er þetta ekki til hjá Beco?

Annars hafa BHphoto verið mjög duglegir við að selja Íslendingum ljósmyndavörur… búinn að tékka á þeim? (http://www.bhphotovideo.com/bnh/controller/home?O=detailsaccessories&A=details&Q=&sku=425698&is=REG&addedTroughType=accessorydetail&addedTroughValue=433259_REG)

kv, tobs

Tobbi sendi inn - 23.08.06 19:40 - (Ummæli #1)

Shopusa er í BNA og senda glaðir til þín fyrir einhverja þóknun. Hef fína reynslu af þeim.

Gunnar sendi inn - 23.08.06 20:05 - (Ummæli #2)

Ef ske kynni að þú komir við í Singapore áður en þú ferð að kafa… sem er kannski ólíklegt… þá er það víst besti / ódýrasti staðurinn til að kaupa diving equippment já og ekki heldur slæmt fyrir *raftæki.

Ég get bent þér á hvar í singapore þú ættir að fara.

Pálína sendi inn - 23.08.06 20:16 - (Ummæli #3)

það er engin ástæða til að nota shopusa ef verslað er við BH eða Adorama, þeir senda beint til íslands með ups eða fedex. En fyrir hvaða ertu að fara að nota?

Kristjan sendi inn - 23.08.06 20:18 - (Ummæli #4)

úps, þetta var svona sambland af fyrir hvaða myndavél, og hvaða myndavél ertu að fara að nota? :-)

kristjan sendi inn - 23.08.06 20:20 - (Ummæli #5)

Ok, takk kærlega :-)

Ég kíki þá í Beco og svo á BH photo.

K, ég ætla að kaupa mér þessa imbavél til að taka með mér út. Ekki það að ég er æðislega ánægður með Ixus vélina mína í dag, en þessi er að fá frábæra dóma og mig langar að uppfæra.

Svo vonast ég til að fara í köfun í fríinu og nenni ekki að nota einnota vélar einsog síðast. Myndirnar úr þeim voru hræðilegar.

Einar Örn sendi inn - 23.08.06 20:51 - (Ummæli #6)
Hafrún sendi inn - 23.08.06 21:26 - (Ummæli #7)

Jammm, takk - Hafrún - mér sýnast verðin á Ebay vera nokkuð góð. Veit bara ekki hvort ég hef nægan tíma.

Einar Örn sendi inn - 23.08.06 22:29 - (Ummæli #8)

Ha kosta hlutirnir e-ð á E-bay?? Ó, hún Hafrún er alltaf að vinna e-ð dót þar þannig að ég bjóst við að þetta væri bara allt ókeypis…. :-)

Lilja sendi inn - 23.08.06 22:54 - (Ummæli #9)

Liar Liar.. pants on fire!!! :-)

Hafrún sendi inn - 23.08.06 23:02 - (Ummæli #10)

:-)

Einar Örn sendi inn - 23.08.06 23:22 - (Ummæli #11)

Komdu bara í heimsókn og keyptu þetta hér, og fljúgðu síðan til Bangkok :-)

Genni sendi inn - 24.08.06 01:36 - (Ummæli #12)

Er það ekki smá útúr leiðinni, Genni? :-)

Annars væri ég alveg til í að koma sko!

Einar Örn sendi inn - 24.08.06 09:46 - (Ummæli #13)

Ég hef keypt vörur í gegnum tíðina B&H og þeir hafa alltaf fýnt ótrúlega góða og trausta þjónustu. Ég hef keypt frá þeim hluti að verðmæti 10000$ og alltaf hafa þeir skilað sínu 100%. Einu sinni keypti ég einn hlut fyrir 4000$ og ég var varla búinn að ýta á submit hnappinn þegar síminn hringdi og mér sagt að varan væri komin til landsins.

Ég mæli mjög sterklega með B&H. Þeir eiga allt til og eru mjög traustir. Ef þú hefur reyndar ekki pantað þar áður þá taka hlutirnir aðeins lengri tíma þar sem þú þarft að staðfesta greiðslukortið sem þú gefur upp. Þegar það er komið þá ertu vel settur hjá þeim.

Varan er hér.

Ég er líka ánægður með vélina sem þú keyptir þér. Mjög góður gripur :-)

Sigurjón sendi inn - 24.08.06 13:11 - (Ummæli #14)

Takk kærlega, Sigurjón - ég held að ég prófi að panta þetta í gegnum B&H.

Ég er reyndar ekki búinn að kaupa vélina, en ég á í dag SD 300, sem mér finnst algjörlega frábær imbavél, svo að ég get varla ímyndað mér annað en að SD700 sé líka frábær. :-)

Ef einhver nennir að svara mér, hvernig væri bara fyrir mig að panta vélina sjálfa í gegnum B&H. Er það hagstæðara en að kaupa þetta bara í Fríhöfninni?

Einar Örn sendi inn - 24.08.06 17:36 - (Ummæli #15)

Mér sýnist á öllu að best sé að kaupa hana í fríhöfninni hér. Þ.e. í samanburði við að panta hana frá BHphoto og síðan borga af henni þá tolla og gjöld sem til þarf við komu til landsins. Ég var einmitt að mæla með því sama fyrir félaga minn sem ætlar að kaupa þessa vél. Hann hins vegar býr svo vel að geta keypt hana á meðan hann er úti og þar með sloppið við e-h af gjöldunum. Ekki er síðan verra að fá með 2ja ára ábyrgðina hér hjá Nýherja þegar þetta er keypt í fríhöfninni.

Vatnshelda dótið myndi ég hins vegar kaupa hjá BH ef það býðst ekki fyrir sambærilegt verð hér heima.

kv, tobs

Tobbi sendi inn - 24.08.06 18:14 - (Ummæli #16)

Takk kærlega, Tobbi. Ég fer að ráðum þínum og kaupi vélina í Fríhöfninni, en boxið á BH.

Einar Örn sendi inn - 24.08.06 19:09 - (Ummæli #17)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2001 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: Takk kærlega, Tobbi. Ég fer að ráðum þínum og kau ...[Skoða]
  • Tobbi: Mér sýnist á öllu að best sé að kaupa hana í fríhö ...[Skoða]
  • Einar Örn: Takk kærlega, Sigurjón - ég held að ég prófi að p ...[Skoða]
  • Sigurjón: Ég hef keypt vörur í gegnum tíðina B&H og þeir haf ...[Skoða]
  • Einar Örn: Er það ekki smá útúr leiðinni, Genni? :-) Annars ...[Skoða]
  • Genni: Komdu bara í heimsókn og keyptu þetta hér, og fljú ...[Skoða]
  • Einar Örn: :-) ...[Skoða]
  • Hafrún: Liar Liar.. pants on fire!!! :-) ...[Skoða]
  • Lilja: Ha kosta hlutirnir e-ð á E-bay?? Ó, hún Hafrún er ...[Skoða]
  • Einar Örn: Jammm, takk - Hafrún - mér sýnast verðin á Ebay ve ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.