« Laust starf í eldhúsi á Serrano | Aðalsíða | Litli staðurinn okkar þriggja ára »

Amsterdam

1. nóvember, 2005

Kominn heim frá Hollandi eftir frábæra helgi þar. Veðrið var æði. Amsterdam er æði. Túristaðist einhvern slatta, fórum á Van Gogh safnið, markað í Bewervijk, djömmuðum á Leidseplein, löbbuðum meðfram síkjum, borðuðum indónesískan mat, reyndum að skilja hollensku.

Löbbuðum um Rauða Hverfið og virtum fyrir okkur misfagrar hórur. Var búinn að heyra allt um þetta hverfi, en samt brá mér við að sjá þetta. Drukkum bjór á bekk útá götu.

Amsterdam fyrir fullorðna er talsvert skemmtilegri en sú Amsterdam, sem ég man eftir sem barn. Svona borg sem ég væri alveg til í að heimsækja líka um næstu helgi.

Ég tók örfáar myndir í Amsterdam. Hérna eru þrjár þeirra. Smellið á myndirnar til að fá stærri útgáfu.

Ég við síki í Amsterdam

Ég sá hjól í Amsterdam!

Rauða hverfið

Einar Örn uppfærði kl. 22:47 | 129 Orð | Flokkur: Ferðalög & Myndir



Ummæli (3)


Þið hver?

Borgþór Grétarsson sendi inn - 02.11.05 13:16 - (Ummæli #1)

Ég og hún

Einar Örn sendi inn - 02.11.05 15:19 - (Ummæli #2)

Já, ég fékk stóran og sáran sting í hjartað þegar ég sá Rauða hverfið. Finnst þetta einn sorglegasti staður sem ég hef komið á.

Finnst merkilegt að örfáum sem ég þekki finnst þetta eitthvað annað en mjög kúl, fyndið, sniðugt, frábært fyrir “þær” og bara alltílagi.

Ég gæti ekki verið meira ósammála. Fleiri óhamingjusamar stelpur hef ég ekki séð koma saman síðan…síðan…aldrei.

Halli sendi inn - 08.11.05 03:30 - (Ummæli #3)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu