« Amsterdam | Aðalsíða | Vinna og tónlist »

Litli staðurinn okkar þriggja ára

2. nóvember, 2005

Það er nánast lygilegt að hugsa til þess, en Serrano, litla barnið okkar Emils er orðinn þriggja ára gamall.

Fengum kort frá öllu starfsfólkinu í gær, sem mér þótti geðveikt vænt um. Annars var lítið gert í tilefni afmælisins. Við ætluðum að breyta alveg fullt af hlutum á staðnum, en sökum gríðarlegar þenslu á atvinnumarkaðinum, þá hafa starfsmannamál ekki reynst jafn auðveld og við hefðum óskað.

En breytingarnar munu koma, vonandi aðeins seinna í þessum mánuði. Ég mun kynna þær á þessari síðu, so stay tuned!

Stórt afmælispartý verður líka að bíða, þar sem að Emil er farinn til útlanda og verður úti í mánuð. Ég ætla því bara að halda lítið starfsmannapartý heima hjá mér á laugardaginn. Ég hef ekki djammað á Íslandi í margar, margar vikur, þannig að það verður ábyggilega gaman.

Annars, þá er hérna fyrir þá sem ekki sáu hana í fyrra, Saga Serrano. Í þeirri grein rek ég það hvernig Serrano varð til. Skrifaði söguna fyrir tveggja ára afmælið okkar.

En allavegana, til hamingju með afmælið. Öll þið, sem verslið við okkur reglulega: I kiss you!

Einar Örn uppfærði kl. 20:39 | 181 Orð | Flokkur: Vinna



Ummæli (5)


Ég er fastagestur utan að landi og bið ævinlega einhvern að kaupa fyrir mig Serrano ef að ég veit af ferð í bæinn. Ég væri samt alveg til í að sækja um vinnu hjá ykkur þó ekki væri nema einn dag til að ná “el secreto de la salsa pico de gallo” . Ég er búin að reyna margar leiðir til að ná þessu bragði, en var komin á þá skoðun að hráefnið sem að vantaði til að fá þetta rétta bragð, væri einfaldlega ekki til á Íslandi :-) :-) En nú veit ég betur og það er að gera mig vitlausa að finna ekki út hvað það er sem að vantar :-) En allavegana, var að renna niður ljúfum Burrito con pollo og þið eruð án efa bestir á landinu og ég mun seint þreytast á að “bera út fagnaðarerindið” :-) :-)

Stína sendi inn - 02.11.05 21:12 - (Ummæli #1)

Hæ heyrðu, ekki getur verið að þú vitir um glósur út How To Be Good?? Mig bráðvantar þær nefninlega… eða ef þú getur bent mér á e-a síðu

Kv. Herdís Sif =)

Herdís sendi inn - 02.11.05 22:28 - (Ummæli #2)

Stína: Takk kærlega :-) Pico de gallo er mjög einfalt, sko.

Herdís: Nei, því miður. Prófaðu að leita á Google að t.d. “how to be good” “cliff notes” “nick hornby”

Einar Örn sendi inn - 02.11.05 22:40 - (Ummæli #3)

Til hamingju með daginn! Held að ég hafi smakkað næstum allt og ég er alltaf ánægður.

Gummi Jóh sendi inn - 02.11.05 23:06 - (Ummæli #4)

Já ég prufa það, takk fyrir góða ábendingu :-) :-) :-)

Herdís sendi inn - 03.11.05 10:15 - (Ummæli #5)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu