« Hausverkur | Aðalsíða | Knut »

Landsfundur

13. apríl, 2007

Ég gerði heiðarlega tilraun til að mæta á landsfund okkar jafnaðarmanna í dag. Ætlaði að stoppa örstutt á Serrano í leiðinni til að sækja gleraugun mín. Það stopp reyndist vera nærri því tveir tímar og því missti ég af öllu prógramminu. Stefni því á að fara á morgun.

Annars hlýtur það að vera innihaldslausasta sjónvarpsefni að taka viðtöl við flokksbundið fólk um niðurstöður skoðanakannana. Hefur einhven tímann einhver komið með eitthvað sérstaklega gáfulegt eða frumlegt svar við slíkum spurningum? Nú má vel vera að einhverjir telji þetta bara vera röfl í mér af því að ég tilheyri núna 3. stærsta flokki landsins. Og mér er eiginlega nokk sama. Tölum um eitthvað sem skiptir mig máli. Til dæmis það að Samfylkingin vilji fara inní ESB! Það er nú fjör.


Annars í kvöld eru það hinir sænsku snillingar Peter, Björn og John - sem ég og Jens ætlum að fara á á Nasa. Svíþjóð er einmitt í ESB og þess vegna verða þetta góðir tónleikar.

Og já, ég er með hausverk þriðja daginn í röð. Þetta fer að verða pirrandi. Stefni á að fá mér bjór á eftir til að reyna að losna við þennan óþverra. Tveir bollar af grænu te-i með ginseng hafa ekki virkað, þannig að bjórinn er mitt síðasta úrræði.

Einar Örn uppfærði kl. 19:35 | 212 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (3)


Prufaðu að hætta í samfylkingunni, kannski hættir hausverkurinn..pæling.

agli sendi inn - 14.04.07 12:54 - (Ummæli #1)

Nú eða hætta þessu te sulli og fara beint í bjórinn

Einar sendi inn - 14.04.07 18:52 - (Ummæli #2)

Nei, ég er á réttum stað í Samfylkingunni.

Held þá að ráðið hans Einars sé skynsamlegra.

Einar Örn sendi inn - 14.04.07 21:26 - (Ummæli #3)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Nýjustu Flickr myndirnar

Scriptless Flickr Badge
Scriptless Flickr Badge

Á þessum degi árið

2006 2005 2001

Leit:

Síðustu ummæli

  • Einar Örn: Nei, ég er á réttum stað í Samfylkingunni. Held þ ...[Skoða]
  • Einar: Nú eða hætta þessu te sulli og fara beint í bjórin ...[Skoða]
  • agli: Prufaðu að hætta í samfylkingunni, kannski hættir ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.