« Næstu fjögur ár | Aðalsíða | Kosningarnar í Daily Show »

Viðbjóður!

nóvember 04, 2004

Sé að siðustu 8 færslur hafa fjallað um bandarísk stjórnmál. Ég er enn fúll yfir þessum úrslitum, en nenni ekki að skrifa um þau í bili.

Annars á kosninganóttina þá fór ég á kosningavöku í boði bandaríska sendiráðsins í Listasafni Reykjavíkur. Jens hafði reddað okkur Emil á boðslistann þar. Það partí var svosem fínt. Budweiser bjór og pizzur í boði, svo ég var alsæll.

Þar sem ég var með útlending í heimsókn í vinnunni og hafði ekki komist heim á milli, þá mætti ég á staðinn einsog besti SUS-ari í jakkafötum. Við entumst þó ekkert voðalega lengi þarna. Magnaða við þetta allt var þó að það var fullt af sætum stelpum þarna. Hvern hefði grunað?


Annars er ég að fara til útlanda á laugardaginn. Fer til Manchester í boði S1, þar sem ég mun horfa á viðbjóðinn frá Manchester spila við Manchester City á Old Trafford. Verð þarna í þrjá daga. Ljómandi skemmtilegt alveg hreint. Sjá nánar um þessa ferð hér


Annars fékk ég email frá góðum bandarískum vini mínum í dag. Það var stutt og laggott: “there goes any possibility of convincing anyone that Americans aren’t selfish, ignorant fucks. what’s the reaction there like?”

Jammm…

Einar Örn uppfærði kl. 22:08 | 196 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (6)


Sko, eiga ekki öll dýrin í skóginum að vera vinir??? Ég er MUFC aðdáandi og finnst alveg óþarfi að skrifa svona um mína menn :-) Mæli reyndar með því að MUFC menn og konur og LFC menn og konur standi saman að því að koma Arsenal óbjóðnum á kné og senda þá niður í fyrstu deild. (Þegar ég segi að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir þá teljast að sjálfsögðu Arsenal ekki til þeirra :-) )

HeiðaB sendi inn - 05.11.04 09:25 - (Ummæli #1)

Neibbs, sorrí Heiða. Man U mun ávallt vera kallaður viðbjóður á þessari síðu :-)

Hitt er svo annað mál að Arsenal og Chelsea fara sífellt meira í taugarnar á mér, sérstaklega Chelski.

Einar Örn sendi inn - 05.11.04 10:09 - (Ummæli #2)

ég bara á ekki til aukatekið orð. nágrannaslagur dauðans. god demn it. hjá hverjum þurftiru að sofa til að fá þessa miða ? :-)

majae sendi inn - 05.11.04 10:34 - (Ummæli #3)

Engum, þetta er í boði Skjás Eins. Þeir eru að bjóða fólki úr hinum ýmsu fyrirtækjum, sem sjá um að kaupa auglýsingar á stöðinni. :-)

Einar Örn sendi inn - 05.11.04 13:50 - (Ummæli #4)

Dísús…..þú hlýtur að hafa gert einhverjum “einshverskonar” greiða.. trú ekki að þeir hafi bara verið að gefa miða!! Má ég koma með þér annars? :-) :-)

Marella sendi inn - 05.11.04 15:18 - (Ummæli #5)

:-)

Einar Örn sendi inn - 06.11.04 00:12 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu