« "Stórfréttir" | Aðalsíða | Dagdraumar »

Föstudagurinn

25. mars, 2005

Í dag hef ég gert eftirfarandi hluti:

  • Vaknað með hausverk og hálsríg klukkan 9
  • Unnið í fjóra klukkutíma - og losnað þar með við samviskubitið
  • Drukkið kaffi og búið mér til samloku.
  • Horft á 101 Most Sensational Crimes of fashion, Queer Eye for the straight guy, Dismissed og Chapelle Show. Ég veit, ég er með magnaðan sjónvarpssmekk.
  • Hreinlega farið á kostum í MVP Baseball 2005
  • Eldað nautasteik með sveppum og hvítlauksbrauði. Fokk, ég er svo góður kokkur að ég ætti hreinilega að opna minn eigin veitingastað.
  • Drukkið fyrsta bjórinn minn í langan tíma.
  • Hlustað á nýju Beck plötuna tvisvar sinnum.
  • Hlustað á The Band.
  • Þvegið þvott.

Jamm, þetta er búinn að vera merkilegur dagur.

Einar Örn uppfærði kl. 18:50 | 124 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (8)


Horft á 101 Most Sensational Crimes of fashion, Queer Eye for the straight guy, Dismissed

Þú verður að fyrirgefa, en þetta var BARA gay. Baseball-tölvuleikurinn reddaði þessu fyrir horn, annars hefði maður farið að spyrja spurninga… :-)

Hvernig er Guero annars? Sem fátækur námsmaður verður beðið fram yfir mánaðarmót til að næla í gripinn…

Kristján Atli sendi inn - 25.03.05 20:48 - (Ummæli #1)

hljómaði allt mjög vel, viltu vera vinkona mín ?

majae sendi inn - 26.03.05 01:42 - (Ummæli #2)

Já, ég veit að þetta var einstaklega skrítið val á sjónvarpsefni. Er ekki alltaf svona slæmur :-)

Annars er Guero góð. Þarf þó að hlusta á hana nokkrum sinnum í viðbót til að vera viss. En lofar mjög góðu.

Einar Örn sendi inn - 26.03.05 11:43 - (Ummæli #3)

Hvernig nalgast madur MVP Baseball i Xbox fyrir evropska kerfid?

Bjarni sendi inn - 27.03.05 16:43 - (Ummæli #4)

Ég lét breyta tölvunni minni akkúrat til að ég gæti spilað bandaríska leiki. Þannig að leikurinn er keyptur í USA :-)

Einar Örn sendi inn - 27.03.05 17:14 - (Ummæli #5)

Er tad eini sensinn fyrir mig? T.e. ad breyta tolvunni? Hef hvergi fundid tessa baseball leiki fyrir evropska kerfid.

Og eg verd nu ad spyrja hvar tu breyttir tolvunni og hvad tad kostadi? :-)

Bjarni sendi inn - 28.03.05 01:26 - (Ummæli #6)

Já, held að þetta sé eini sjensinn, þar sem baseball leikir eru ekki gefnir út fyrir evrópsk kerfi.

Það var einhver strákur í Árbænum, sem breytti tölvunni fyrir mig. Þú getur ábyggilega fundið einhverja svona þjónustu í smá-auglýsingum í fréttablaðinu. Einhverjir gaurar, sem geta breytt PS2 og XBox vélum.

Einar Örn sendi inn - 28.03.05 11:06 - (Ummæli #7)

Okei, takk fyrir tad :-)

Bjarni sendi inn - 28.03.05 15:30 - (Ummæli #8)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu