« Mary, Bill, Bob og brjóst | Aðalsíða | SW kallar »

Boð

maí 02, 2004

Mikið rosalega var gaman í gær og mikið roooooosalega er ég þunnur í dag.

Ég var með matarboð fyrir hinn ofvirka matarklúbb Sigga Majónes. Ég var búinn að plana Suður-Amerískt þema en það fór til andskotans þegar ég áttaði mig á því að ég var í fyrsta lagi ekki með rétta uppskrift að aðalréttinum og einnig að forréttinn þurfti að marinera í 7 tíma en ekki 3, einsog ég áttaði mig á 3 tímum fyrir boðið.

Allavegana, maturinn heppnaðist og boðið var æði, fyrir utan það að gestir matarboðsins gerðu sitt allra besta til að reyna að eyðileggja teppið mitt í stofunni. Fyrst með því að hella sósu í það og þegar það dugði ekki ákvað einn gesturinn að bæta rauðvínsglasi við.

Það voru allir gríðarlega hressir og ekki minnkaði hressleikinn þegar við spiluðum Asshole, sem er án efa besti drykkjuleikur í heimi. Við fórum svo á Hverfis, þar sem var skemmtilega stutt röð. Inná staðnum hitti ég fullt af skemmtilegu fólki, m.a. þennan bloggara í fyrsta sinn, auk þess sem ég hitti Guðföður bloggsins á Íslandi, Björgvin Inga. Minnið er samt eitthvað að bjaga mig.

Ég held að ég geti þó bókað að Take me Out er ekki uppáhaldslag nágranna minna. Efa að það hafi verið gaman að hlusta á mig og Jens hoppa við það lag. Ég er þó sammála Jensa um að ljótudansakeppni sé athyglisverð viðbót í íslenskt skemmtanalíf.

Allavegana, ég er búinn að vera með þynnku í dag, sem engin orð fá lýst. Liverpool vann, sem lagaði þó skap mitt umtalsvert.

Þynnkan er þó aðeins að skána. Stefni að því að verða þunnkulaus fyrir klukkan 9 í kvöld.

Einar Örn uppfærði kl. 19:10 | 272 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (7)


Hvernig er þessi drykkjuleikur, er einhver heimasíða um hann með leiðbeiningum?

SL sendi inn - 03.05.04 09:31 - (Ummæli #1)

Já, gaman að rekast á þig. Ég sá ekki betur en að þú værir … tja, vel í glasi - en ég var það reyndar líka :-)

Matti Á. sendi inn - 03.05.04 11:21 - (Ummæli #2)

En parketið? Slapp’ða? :-)

Ágúst sendi inn - 03.05.04 13:14 - (Ummæli #3)

Parketið slapp í þetta skipti. Þegar gestir helltu niður reyndu þeir að miða einungis á teppið :-)

Einar Örn sendi inn - 03.05.04 14:08 - (Ummæli #4)

Já, og SL: hérna eru reglur fyrir drykkjuleikinn Asshole :-)

Einar Örn sendi inn - 04.05.04 18:39 - (Ummæli #5)

Du er en hress djammer (de er inte en islensk lyklaborde her i saelerikjet af socialdemokraterne.)

Maske kan du passe på flasken so du kan vere på livet nor du gor hjemm?

Hehe …svesk lyklabord er meget bra ÅÄ skål!

Jensi sendi inn - 04.05.04 22:00 - (Ummæli #6)

Ég kenni Björgvin Inga um þetta allt saman. Hann bauð mér uppá skrúdræver á mjög slæmum tímapunkti :-)

Skilaðu kveðju til Jörans!

Einar Örn sendi inn - 04.05.04 22:23 - (Ummæli #7)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu