Liverpool

5. mars, 2007
Spurt er: Er Easy Internet versta netkaffihusakedja i heimi? Svar: Ja Eg er i Liverpool og skrifa thetta a olysanlega lelega tolvu. Atta mig ekki a thvi hvernig internetkaffihusin i Kambodiu gatu verid betri en thau a Englandi. Thad var...... (Skoða færslu)

Ferð

14. febrúar, 2007
Kristján Atli er búinn að skrifa á Liverpool blogginu um ferðina sem ég er að fara í núna eftir tvær vikur. Ég er semsagt að fara með hinum Liverpool bloggurunum (mínus Aggi) til Liverpool þar sem ég mun sjá uppáhaldsliðið...... (Skoða færslu)

My Humps

7. janúar, 2007
Fólkinu, sem stóð fyrir flugeldasýningu í Vesturbænum til klukkan 5 í nótt verður ekki boðið í afmælið mitt. Þetta stórkostlega myndband hér að neðan tók ég í rútuferð til Phnom Penh í Kambódíu. Í þessari ferð var bílstjórinn svo vingjarnlegur...... (Skoða færslu)

Hættulegustu vegir í heimi

18. desember, 2006
Hérna er skemmtilegt blogg um hættulegustu vegi í heimi. Þrátt fyrir margar hryllingssögur af rútuferðum sem ég hef birt á þessari síðu, þá hef ég ekki upplifað að ferðast um neinn af þessum vegum. Okkur Emil bauðst þó að ferðast...... (Skoða færslu)

Löndin, sem ég hef heimsótt

7. desember, 2006
Jæja, eftir ferðalög ársins þá eru löndin orðin 45 46 (ég gleymdi Tyrklandi) (smelltu á kortið til að sjá örlítið stærri útgáfu) Löndin sem bættust við á árinu 2006: Slóvenía, Tæland, Kambódía, Laos og Víetnam. Listinn er þá svona:...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 17: Ísland, fagra Ísland

3. nóvember, 2006
Kominn heim eftir fáránlega langt ferðalag. Flugið frá Bangkok til London tók um 15 tíma og auk þess græddi ég 7 tíma í tímamismun, þannig að ég kom alveg kexruglaður til London á miðvikudag, tékkaði mig inná hótel og...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 16: Ert þetta þú, Bangkok?

30. október, 2006
Ég er kominn aftur til Bangkok. 8 vikum eftir að þessi blessaða ferð hófst, 8 vikum eftir að ég flaug frá London til Bangkok og tékkaði mig inná gistiheimili á Khao San Road í Bangkok. Ég er kominn aftur og...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 15: Luang Prabang

27. október, 2006
Laos er fátækasta land, sem ég hef heimsótt. Þjóðaframleiðsla per íbúa er um 2.100 dollarar (PPP) á ári, sem er um 16 sinnum minna en á Íslandi. Samt, þá er einhvern veginn einsog fátæktin sé ekki jafn slæm og...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 14: Come on, Beerlao, Beerlao!

24. október, 2006
(Þetta samtal átti sér stað á rútustöð í Vientiane, Laos. Einar Örn hefur setið inni í steikjandi heitri rútu í hálftíma, bíðandi eftir brottför. Fyrir utan gluggann birtist bílstjórinn) Einar Örn: Fyrirgefðu, en hvenær förum við af stað?Laoskur bílstjóri: Klukkan...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 13: Punktar frá Laos

20. október, 2006
Með því að vera kominn til Laos er ég búinn að afreka nokkuð, sem hefði fyrir um 20 árum þótt ansi merkilegt afrek. Það er, ég er núna búinn að heimsækja meirihluta allra kommúnistaríkja í heiminum: Kúbu, Laos og...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 12: Voff voff og bíp bíp

17. október, 2006
Jiiii hvað síðustu dagar hafa verið ótrúlega skemmtilegir. Alveg æði! Hvort að skemmtilegir dagar samsvari sér í skemmtilegri ferðasögu verður að koma í ljós. Held samt ekki. Ég var fyrir tveim tímum að koma aftur til Hanoi eftir æðislega þriggja...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 11: Hundakjöt, læti, prútt og bardagar

13. október, 2006
Það eru sennilega tvær leiðir til að upplifa stórborgir í Suð-Austur Asíu. Önnur er pirraða leiðin, sem ég upplifði aðallega í veikindunum í Phnom Penh - það er að finnast öll lætin, allt böggið, öll umferðin, öll endalausu flautin, allt...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 10: Feitir rassar og brennandi munkar

10. október, 2006
Ja hérna, ekki er ég fyrr búinn að setja fram þá kenningu að allar tölvurnar hérna í Hué hafi verið skildar eftir af bandaríska hernum í lok Víetnams-stríðsins, en að ég ramba inná þetta ljómandi fína netkaffihús, sem býður meira...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 9: Saigon til Hué

9. október, 2006
Það verður nú að segjast að maginn minn er ekki alveg að samþykkja þessa Asíuferð þegjandi og hljóðalaust. Allavegana lætur hann tilfinningar sínar ítrekað í ljós. Eftir að hafa eytt næstum því heilli viku með niðurgang og eftirköst af því,...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 8: Nam

4. október, 2006
Víetnam, maður! Vá! Ég efast um að það sé nokkur land í þessu heimi (utan Bandaríkjanna og Bretlands) sem ég hef séð jafnmargar kvikmyndir og lesið jafnmargar bækur um og Víetnam. Maður hefur heyrt þetta allt hundrað sinnum: Saigon, Mekong...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 7: Veikindi og kambódískt karókí

30. september, 2006
Hverjum hefði dottið það í hug að besta internet-tengingin á þessari ferð minni (hingað til allavegana) myndi vera á litlu netkaffi í Kampot, lítt þekktum smábæ í suður-hluta Kambódíu. Og þó, þá sit ég hérna núna með þessa líka ljómandi...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 6: Guð minn almáttugur - NEI, ég þarf ekki tuk-tuk!!!

26. september, 2006
Það er ekki á mörgum stöðum þar sem skorti á einstaklings framtaki er lýst sem kosti fyrir land. En í ferðabókum um Laos er þessum skorti lýst sem stórum kosti og flestir sem hafa ferðast um nágrannalöndin skilja afskaplega vel...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 5: Rauðu Khmerarnir

25. september, 2006
Það er varla hægt að lýsa þeim hörmungum, sem hafa dunið yfir kambódísku þjóðina síðustu 50 árin. Bæði hafa utanaðkomandi og heimatilbúnar ástæður fært ólýsanlegar hörmungar yfir þessa litlu þjóð. Borgarastríð geisaði í Kambódíu frá árinu 1967 á milli hægrisinnaðrar...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 4: Angkor

22. september, 2006
N.B. - hérna eru komnar nokkrar myndir úr ferðinni Jæja, þá er ég búinn að eyða þrem dögum í að skoða Angkor fornleifarnar hérna í nágrenni Siem Reap í Kambódíu. Angkor er frekar mikið mál í hugum Kambódíumanna. Ekki ólíkt...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 3: Mótorhjól og valdarán

20. september, 2006
Hvurslags eiginlega er þetta? Akkúrat sama dag og ég fer frá Bangkok, þá fremur tælenski herinn valdarán!!! Ég er orðinn nokkuð vanur þessu mynstri. Tveim dögum eftir að ég fór frá El Salvador í fyrra byrjaði eldfjall að gjósa þar,...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 2: Bangkok

18. september, 2006
Ég er svona rétt um það bil að venjast Bangkok núna þegar ég er á leið frá borginni. Í nótt var ég vakinn klukkan 1 við að ég heyrði æluhljóð og hélt í smástund að einhver nágranni minn hefði smeygt...... (Skoða færslu)

Suð-Austur Asíuferð 1: Phát Thai

16. september, 2006
Úffff, Bangkok maður! Ég hef upplifað margar stórborgir, en samt þá býr mann ekkert almennilega undir geðveikina í Bangkok. Öll þessi fáránlega umferð, endalausu læti og endalaust áreiti gera það að verkum að maður er hálf uppgefinn þegar maður skríður...... (Skoða færslu)

Lokaundirbúningur

12. september, 2006
Úfff, ég trúi því varla að ég sé að fara út í fyrramálið. Ég er ekki einu sinni byrjaður að pakka. Síðustu dagar hafa verið skemmtilegir, en líka fullir af stressi. Hápunkturinn var án efa brúðkaup Friðriks og Thelmu, sem...... (Skoða færslu)

Change of plans

23. ágúst, 2006
Þegar ég byrjaði að skipuleggja fríið mitt fyrir nokkrum mánuðum var ég í góðu sambandi með stelpu, sem ég trúði að myndi endast. Þrátt fyrir að vera í sambandi var ég samt ákveðinn í að ferðast einn því að kærastan...... (Skoða færslu)

Ferðapælingar - Indlandsferð

27. júlí, 2006
Fyrir tveim árum skrifaði ég lista yfir 15 staði, sem mig langaði verulega mikið til að heimsækja. Einsog ferðapælingarnar mínar eru akkúrat núna þá gæti ég hugsanlega heimsótt þrjá þessara staða núna í haust. Ferðapælingarnar eru aðeins að taka einhverja...... (Skoða færslu)

Ferðapælingar

11. júlí, 2006
Þar, sem ég hef ekkert til að skrifa um þá ætla ég aðeins að fjalla um ferðaplönin mín. Ég hef verið að hugsa þessa 2 mánaða ferð, sem ég ætla að fara í ágúst. Ég er ekki búinn að ákveða...... (Skoða færslu)

Parísarferð

12. maí, 2006
París er óendanlega æðisleg. Þessi ferð var svo yndislega yndisleg að ég held að ferðasagan yrði alltof væmin til þess að birta hérna. Má ég bara segja það að mér fannst æði að… …Vera í leigubíl á leiðinni heim af...... (Skoða færslu)

Ljubljana

25. apríl, 2006
Ég eyddi helginni í Slóveníu í árshátíðarferð með vinnunni. Það var æði! Þetta átti að heita borgarferð til Ljubljana, en ég náði að gera svo miklu meira. Þar sem ég hef ferðast svo mikið að undanförnu og þekki orðið hverja...... (Skoða færslu)

Brussel

7. apríl, 2006
Kominn heim eftir 10 daga ferðalag. Hvað gerir maður á föstudagskvöldi þegar að kærastan er á djamminu? Jú, situr heima fyrir framan tölvuna, vinnur í bókhaldi og horfir á Bikinímódel Íslands í sjónvarpinu. Gríðarlega hressandi. Sá þáttur er örugglega efni...... (Skoða færslu)

Sælgæti, Amsterdam, Blur og Draumalandið

30. mars, 2006
Búinn að vera hérna í Hollandi í þrjá daga. Búinn að sitja ráðstefnu um sælgæti í tvo daga, sem hefur á köflum verið áhugaverð og á köflum leiðinleg. Fór í gærkvöldi uppí dómirkjuturninn í Utrecht og eftir það á veitingastað,...... (Skoða færslu)

Ferð til Barca og Liverpool

15. mars, 2006
Ég fór í stutta ferð til Barcelona og Liverpool í síðustu viku. Upphaflega tilefnið var boð Chupa Chups, sem er fyrirtæki sem ég sé um að markaðssetja vörur fyrir hér á Íslandi. Árið 2005 var metár í sölu á Chupa...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð: Samantekt

4. janúar, 2006
Jæja, ég var að bæta inn myndunum frá Yucatan-Mexíkó partinum af Mið-Ameríkuferðinni minni. Þar með er öll ferðasagan og allar myndirnar komnar inná netið. Til að halda utan um þetta, þá eru hérna vísanir á alla ferðasöguna og allar myndirnar....... (Skoða færslu)

Heimsótt lönd á árinu

26. desember, 2005
Þetta ár hefur verið ágætt að sumu leyti en slæmt að öðru leyti fyrir mig persónulega. Eitt það ánægjulegasta er að ég hef getað ferðast talsvert á árinu. Til að halda utanum þetta í anda Flygenrings eru hérna þau lönd,...... (Skoða færslu)

Hólí fokking plebbismi

4. desember, 2005
Í Mogganum í gær er einsog vanalega á laugardögum kafli um ferðalög. Þar er m.a. viðtal við Gísla, miðaldra Íslending, sem fór til Istanbúl með íslenskum fararstjóra í pakkaferð í haust. Hver nákvæmlega tilgangur þess að ræða við þennan ferðalang...... (Skoða færslu)

Amsterdam

1. nóvember, 2005
Kominn heim frá Hollandi eftir frábæra helgi þar. Veðrið var æði. Amsterdam er æði. Túristaðist einhvern slatta, fórum á Van Gogh safnið, markað í Bewervijk, djömmuðum á Leidseplein, löbbuðum meðfram síkjum, borðuðum indónesískan mat, reyndum að skilja hollensku. Löbbuðum um...... (Skoða færslu)

Hugmyndir?

24. október, 2005
Ok, ég er að fara til Amsterdam um helgina. Á fund í borginni á mánudaginn og ætla að nýta tækifærið og eyða helginni í borginni. Ég hef ekki farið til borgarinnar síðan ég var 7-8 ára og það eina, sem...... (Skoða færslu)

Frá Þýskalandi til Englands

16. október, 2005
Ferðalög í Evrópu eru talsvert minna spennó heldur en sögur frá Mið-Ameríku. Einhvern veginn er það lítið spennó að segja frá ferð í loftkældum lúxus lestum og öðru slíku. En allavegana, ég er núna staddur á Heathrow, bíðandi eftir flugvél...... (Skoða færslu)

= >

7. október, 2005
Ég er að fara út í fyrramálið. Á sýningu í Köln og svo fer ég yfir til Englands á fund seinna í vikunni. Ég hef varla getað andað vegna vinnu síðan ég kom heim úr fríinu og því nenni ég...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 12: Ferðalok

4. október, 2005
Ég er kominn heim. Kom klukkan 6 í morgun. Fór beint í vinnuna úr fluginu, en gafst upp um 2 leytið vegna þreytu. Er búinn að sofa síðan þá. Ferðin var æðisleg. Ég hef enga sérstaka þörf fyrir afslöppun...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 11: Bandaríkin

3. október, 2005
Jæja, ferðin er nokkurn veginn búin. Er kominn til Bandaríkjanna og á morgun á ég flug heim til Íslands. Tíminn í Cancun var fínn. Ströndin þar er æði og liturinn á sjónum er sá fallegasti, sem ég hef séð lengi....... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 10: Cancun

29. september, 2005
Jei, kominn til Cancun. Komst aldrei hingað í spring break í háskóla. Það næsta, sem ég komst var Panama City Beach á Florida. Lonely Planet bókin mín er samt algjörlega á móti Cancun og segir að það sé hallæris-staður með...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 9: Caye Caulker (uppfært)

26. september, 2005
Belize er lítið, skrítið land. Síðan að Mið-Ameríkulýðveldið lagðist undir lok og ríkin skildu, hefur Gvatemala aldrei sætt sig almennilega við fyrirbærið Belize. Á landakortum í Gvatemala er Belize oft sett inn sem hluti af Gvatemala, þrátt fyrir að það...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 8: Tikal

24. september, 2005
Síðustu dagar eru búnir að vera aðeins viðburðarríkari en vikan þar á undan. Ég slappaði af 4 daga í Livingston, á meðan að Anja heimsótti veika vinkonu sína í Hondúras. Um leið og hún kom til Livingston, fórum við í...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 7: Ég og Brad Pitt

19. september, 2005
Það eru nokkrir hlutir sem brenglast við ferðalag í rómönsku Ameríku. Fyrir það fyrsta þá brenglast tónlistarsmekkur minn og ég fer ósjálfrátt að syngja með hræðilega væmnum slögurum, eða þá að hreyfa fæturnar þegar einhver hræðileg danstónlist byrjar. Tímaskyn mitt...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 6: Garífuna

17. september, 2005
Gvatemala er nógu stórt land til að rúma ólíka menningarheima. Stærsti hluti landsins eru ladinos, sem eru blanda af afkomendum Spánverja og innfæddra. Innfæddir (K’iche, Kaqchikel og aðrir Maya stofnar) eru svo um 40% þjóðarinnar. Pínkulítill hluti þjóðarinnar tilheyrir svo...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 5: Bananalýðveldið

15. september, 2005
Síðustu dagar hafa verið góðir. Í raun hefur þetta skipst í tvennt: Hryllilegar rútuferðir og svo 6 æðislegir dagar á Bay Islands, rétt fyrir utan strönd Hondúras. Hondúras er náttúrulega hið upprunalega bananalýðveldi. Á síðustu öld réðu 3 bandarísk banafyrirtæki...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 4: Paradís

11. september, 2005
Ég er hérna og ég er hamingjusamur. :-) Skrifað í West End, Roatan, Hondúras kl. 12.24...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 3: Skæruliðar, eldfjöll og rútuferð frá helvíti

9. september, 2005
Ég ætla ekki að segja að rútuferð dagsins hafi verið versta rútuferð ævi minnar, en hún komst ansi nálægt því. Hafa ber í huga að í verstu rútuferð ævi minnar sat rútan föst í skurði í 12 klukkutíma á meðan...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 2: Mexíkó og El Salvador

5. september, 2005
Ok, ég fíla El Salvador. Hef bara verið hérna í nokkra klukkutíma, en þetta hefur gerst: Gaurinn í innflytjendaeftirlitinu sagði: Bienvenido a El Salvador! Ég hef aldrei heyrt einhvern í vegabréfaskoðun bjóða mig velkominn. ALDREI! Einsog er vaninn í mörgum...... (Skoða færslu)

Mið-Ameríkuferð 1: Ódeyjandi ást mín á Tacos al Pastor

4. september, 2005
Ég veit aldrei almennilega hvernig ég á að lýsa Mexíkóborg. Ég hef komið víða, en það nálgast samt engin borg, sem ég hef séð, þá geðveiki sem Mexíkóborg er. Mexíkóborg er næst fjölmennasta borg jarðar á eftir Tókíó í Japan...... (Skoða færslu)

Ferðalag á morgun

30. ágúst, 2005
Ok, ferðalag á morgun. Er kominn með í magann. Er ekki búinn að pakka ennþá, var í vinnunni til klukkan 7 í kvöld og hef hreinlega ekki haft tíma. Ætla að gera það á eftir. Planið er flug til...... (Skoða færslu)

Ferðaplan

23. ágúst, 2005
Ég fæ engin verðlaun fyrir það að vera skipulagður í ferða undirbúningnum mínum. Er eiginlega búinn að vera of busy í vinnu til þess að klára hlutina og skipuleggja. Var að raða ofaní minningarkistuna mína þegar ég sá allt í...... (Skoða færslu)

Viva México, cabrones!

8. ágúst, 2005
Ó fokking jeh! Ég er að fara til Mexíkó í fríið mitt. Ég er búinn að skipta um skoðun sirka 30 sinnum á síðustu dögum, en valið stóð á milli Suð-Austur Asíu og Mið-Ameríku. Vinur minn í Tælandi var aðeins...... (Skoða færslu)

Ferðadót uppfært

5. júní, 2005
Eftir ferðalag undanfarinna mánuða ákvað ég að uppfæra aðeins heimskortið, sem ég skrifaði um í janúar 2004. Síðan þá hef ég heimsótt fjögur lönd: Svíþjóð, Tyrkland, Tékkland og Pólland. Hef ég því komið til 35 landa. Kortið lítur því svona...... (Skoða færslu)

Ferðasaga - Istanbúl

4. júní, 2005
Ferðasagan frá Istanbúl er komin inn á Liverpool bloggið...... (Skoða færslu)

Kominn heim frá Istanbúl

27. maí, 2005
Ferðin til Istanbúl var stórkostleg. Ætla að reyna að setja inn ferðasögu hérna, en þangað til það gerist þá er hér stutt myndband af Liverpool stuðningsmönnum syngjandi You’ll never walk alone í lok leiksins. Ógleymanleg stund. Röddin mín var algjörlega...... (Skoða færslu)

Norðurlöndin geta líka verð ágæt

24. apríl, 2005
Ég er kominn til Gautaborgar eftir tvo fína daga í Stokkhólmi. Stokkhólmur er æði - ekki láta fólk segja ykkur annað. Ég veit ekki hver er ástæðan, en ég hef alltaf haft netta fordóma gagnvart Stokkhólmi og Svíum. Var sannfærður...... (Skoða færslu)

Túristast um Varsjá

22. apríl, 2005
Leigubílstjórinn, sem keyrði mig að Kastalatorginu í morgun var ekki beinlínis yfirsig ástfanginn af Varsjá. Óspurður sagði hann að Varsjá væri “depressing city” og að þar væri ekkert að sjá. Ég veit ekki hvort ég er sammála honum, en þó...... (Skoða færslu)

Hótelherbergi í Varsjá

21. apríl, 2005
Ég veit ekki hvað það nákvæmlega er, en ég elska að gista á góðum hótelum! Sumir kvarta endalaust yfir því að þurfa að dvelja á hótelum, en mér finnst það alveg yndislegt. Sumir geta ekki sofið í hótelrúmum, en ég...... (Skoða færslu)

Dagdraumar

26. mars, 2005
Ég náði að klára slatta af verkefnum í dag og var því nokkuð sáttur við sjálfan mig þegar ég settist niður til að horfa á landsleikina með Englandi og Íslandi. Ég hafði ekki setið lengi þegar ég fékk þessi skilaboð...... (Skoða færslu)

Svíðþjóð

22. mars, 2005
Ok, ég er að fara til Svíþjóðar í apríl í viðskiptaerindum. Það lítur út fyrir að ég þurfi að fara bæði til Gautaborgar og Stokkhólms. Ég hef sennilega möguleika á að bæta við dvöl yfir helgi í annarri hvorri borginni....... (Skoða færslu)

Waiting on the Pizzle, the Dizzle and the Shizzle

9. febrúar, 2005
Á stundum spyr ég mig af hverju ég horfi á fótbolta. Ég var í góðum fíling í mat og bjór hérna í miðbæ Breda þegar ég skyndilega stökk upp og áttaði mig á því að Holland (mínir menn) væru að...... (Skoða færslu)

Gullni túlípaninn og helgi í Prag

8. febrúar, 2005
Núna er ég kominn til Hollands eftir helgi í Prag. Er á hóteli, sem heitir því yndislega hollenska nafni “Gullni Túlípaninn” í bænum Breda við landamæri Belgíu. Hérna kom ég um 5 leytið og verð hér næstu tvo daga á...... (Skoða færslu)

Ich bin ein kugelschreiber

3. febrúar, 2005
Það er tvennt, sem ég skil ekki við Þjóðverja. Í fyrsta lagi að þessi 80 milljón manna þjóð skuli hafa getað sætt sig á aðeins eina tegund af rúnstykki, sem er framreidd á öllum hótelum í landinu. Önnur staðreyndin, sem...... (Skoða færslu)

Ferðadansmyndband

26. janúar, 2005
Þetta myndband er ÆÐI!!!(36 mb. Windows Media). Mæli með þessu fyrir alla. Mig langaði til að pakka oní ferðatösku og byrja að ferðast um leið og ég kláraði að horfa á þetta. Algjör snilld :-) (via Mefi)...... (Skoða færslu)

Warszawa

20. janúar, 2005
Auðvitað eru Pólverjar fínir. Þrír dagar eru nú ekki langur tími til að kynnast þjóð, en það er allavegana byrjun. Fyrir það fyrsta eru allir Pólverjar Pólverjar. Það er, það eru allir eins, allir af sama stofni, allir hvítir....... (Skoða færslu)

Uppáhalds borgirnar mínar

12. janúar, 2005
Þegar maður er veikur í fimm daga verður maður að finna sér eitthvað til dundurs. Ég ákvað að taka saman þennan lista yfir uppáhaldsborgirnar mínar. Ég vona svo innilega að þessi listi muni breytast á næstu árum og ég finni...... (Skoða færslu)

Bandaríkjaferð 10: Vegas!

12. október, 2004
Það eru orðnar nokkrar vikur síðan ég kom heim og ég hef alltaf frestað því að klára að skrifa ferðasöguna. Ég var nokkuð duglegur við að skrifa frá Bandaríkjunum, en þó vantar Las Vegas, Los Angeles, San Fransisco og New...... (Skoða færslu)

Bandaríkjaferð 9: Almost over

19. september, 2004
Er kominn til Brooklyn, NY. Gisti hja Ryan, fyrrverandi herbergisfelaga minum og Kate kaerustu hans, sem bjo i sama dormi og eg i haskola. Er buinn ad taka thvi frekar rolega her i Brooklyn. Gisti fyrstu nottina a vidbjodslegasta hoteli...... (Skoða færslu)

Bandaríkjaferð 8: Grand Canyon og Sedona

16. september, 2004
Héðan úr höfuðborg vinstri manna í Bandaríkjunum, San Fransisco, er allt gott að frétta. Ég fæ að gista hjá kærasta Grace, vinkonu minnar. Þau eru vinstri sinnaðasta par í heimi. Bæði “vegan” (ekki bara grænmetisætur, heldur borða þau engar vörur,...... (Skoða færslu)

Bandaríkjaferð 7: Enginn tími

14. september, 2004
Grand Canyon: Ótrúlegt!Las Vegas: ÆÐI ÆÐI ÆÐI ÆÐI ÆÐI Er núna í Los Angeles og er í tölvu heima hjá Grace vinkonu minni. Hef ekki tíma til að skrifa. Ætlum að skoða Hollywood á morgun og annað kvöld ætlum við...... (Skoða færslu)

Bandaríkjaferð 6: "Okkar kynslóð á Dylan, ykkar ekki neitt!"

7. september, 2004
(Kominn á betri tölvu, þannig að ég held áfram á því, sem ég byrjaði á í gær) Fullkomið! Það er eina orðið, sem getur lýst tónleikunum á laugardaginn. 30 stiga hiti og sól á baseball leikvangi í Kansas. 15.000 aðdáendur...... (Skoða færslu)

Bandarikjaferd 5: Lestarstod i Kansas

6. september, 2004
Fullkomid. Thad er eina ordid, sem getur lyst tonleikunum i gaer! Willie Nelson og Bob Dylan voru storkostlegir!!! Eg er staddur a Union Station lestarstodinni i Kansas og er ad pikka thetta a faranlegasta lyklabord i heimi, thannig ad thetta...... (Skoða færslu)

Bandaríkjaferð 4: Strandblak og pólitík

3. september, 2004
Einn dagur eftir í Chicago og svo á ég flug til Kansas á morgun, þar sem ég ætla að sjá Bob Dylan spila. Ég er orðinn aumur í löppunum af labbi undanfarinna daga. Hef verið með Dan og Katie á...... (Skoða færslu)

Bandaríkjaferð 3: Chicago, annar hluti

1. september, 2004
Síðustu dagar í Chicago hafa verið góðir. Mjög góðir. Ég er búinn að hitta fullt af gömlum vinum, búinn að djamma fullt, drekka fullt af Bud Light og fara á þrjá baseball leiki með Chicago Cubs. Cubs ösnuðust þó til...... (Skoða færslu)

Bandaríkjaferð 2: Cheek-a-gah

27. ágúst, 2004
Þá er ég kominn til Chi-town. Það er ekkert eðlilega skrítið að vera kominn hingað aftur. Það eru ekki nema tvö ár síðan ég kláraði háskólann, en stundum er einsog það séu 20 ár síðan ég fór síðast frá Chicago....... (Skoða færslu)

Bandaríkjaferð 1: Washington DC

25. ágúst, 2004
Jæja, þá er ég búinn að eyða nokkrum dögum hér í landi frelsisins. Kom hingað á laugardaginn og er búinn að gista hjá vinum mínum, Genna og Söndru. Þau búa í íbúð, ásamt ímyndunarveikum ketti, fyrir vestan Potomac ána, ekki...... (Skoða færslu)

Bandaríkjaferð

16. ágúst, 2004
Jæja, þá eru ekki nema 5 dagar þangað til að ég fer í frí. Ég ákvað að taka sumarfrí svona seint til að reyna aðeins að lengja sumarið, þrátt fyrir að ég geri mér ekki alveg grein fyrir því í...... (Skoða færslu)

100 Undur Veraldar (uppfært)

4. júlí, 2004
Ég er ofboðslega veikur fyrir heimasíðum um ferðalög og spennandi staði. Ég á sumarfrí í enda ágúst og er ég því farinn að spá í því hvað ég ætli að gera í því fríi. Allavegana fer ég ekki til Mallorca...... (Skoða færslu)

Houston

1. júlí, 2004
Ég veit ekki hvurslags djöfulsins væl þetta var í mér fyrir ferðina til Houston. Mér fannst þetta vera svo mikið ferðalag fyrir stutt stopp en þegar allt kom til alls var þetta bara dásamlega fín ferð. Fyrir það fyrsta borðaði...... (Skoða færslu)

Força Barça

16. maí, 2004
Barca vann! Var að koma heim eftir góða ferð á Nou Camp. Sá Barca vinna Racing Santander. Ronaldinho er snillingur! Leikurinn var ekkert sérstaklega skemmtilegur, en Ronaldinho átti nokkur móment, þar sem hann tætti Racing vörnina í sig. Hann skapaði...... (Skoða færslu)

Ég elska þessa borg!

15. maí, 2004
Ég elska Barcelona. Hún er ein af þessum borgum, sem virðist fylla mig af orku. Allt mannlífið, byggingarnar, allt. Ég hreinlega skil ekki hvernig er hægt að verða ekki ástfanginn af þessari borg. Það eru fáar stórborgir, sem hafa svona...... (Skoða færslu)

Á hótelherbergi í Bilbao

11. maí, 2004
Af hverju í andskotanum er Power Point svona hræðilega hægvirkt á tölvunni minni? Bill Gates, af hverju gerirðu mér þetta? Úff, ég veit ekki hvort að það er bjórinn eða hvort kynningin mín sé að verða fyndnari þegar líður á...... (Skoða færslu)

Bilbao

Bilbao er ágæt borg. Ég er búinn að vera hérna síðan á sunnudag og hefur svo sem ekki mikið gerst. Ég er á fínu hóteli, sem er með þráðlausu interneti. Þar sem ég á eftir að klára kynninguna mína fyrir...... (Skoða færslu)

Búdapest

25. apríl, 2004
Kominn aftur eftir frábæra helgi í Búdapest. Við komum á fimmtudagskvöld til Búdapest og gistum á frábæru hóteli. Fyrsta kvöldið fór ég með yngra fólkinu hjá Danól útað borða niðrí miðbæ. Okkur gekk reyndar hálf erfiðlega að finna miðbæinn, en...... (Skoða færslu)

Kort

25. janúar, 2004
Ég hef nokkuð lengi leitað að svona síðu og fann hana loksins á Metafilter. Á síðunni getur maður sett inn þau lönd, sem maður hefur farið til og þá býr síðan til kort af heiminum með þeim löndum merktum inná....... (Skoða færslu)

London

22. október, 2003
Ok, ég fór sem sagt í smá ferðalag í síðustu viku. Var fyrst í nokkra daga á vörusýningu í Köln. Þar gerðist nú ekki margt spennandi. Skoðaði jú dómkirkjuna í borginni, sem er eina byggingin sem stóð eftir árásir bandamanna...... (Skoða færslu)

Ég og öll lönd í heimi

14. september, 2003
Ég hef lengi ætlað að taka þetta saman. Hérna kemur listi yfir þau lönd, sem ég hef komið til. Alls eru þetta 31 land. Ég sé það líka að samkvæmt CIA World Fact Book þá er 261 land í heiminum....... (Skoða færslu)

Rússneskir dyraverðir og georgísk lögga

6. september, 2003
Jæja, þá er ég kominn heim eftir frábæra ferð til Rússlands. Hérna kemur djammsagan frá St. Pétursborg, frá því síðasta laugardag. Ég ákvað að bíða með að birta hana svo að hún mamma mín færi ekki að hafa of miklar...... (Skoða færslu)

Rússlandsferð 6: Lestarferð frá helvíti og brjálaður einræðisherra í vaxi

4. september, 2003
Ég er kominn til Moskvu og er að reyna að drepa tímann þangað til að ég á flug héðan í kvöld. Moskva ætlar að kveðja á viðeigandi hátt með ausandi rigningu og því nenni ég ekki út. Lestin frá St....... (Skoða færslu)

Rússlandsferð 5: Sætar stelpur, flugur, söfn og orðljótur Lithái

3. september, 2003
Þá á ég aðeins nokkra tíma eftir hérna í St. Pétursborg. Klukkan er að verða fjögur en ég á pantað í lestinni á miðnætti til Moskvu. Þar ætla ég að eyða hluta af morgundeginum og svo á ég flug til...... (Skoða færslu)

Rússlandsferð 4: St. Pétursborg, annar hluti

1. september, 2003
Djammið á laugardaginn var skrautlegt, svo ekki sé meira sagt. Ég ætla hins vegar að bíða með þá sögu aðeins. Af einhverju ótrúlegum ástæðum er búið að vera sólskin hér í St. Pétursborg í allan dag. Þar með fellur kenning...... (Skoða færslu)

Rússlandsferð 3: heimur, ég er þunnur.

30. ágúst, 2003
Dagur 2 í Sánkti Pétursborg hefur verið tíðindalítill. Sú staðreynd er bein afleiðing af djammi gærkvöldsins. Ég og gaur frá Seattle, sem ég kynntist á gistiheimilinu, fórum á bar rétt hjá hótelinu. Þar drukkum við heimalagaðan bjór og einhver vodka...... (Skoða færslu)

Rússlandsferð 2: St. Pétursborg

29. ágúst, 2003
Ok, kominn til Leningrad (eða einsog kapítalistasvínin vilja kalla borgina: St. Pétursborg). Kom hingað kl. 8 í morgun með lest frá Moskvu. Lestin fór af stað á miðnætti frá Leningrad stöðinni í Moskvu. Lestin var snilld. Ég var í klefa...... (Skoða færslu)

Rússlandsferð 1: Moskva

26. ágúst, 2003
Núna er ég búinn að vera hérna í Moskvu í fjóra daga og á varla orð til að lýsa þessari mögnuðu borg. Ég er staddur á netkaffihúsi í verslunarmiðstöð um 200 metra frá Rauða Torginu og Kreml. Ég dýrka þessa...... (Skoða færslu)

Draumaborgin í dag

18. júlí, 2003
Mig langar til þessarar borgar! Ef mér tekst bara að finna rétt flugfar og gistingu, þá ætti það að geta tekist í ágúst. Sá/sú, sem getur fyrst nefnt rétt nafn borgarinnar er hetja!...... (Skoða færslu)

Norður-Kóresk ferðasaga

9. maí, 2003
Stutt ferðasaga með myndum frá Norður-Kóreu. On the hillside, a slogan reads: 'My country is the paradise of the people'." Jammm. (via MeFi)...... (Skoða færslu)

Fujimori

10. mars, 2003
Þrátt fyrir að ég sé alltaf að gagnrýna Múrinn á þessari síðu þá hef ég alltaf lúmskt gaman af því að fylgjast með þeim félögum. Einna skemmtilegast er að þeim er annt um stjórnmál í löndum, sem fá litla sem...... (Skoða færslu)

SAT próf í Perú

18. janúar, 2003
Ágúst Fl. segir af TOEFL raunum sínum. Ég lenti sjálfur í nokkuð mögnuðu ævintýri þegar ég ætlaði að taka SAT prófið, sem er nauðsynlegt til að komast inní bandaríska háskóla. Þetta gerðist allt í desember 1998. Þá var ég á...... (Skoða færslu)

Fallegir fossar og virkjanir

12. janúar, 2003
Fyrir nokkrum árum heimsótti ég stærstu virkjun heims, Itaipu virkjunina í Paragvæ. Þessi virkjun býr til nær allt rafmagn, sem Paragvæar þurfa og yfir fjórðung alls afls, sem Brasilíumenn neyta (en Brasilíumenn eru 172 milljónir). Til að búa til þessa...... (Skoða færslu)

Skaftafell

11. ágúst, 2002
Hér eru myndir frá ferðinni í Skaftafell um Verslunarmannahelgina. Ferðasagan er hér Til að skoða myndirnar er smellt á "Lesa meira"...... (Skoða færslu)

Bahamas

9. ágúst, 2002
Þetta eru nokkrar myndir frá ferðinni til Bahamas, sem ég fór í með mömmu og pabba eftir útskriftina mína. Stutta ferðasögu finnur þú hér. Til að skoða myndirnar geturðu smellt á "Lesa meira"...... (Skoða færslu)

Bahamas

17. júlí, 2002
Þessar ferðasögur hjá mér eru komnar í algjört rugl. Ég hafði alltaf ætlað að skrifa smá um Bahamas en einhvern veginn gerðist það aldrei. Allavegana, þá fór ég á sunnudeginum eftir útskrift með mömmu og pabba til Bahamas. Þessi ferð...... (Skoða færslu)

St. Louis

16. júlí, 2002
Helgin í St. Louis var góð. Við lögðum af stað á laugardagsmorgun í MiniVan, sem mamma Katie á. St. Louis er um 6 tíma akstur suður af Chicago. Við vorum komin þangað um 6 leytið. Við byrjuðum á því að...... (Skoða færslu)

Spring Break Panama City Beach

3. apríl, 2002
Myndir frá Spring Break 2002 þegar við Hildur fórum ásamt tveim vinum okkar í viku niður til Panama City, Florida...... (Skoða færslu)

Spring Break Panama City 2002

1. apríl, 2002
Við Hildur komum aftur til Chicago á föstudag eftir viku á Panama City Beach, Florida. Ég var að fá myndir úr framköllun og ætla að reyna að setja þær á netið á næstu dögum. Allavegana, þá var ferðin vel heppnuð....... (Skoða færslu)

Spring Break

21. mars, 2002
Þegar ég vaknaði í morgun var kominn snjór fyrir utan. Ég þurfti því miður að skila spólu á Blockbuster og því þurfti ég að hlaupa úti í 10 stiga frosti. En mér er bara alveg sama af því að við...... (Skoða færslu)

Ferð til Washington D.C.

20. mars, 2002
Myndir frá því þegar við Hildur fórum til í heimsókn Washington D.C.ásamt Genna og Söndru. Við gistum hjá Friðrik og Thelmu yfir Thanksgiving helgina....... (Skoða færslu)

Spring Break

8. mars, 2002
Þá erum við búin að plana Spring Break þetta árið. Síðustu tvö ár höfum við Hildur farið til New York og New Orleans og var geðveikt gaman í bæði skiptin. Þetta árið langaði okkur að fara í típískt bandarískt spring...... (Skoða færslu)

Íslensk Þakkagjörðarhátíð í Washington D.C.

3. desember, 2001
Ferðin okkar Hildar til D.C. var frábær. Talsvert meira spennandi en titill þessarar greinar. Við gistum hjá Friðrik og Thelmu en þau eru bæði í skóla í Washington D.C., Friðrik er í George Washington en Thelma í University of Maryland....... (Skoða færslu)

Kanada

25. september, 2001
Við Hildur erum komin heim frá Kanada eftir 10 daga í því fína landi. Við komum heim á föstudag, en ég hef verið latur við að skrifa tölvupóst eða á netið síðan þá. Allavegana, þá síðasta þriðjudag þá keyrðum við...... (Skoða færslu)

Kanada - Niagara

21. september, 2001
Niagara fossar eru fallegir....... (Skoða færslu)

Montreal - dagur 4

18. september, 2001
Við Hildur erum nú búin að vera hérna í Montreal í fjóra daga. Á morgun ;aetlum við að vakna snemma og keyra til Toronto. Þar ætlum við að vera í þrjá daga og fara svo til Niagara Falls. Við erum...... (Skoða færslu)

Kanada - Montreal

16. september, 2001
Við Hildur erum núna komin til Kanada. Ég er staddur niðrí kjallara á gistiheimili í Montreal. Þetta er æðisleg borg. Við keyrðum á miðvikudag frá Chicago til Detroit og þaðan fórum við í gegnum göngin til Windsor í Kanada. Við...... (Skoða færslu)

New Orleans

14. maí, 2001
Myndir frá Spring Break 2001. Við Hildur fórum ásamt Jens og Jónu til New Orleans, þar sem við heimsóttum Genna og Söndru....... (Skoða færslu)

Spring Break

27. mars, 2001
Ég er aðeins að ná mér eftir fríið. Þetta var alveg snilldar spring break. Ég fór með flugi til Baton Rouge seinasta sunnudag. Þar var ég svo ásamt PR og Jónu heima hjá Genna og Söndru, sem búa í íbúð...... (Skoða færslu)

Danmörk

14. september, 2000
Jæja, þá er bara nokkuð langt síðan ég bloggaði síðast. Ástæðan fyrir því er að ég er búinn að vera í Danmörku síðustu daga. Fór með sölumönnum úr vinnunni í heimsókn til höfuðstöðva Stimorol, sem eru í Vejle á Jótlandi....... (Skoða færslu)

Havana

12. júlí, 2000
Ég var núna að horfa á Póstkort frá Havana í sjónvarpinu. Þetta var alveg frábær þáttur. Ég hef horft á þætti með sama stjórnanda og eru þeir allir mjög góðir. Það var gaman að sjá myndir frá þessari yndislegu borg....... (Skoða færslu)



EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33