« Rússlandsferð 4: St. Pétursborg, annar hluti | Aðalsíða | Rússlandsferð 6: Lestarferð frá helvíti og brjálaður einræðisherra í vaxi »

Rússlandsferð 5: Sætar stelpur, flugur, söfn og orðljótur Lithái

3. september, 2003

Þá á ég aðeins nokkra tíma eftir hérna í St. Pétursborg. Klukkan er að verða fjögur en ég á pantað í lestinni á miðnætti til Moskvu. Þar ætla ég að eyða hluta af morgundeginum og svo á ég flug til Parísar annað kvöld.

Það er svo sem ekkert stórkostlega merkilegt búið að gerast undanfarna daga. Ég ætla þó að bíða aðeins meira með djammsöguna frá því á laugardaginn. Annars, þá fór ég í gær á Hermitage safnið. Það er alveg fáránlega stórt enda þekur það alla Vetrarhöllina auk bygginga, sem keisararnir byggðu sérstaklega fyrir safnið. Þarna er allt, sem hægt er að láta sér detta í hug, frá Picasso til rússneskra forminja.

Ég eyddi sæmilegum tíma á safninu, en þó ekkert alltof miklum. Höfundur Lonely Planet um Rússland lætur einsog maður gæti eytt heilli viku á safninu, en svo mikið dálæti á söfnum hef ég ekki. Ég lét mér nægja nokkra klukkutíma og var alveg búinn eftir það.


Ótrúlegt en satt þá er líka sól í dag og því ákvað ég að endurtaka sumar túristamyndirnar mínar. Fór uppað Vetrarhöll, og svo framvegis og tók myndir í þessu yndislega sólskini.

Sólskinið þýðir líka að þrátt fyrir kulda þá eru allar sætu stelpurnar komnar í pilsin aftur, sem er snilld af því að ég elska pils (ég gat hreinilega ekki sleppt því að tala um rússneskar stelpur í heilli færslu) :-)


Annars þá er herbergið mitt á gistiheimilinu búið að vera einsog stoppistöð. Ég er í herbergi með 4 rúmum og hafa nýjir einstaklingar bæst í hópinn stöðugt. Einna fyndnastur var Lithái, sem kunni lítið í ensku, en bætti það upp með óhugnalegri þekkingu á enskum blótsyrðum. Hver setning innihélt að minnsta kosti þrjú blótsyrði. "Fuck man, I just went to the fucking bank today and met this stupid bitch" var nokkuð dæmigerð setning frá þessum ágæta manni.

Herbergið hefur verið hreinasta martröð undanfarnar nætur. Ekki er það vegna hrjótandi Þjóðverja (einsog oft vill verða á gistiheimilum, sem ég lendi á) heldur hefur hópur af flugum lagt mig í einelti. Ég vaknaði í gær með 20 bit, þar af voru 7 í andlitinu og á hálsinum. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Bitin sjást, sem betur fer, ekki mjög greinilega. Í morgun hugsaði ég hversu óskaplega mikið ég saknaði þess að sofa í sama herbergi og Borgþór. (Ok, þegar við vorum í S-Ameríku, þá vorum við Friðrik og Emil aldrei bitnir, en flugurnar réðust grimmilega á Borgþór allar nætur, sama í hversu mörgum lögum af fötum hann svaf og sama hversu mikið af eitri hann sprautaði á sig).


Jæja, held að þetta sé komið ágætt af blaðri í bili. Það sem eftir lifir dags ætla ég að setjast inná kaffihús og klára Fávitann e. Dostojevski en lestur minn á þeirri bók tafðist vegna þess að ég las mjög skemmtilega sögubók: The Russian Century. Meira um hana síðar. Svo ætla ég líka að kíkja í búðir. Ætla að reyna að finna mér einhver föt.


Ef ég fæ ekki matareitrun af þessum rússneska kjúkling, sem ég borðaði áðan, þá er ég illa svikinn.

(Skrifað í St. Pétursborg klukkan 16.20)

Einar Örn uppfærði kl. 12:20 | 518 Orð | Flokkur: Ferðalög



Ummæli (5)


Staupa local brennivín á eftir hverri máltíð… klikkar ekki.

Þannig kíldu í þig vodka og hafðu ekki áhyggjur :-)

(þetta mun vera í fyrsta og eina skiptið sem ég mæli með vodka-drykkju, sem annars er flokkuð sem álíka hegðun og borða svið á BSÍ og viðlíka villimennsku)

Ágúst sendi inn - 03.09.03 20:47 - (Ummæli #1)

hafa islenskar stelpur almennt sens i dig enda, eftir ad madur heyrir a hverjum degi sögur um russnesk pils?! :-)

Anna sendi inn - 03.09.03 21:24 - (Ummæli #2)

Jamm, auðvitað. Ég er nú ekki alveg svo góður með mig :-)

Pilsin eru líka ekki allt (þrátt fyrir að þau hjálpi :-) ). Ég er viss um að ég þarf bara eina ferð í miðbæinn til að sjá aftur hvað það er fínt á Íslandi.

Einar Örn sendi inn - 04.09.03 09:15 - (Ummæli #3)

Nú þá getur maður andað aftur léttar.. :-)

Anna sendi inn - 04.09.03 19:03 - (Ummæli #4)

Hæ ég er stelpa og langar að kynnast stráki ég er mjög sæt og strákar ekki feimnir ég þori að gera það á stráki hef gert það :-) :-) :-)

Svana Egilsdóttir sendi inn - 30.05.04 19:04 - (Ummæli #5)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2004 2002 2000

Leit:

Síðustu ummæli

  • Svana Egilsdóttir: Hæ ég er stelpa og langar að kynnast stráki ég er ...[Skoða]
  • Anna: Nú þá getur maður andað aftur léttar.. :-) ...[Skoða]
  • Einar Örn: Jamm, auðvitað. Ég er nú ekki alveg svo góður með ...[Skoða]
  • Anna: hafa islenskar stelpur almennt sens i dig enda, ef ...[Skoða]
  • Ágúst: Staupa local brennivín á eftir hverri máltíð... kl ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.2

.