« Í dag | Aðalsíða | Liðleiki »

Sófinn minn

12. febrúar, 2007

Þessi helgi er búin að vera einstaklega skemmtileg. Ég er löngu hættur að halda þessu bloggi út sem einhvers konar dagbók, en ætla að breyta útaf vananum núna.

Málið er að þegar ég var á ferðalagi í Asíu þá skráði ég mig á síðunni Couchsurfing (prófíll hér). Sú síða gengur útá það að fólk alls staðar í heiminum býður fram sófa í íbúðum sínum til þess að ferðalangar geti sofið þar í nokkra daga. Ég var nokkuð spenntur fyrir hugmyndinni og ætlaði að nýta mér hana á ferðalagi mínu um Asíu, en af einhverjum ástæðum gugnaði ég alltaf á því að biðja um gistingu.

Prófíllinn minn var samt enn þarna inni og fyrir nokkrum vikum fékk ég bréf frá ástralskri stelpu sem spurði hvort hún mætti gista hjá mér eina helgi. Ég sá fram á að vera laus þessa helgi og því bauð ég henni gistinguna. Allavegana, þá var þessi helgi semsagt nýliðin helgi. Stelpan, sem er 24 ára Ástrali kom því á föstudaginn til mín. Við borðuðum saman á föstudagskvöld og hún var áhorfandi þegar ég var í salsa tíma það kvöld. Eftir tímann fórum við svo ásamt dansfélaga mínum á smá barhopp, milli Vegamóta, Barsins og Sólon.

Á laugardaginn hafði vinur vina hennar boðist til að fara með hana útúr bænum, þannig að ég var laus í það að horfa á fótbolta og fara í fjölskylduboð. Um kvöldið var ég svo með matarboð fyrir matarklúbbinn sem ég er í. Það telst alltaf til meiriháttar frétta þegar að gestir í þeim matarklúbbi eru 8 talsins, en aðeins einu sinni á starfstíma klúbbsins hef ég verið nógu lengi með stelpu til þess að bjóða henni með mér. Nú á laugardaginn fékk Brianna að koma með og því náði klúbburinn 8 meðlimum í annað skipti.

Ég eldaði arroz con pollo á perúska vísu, sem var uppáhaldsmaturinn minn í Venezuela (en þar bjó ég með perúskri fjölskyldu). Rétturinn heppnaðist ekki alveg nógu vel, sérstaklega vegna alvarlegs salt-skorts. En boðið var skemmtilegt. Eftir það ákvað ég að fara með stelpunni í partý, sem mér hafði verið boðið í, en þegar við vorum komin í partýið voru allir farnir í bæinn.

Þannig að við drifum okkur niður í bæ. Fyrst á Vegamót þar sem lítil stemning var, svo á Barinn, 11, Ólíver, Rex (jesús!) og enduðum svo aftur á Vegamótum, sem einfaldlega ber af skemmtistöðum í þessari borg. Þar dönsuðum við svo til klukkan 5 þegar að við röltum heim í góða veðrinu.


Í gær fór svo stelpan með góðri vinkonu minni á listasöfn í borginni og svo fórum við saman í Bláa Lónið. Enduðum svo með því að kíkja í bíó á Dreamgirls. Sú mynd er afleit. AFLEIT! Hefði einhver bara drullast til að segja mér að þetta væri dans- og söngvamynd, þá hefði ég getað eytt þessum 150 mínútum á skynsamari hátt.

En niðurstaðan af þessari fyrstu CouchSurfing reynslu minni er semsagt afskaplega góð. Mikið fer auðvitað eftir því hversu skemmtilegur ferðalangurinn er, og hversu mikinn tíma maður getur gefið sér í þetta. En þessi helgi var allavegana frábær og ég get vel hugsað mér að gera þetta aftur. Ef ég fer aftur á langt ferðalag einn, þá mun ég pottþétt nýta mér þennan möguleika þegar að kemur að gistingu. Þetta er frábær leið til að kynnast fólki á ókunnugum stöðum.

Einar Örn uppfærði kl. 10:03 | 550 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (10)


Já þetta er skemmtileg leið! Ég og systir mín fórum til London og gistum hjá gaur í gegnum þetta. Hann var stóóóórskrýtinn en mjög fínn gaur og við fengum topp þjónustu frá honum.

Systir mín hefur svo kynnst fullt af fólki í gegnum þetta, sem hún heldur enn miklu sambandi við og heimsótti meðal annars til USA… Hún er samt ekki einu sinni með skráð lausan sófa heldur hefur fólk oft samband bara til að fá upplýsingar og fleira. Mæli með þessu! Skemmtileg leið til að fá nýja sýn á viðkomandi land.

Það má líka taka það fram að þetta er mjög öruggt og þú verður að gefa upp fullt af upplýsingum til að skrá þig. Svo færðu einhverja einkunn skilst mér og svo skrifar fólk gjarnan umsagnir um það fólk sem það hefur gist hjá. Þannig er auðvelt að finna gott fólk þarna…..

Hjalti Þór sendi inn - 12.02.07 12:44 - (Ummæli #1)

Sneddý…Þyrfti að vera til svona sístem fyrir fólk útá landi líka… Hef heyrt ótrúlega sannar sögur af djamm þyrstum bifrastar stelpum sem hafa lagt það á sig að gista í bílnum til þess að komast á djammið í stórborginni… :-)

lilja sendi inn - 12.02.07 13:41 - (Ummæli #2)

Það er ekkert sem segir að skemmtanaþyrstar Bifrastarmeyjar geti ekki nýtt sér þessa þjónustu. :-)

Og gaman að heyra þína sögu, Hjalti.

Einar Örn sendi inn - 12.02.07 14:01 - (Ummæli #3)

vá hvað þú ert mikill snillingur. hverjum dettur svona í hug nema þér.

majae sendi inn - 12.02.07 18:46 - (Ummæli #4)

og systur hans hjalta .. :-)

majae sendi inn - 12.02.07 18:50 - (Ummæli #5)

Ég og kærastan mín höfum tekið við 10-12 manns síðan síðasta sumar og gist tvisvar erlendis (London og Amsterdam). Þetta hefur nánast undantekningalaust gengið vel, bara einn sem okkur hefur ekki komið vel saman við. En höfum kynnst fullt af fólki og erum að halda sambandi við nokkur af þeim. Mæli með þessu fyrir alla sem hafa gaman af einhverju svona :-)

Bjarni sendi inn - 12.02.07 19:04 - (Ummæli #6)

Já gleymdi að ég ætlaði að henda inn link á prófílinn, hérna er hann. http://www.couchsurfing.com/profile.html?id=8Y8WFP

Bjarni sendi inn - 12.02.07 19:08 - (Ummæli #7)

vá hvað þetta er ekki fyrir mig mig hryllir við að hafa ókunnuga manneskju gistandi heima hjá mér.. hvað þá að gista í skítugum sófa (eða rúmi) heima hjá einhverjum öðrum he he..

katrín sendi inn - 13.02.07 23:42 - (Ummæli #8)

Katrín, þú getur alveg valið og hafnað fólki. Þannig að ef þér líst ekki á viðkomandi geturðu bara sagt “nei” :-)

En ég skil vel að þetta sé ekki fyrir alla. Ég er svo vanur ógeðslegum gistiheimilum að ég kippi mér ekkert upp við ljóta sófa.

Einar Örn sendi inn - 14.02.07 11:24 - (Ummæli #9)

…eða ljótt fólk…

Halli sendi inn - 16.02.07 05:45 - (Ummæli #10)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar? -


EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Nýjustu Flickr myndirnar

Scriptless Flickr Badge
Scriptless Flickr Badge

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2002

Leit:

Síðustu ummæli

  • Halli: ...eða ljótt fólk... ...[Skoða]
  • Einar Örn: Katrín, þú getur alveg valið og hafnað fólki. Þan ...[Skoða]
  • katrín: vá hvað þetta er ekki fyrir mig mig hryllir við að ...[Skoða]
  • Bjarni: Já gleymdi að ég ætlaði að henda inn link á prófíl ...[Skoða]
  • Bjarni: Ég og kærastan mín höfum tekið við 10-12 manns síð ...[Skoða]
  • majae: og systur hans hjalta .. :-) ...[Skoða]
  • majae: vá hvað þú ert mikill snillingur. hverjum dettur s ...[Skoða]
  • Einar Örn: Það er ekkert sem segir að skemmtanaþyrstar Bifras ...[Skoða]
  • lilja: Sneddý...Þyrfti að vera til svona sístem fyrir fól ...[Skoða]
  • Hjalti Þór: Já þetta er skemmtileg leið! Ég og systir mín fóru ...[Skoða]

Gamalt:



Ég nota MT 3.33

.