« febrúar 11, 2004 | Main | febrúar 17, 2004 »

Queer as folk 3

febrúar 12, 2004

Ó mæ god ó mæ god ó mæ god. Þriðja serían af Queer as Folk er að koma út á DVD í þessum mánuði. Jibbíííííí

Núna verð ég að plata Hildi í smá innkaup í Bandaríkjunum fyrir mig :-)

Queer as Folk eru snilldarþættir, einsog ég hef áður talað um. Þetta er eiginlega eina "sápan", sem ég nenni að horfa á.


Föstudagskvöld, og hvað gerir maður þá?

Jú, ég fer í mat til mömmu.

74 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Sjónvarp

Yfir hverju á ég að hneykslast núna?

febrúar 12, 2004

Úff, ég er sennilega farinn að skrifa alltof mikið um sjónvarp síðustu daga. Dálæti mitt á raunveruleikasjónvarpsþáttum ætlar engan endi að taka. Ef að bara Skjár Einn myndi að byrja að sýna snilld einsog Elimidate, þá gæti ég skrifað um sjónvarp á hverjum degi.

Hmm..... lítum á aðalþættina þrjá

Queer Eye byrjaði aftur á þriðjudaginn og var ég ýkt spenntur. Carson fór á kostum einsog vanalega. Þegar að hann sá að það var ennþá þjófavörn á stígvélum sem gaurinn var að prófa sagði hann "I don't like the security tag, it's too much of a Winona Ryder look". Ef þessi gaur er að koma með þessa brandara á staðnum, þá er hann mesti snillingur ever.


America's Top Model er að klárast, núna eru bara þrjár stelpur eftir. Þátturinn í gær toppaði ansi margt. Stelpurnar fóru á date með einhverjum frönskum pepperum. Einsog allar venjulegar stelpur gera, þá tók Robin sækó Biblíuna með sér á stefnumótið. Til að sýna vanþóknun sína á frönskum karlmönnum, þá las hún Biblíuna í limósínunni meðan hin töluðu saman.

Hveru vangefinn þarf maður að vera til að taka Biblíu með sér á stefnumót? Ég er reyndar pottþéttur á því að ef ég fer einhvern tímann á blint stefnumót á ævinni, þá ætla ég að taka Biblíu með mér. Svo þegar að stelpan færi á klósett myndi ég taka upp Biblíuna og vera að lesa í henni þegar hún kæmi til baka. Það væri ekkert smá fyndið að sjá svipinn á stelpunni þá. Síðan myndi ég vitna í Biblíuna í öllum samtölum.


Svo horfði ég á endursýningu á Paradise Hotel í gærkvöldi. Þessir þættir hafa alltaf lofað góðu, en samt aldrei orðið sú snilld sem ég vonaðist eftir. Aðallega vegna þess að fólkið í þættunum er ekkert voðalega spennandi. Það gerir fátt annað en að væla. Til dæmis er þessi Zack nett pirrandi, hann er alltaf að reyna að fá aðra til að vorkenna sér vegna erfiðrar æsku og bla bla...

Svo er þessi Toni alveg að pipra, sérstaklega þegar hún var að grenja á afmælisdeginum yfir því að hún væri 28 ára og ennþá single. Það var ekki efnilegt. Svo er hún alltaf að níðast á ljóta gaurnum, sem er ekki fallega gert.

Svo er það náttúrulega líka vandamál að stelpurnar eru ekkert rosalega miklar gellur. Þessi Kristin og Tara eru sætar, en hinar eru frekar sjúskaðar. Gaurarnir eru líka ekkert til að hrópa húrra fyrir að mínu mati. Gaurinn, sem kom inn núna átti að vera voða sjarmör, en hann var með 10 millimetra á milli augnanna, sem mér finnst ekki beint heillandi look. En ég meina hey, ég er gagnkynhneigður karl, þannig að ég er kannski ekki dómbær á þetta.


Úje, minna en vika þangað til að Spring Training byrjar. Hver þarf fótbolta þegar maður hefur baseball?

464 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33