« Stefnuræða Bush | Aðalsíða | Kort »

Vikan búin

janúar 23, 2004

Vá, hvað þetta er búin að vera vangefin vinnuvika. Ég hef aldrei farið að sofa fyrir klukkan 1 og aldrei komið heim úr vinnunni fyrir klukkan 7. Þannig að ég er frekar þreyttur í lok vikunnar. Verð að hrista það úr mér enda er starfsmannapartí á Serrano í kvöld.

Annars, þá er nýja myndbandið með Britney æææææææði!!! Mæli sérstaklega með því fyrir alla Britney aðdáendur (Emil, Friðrik, o.s.frv.). Ó, ég er ástfanginn af Britney!!!

Fyrir alla, sem vilja komast í stuð fyrir kvöldið, þá er ekkert betra en að skella Strokes á fóninn. Reptilia er lag dagsins. Ef þú kemst ekki í stuð við að hlusta á það lag, þá er eitthvað mikið að heima hjá þér.

Einar Örn uppfærði kl. 18:23 | 117 Orð | Flokkur: Dagbók



Ummæli (2)


Puh! Leiðinlegt lag :-)

Eða einsog Harrison sagði “the best thing about it is the mute bottom”.

Ágúst sendi inn - 23.01.04 22:50 - (Ummæli #1)

Ok, lagið er kannski ekki besta lag í heimi. En það eru umbúðirnar sem skipta máli :-)

Farðu bara ekki að gagnrýna Britney útlitslega. Þá ertu kominn útá hálan ís :-)

Einar Örn sendi inn - 24.01.04 15:40 - (Ummæli #2)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu