« Katrín og femínistar | Aðalsíða | Innflytjendur »

Pulsur

júlí 04, 2003

Þetta er einhver almagnaðsti íþróttamaður í heimi: Takeru Kobayashi

Hann vann í dag Nathan's International Hot Dog Eating Contest, þar sem keppendur slást um það hver geti borðað flestar pulsur á 12 mínútum. Kobayashi borðaði 44 pulsur á þessum tíma, sem er þó ekki jafn gott og í fyrra þegar hann borðaði 50 pulsur á sama tíma.

Ég hef séð þennan gaur keppa í átkeppnum og hann er alveg hreint ótrúlegur. Hann er aðeins 70 kg. þungur en getur sigrað menn, sem eru margfalt stærri en hann í átkeppnum.

Einar Örn uppfærði kl. 21:54 | 90 Orð | Flokkur: Íþróttir



Ummæli (2)


Mér skilst að maðurinn sé bróðir lögfræðings Hr. K. Soze…

Scweppes sendi inn - 14.07.03 21:51 - (Ummæli #1)

hvað er þetta? :-)

eddi sendi inn - 23.10.03 20:01 - (Ummæli #2)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu