« janúar 04, 2004 | Main | janúar 06, 2004 »

Likneski

janúar 05, 2004

Likneskid.jpg

Inní Assumption kirkjunni í Kreml

5 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Myndablogg

Áföll í kvennamálum

janúar 05, 2004

Ja hérna, það dynja á manni áföllin í kvennamálum.

Fyrst tilkynnti Jens mér það fyrir nokkru að Natalie Imbruglia væri að giftast söngvaranum í Silverchair, sem er áströlsk rokkhljómsveit, sem ég hlustaði einu sinni á. Ég varð yfir mig hrifinn af Natalie þegar ég sá Torn myndbandið fyrst. Vá, hvað hún var mikið æði þá (ekki það að hún líti eitthvað verr út í dag). Þetta er allavegana gríðarlegt áfall fyrir mínar framtíðaráætlanir

Svo komst ég að því fyrir nokkrum dögum að Brooke Burke er líka gift og á m.a.s. tvö börn.

Ok, gott og vel. En ég hef þó allavegana Britney, hugsaði ég. Og þá dynur áfallið yfir. Hún giftir sig í Las Vegas einhverjum lúða með stór eyru. Sem betur fer þá er tilkynnt nokkru seinna að hjónabandið hafi verið ógilt.

Þannig að tæknilega séð á ég ennþá sjens.

142 Orð | Ummæli (5) | Flokkur: Dagbók

Hægrisinnuð bókasöfn

janúar 05, 2004

Tómas í Pottinum, sem skrifar um fátt annað þessa dagana en einræðistilburði Heimdellinga, bendir á hálf skrítin vinnubrögð á Frelsi.is. Þar er birt aðsend grein, þar sem sett er útá skoðanir eins stjórnarmanns í Heimdalli. Ritstjórn Frelsi.is ákveður hins vegar að bæta aftan við greinina ummælum, þar sem sett er útá greinina, í stað þess að leyfa einfaldlega stjórnamanninum að svara fyrir sig í öðrum pistli. Þetta finnst mér hálf skrítið.

Hins vegar þá fer málflutningur ritstjórnar Frelsi.is meira í taugarnar á mér en vinnubrögð. Ritstjórnin mælir með einkavæðingu bókasafna og þeim finnst lítið athugavert við það að bókasöfn beri aðeins vinsælustu bækurnar. Ég kommentaði á þetta hjá Tómasi, en kommentið birtist hálf skringilega, þannig að ég endurtek það hér (örlítið breytt þó):

Ég verð að segja einsog er að, sem frjálslyndum hægrimanni, þá leiðist mér röksemdafærsla á borð við þá, sem ritsjórn Frelsis beitir:

Erling getur þess að fjölbreytni kynni að minnka.  Það er rétt hjá honum að einkaaðilar eru ólíklegir til að vilja lána út bækur sem fáir hafa áhuga á að lesa.  Hvaða vandamál í því felst er vandséð.  Höfuðmáli skiptir að fólk geti nálgast þær bækur sem það vill lesa.

Þetta "ef það er ekki vinsælt, þá er það óþarft" attitude fer í taugarnar á mér. Bókasafnið í háskólanum mínum á hundruð þúsundir bókatitla. Flestir þeirra titla hafa sennilega ekki verið skoðaðir í mörg ár.

Sumar hagfræðibækurnar, sem ég notaði við mína vinnu höfðu ekki verið teknar út í mörg ár, en þær voru samt sem áður algjörlega ómissandi fyrir mig og mína vinnu. Jafnvel innan fræðigreina hafa menn gríðarlega ólík áhugasvið og jafnvel í stærstu háskólum er það bókað að þúsundir fræðibóka njóti litla, sem engra vinsælda. Þær eru þó oft ómetanlegar þeim, sem hafa þó áhugann.

Ég er hræddur um að sköpun í þjóðfélaginu og akademíunni yrði ansi lítil ef að allir læsu sömu bækurnar, bara þær allra vinsælustu.

By the way, ritstjórn Frelsi.is bætir líka við sínum skoðunum á eftir viðtölum. Til dæmis, þá svaraði Árni Magnússon spurningum þeirra ekki á réttan hátt og því bæta þeir við sínum skoðunum á eftir viðtali við hann. Þetta er kjánalegt, og þá er breytir engu að ég er ekki sammála skoðunum Árna.

370 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33