« janúar 15, 2004 | Main | janúar 19, 2004 »

Ertu metrosexual?

janúar 18, 2004

Ok, ég veit að grundvallarregla þessarar síðu er að hafa ekki kannanir á henni. Eeen, mér fannst þessi könnun bara svo sniðug: Are You a Metrosexual? (via MeFi). Fannst þetta skemmtilegt útaf því ég var kallaður metrosexual (í gríni að ég held) í kommenti þegar ég var að tala um hárið á mér.

Allavegana, ég tók þetta próf og fékk 25 stig af 50, sem þýðir að ég er metrósexúal. Þarna voru nokkrir skemmtilegir punktar, sem að eiga að segja manni að maður sé metrosexual. Allavegana, meðal annars fékk ég stig fyrir að:

- Það hefur verið reynt við mig af homma
- Ég hef í alvöru verið kallaður hommi.
- Ég hef verið með naglalakk (það var reyndar til að ég hætti að naga neglurnar, svo það er eiginlega svindl)
- Ég hef rakað á mér fæturnar (en það var reyndar til að setja íþróttateip á lappirnar, þannig að það telur eiginlega ekki heldur)
- Ég fer oft í viku í líkamsrækt
- Mér finnst gaman að dansa
- Ég les Esquire reglulega (er reyndar áskrifandi)
- Ég horfi á Sex & The City

... og ýmislegt fleira, sem ég ætla ekki að tala um :-)

Jæja, ætla að halda áfram að horfa á amerískan fótbolta. Megi New England Patriots vinna, svo þessi íþróttahelgi fari ekki til andskotans. þessi pistill segir allt, sem segja þarf um Liverpool leikinn í gær!

232 Orð | Ummæli (8) | Flokkur: Netið

Myndir - Vonandi komið í lag

janúar 18, 2004

Ég er búinn að laga myndirnar á síðunni, samkvæmt tillögum, sem ég fékk hér.

Getur einhver, sem hefur átt við "hverfandi mynda vandamálið" að stríða, látið mig vita hvort þetta sé núna komið í lag?

Takk takk

38 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33