« janúar 14, 2004 | Main | janúar 18, 2004 »

Negrar í 60 mínutum

janúar 15, 2004

Ég var að horfa á 60 mínútur, þar sem var meiriháttar skemmtileg fréttaskýring um John Stilgoe, prófessor í Harvard. Fréttaskýringin um hann var frábær en samt þá sjokkeraðist ég talsvert þegar ég rak augun í íslenska textann við þáttinn.

Stilgoe talar nefnilega um svertingja, sem hann kallar einsog flestir hvítir í Barndaríkjunum, African-American. Og hvað orð notar þýðandinn yfir þann kynþátt? Jú, Negrar!

Kannski hef ég búið of lengi í Bandaríkjunum, en mér finnst þetta með ólíkindum ljótt orð, sem gerir lítið úr þessum kynþætti. Ég hef aldrei heyrt umræðu um orðanotkun fyrir svertingja á Íslandi. Eflaust af því að það eru svo fáir svartir á Íslandi. Ég leyfi mér þó að fullyrða að flestum sé illa við orðið negri, enda gerir það lítið úr svertingjum með að vísa til þrælkunar fyrr á tímum.

Eða er svertingi kannski líka ljótt orð? Ég hef oftast notað það, þar sem það er mótvægi við "hvítur", sem fáum finnst vera móðgandi (allavegana ekki mér). Ég þoli hins vegar ekki þegar fólk notar orðið negri. Ég heyri það alltof oft og þá nánast undantekningalaust á niðrandi hátt um svertingja. Fyrir mér er þessi orðanotkun augljóst merki um kynþáttafordóma, sem ég hef mikla óbeit á.

201 Orð | Ummæli (29) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33