« Myndavesen - Smá hjálp | Aðalsíða | Myndir - Vonandi komið í lag »

Negrar í 60 mínutum

janúar 15, 2004

Ég var að horfa á 60 mínútur, þar sem var meiriháttar skemmtileg fréttaskýring um John Stilgoe, prófessor í Harvard. Fréttaskýringin um hann var frábær en samt þá sjokkeraðist ég talsvert þegar ég rak augun í íslenska textann við þáttinn.

Stilgoe talar nefnilega um svertingja, sem hann kallar einsog flestir hvítir í Barndaríkjunum, African-American. Og hvað orð notar þýðandinn yfir þann kynþátt? Jú, Negrar!

Kannski hef ég búið of lengi í Bandaríkjunum, en mér finnst þetta með ólíkindum ljótt orð, sem gerir lítið úr þessum kynþætti. Ég hef aldrei heyrt umræðu um orðanotkun fyrir svertingja á Íslandi. Eflaust af því að það eru svo fáir svartir á Íslandi. Ég leyfi mér þó að fullyrða að flestum sé illa við orðið negri, enda gerir það lítið úr svertingjum með að vísa til þrælkunar fyrr á tímum.

Eða er svertingi kannski líka ljótt orð? Ég hef oftast notað það, þar sem það er mótvægi við "hvítur", sem fáum finnst vera móðgandi (allavegana ekki mér). Ég þoli hins vegar ekki þegar fólk notar orðið negri. Ég heyri það alltof oft og þá nánast undantekningalaust á niðrandi hátt um svertingja. Fyrir mér er þessi orðanotkun augljóst merki um kynþáttafordóma, sem ég hef mikla óbeit á.

Einar Örn uppfærði kl. 20:46 | 201 Orð | Flokkur: Sjónvarp



Ummæli (29)


Ég þýddi þennan þátt og skammast mín ekkert fyrir að nota orð eins og negri eða svertingi. Þetta pólitískt rétta orðalag er eitur í mínum beinum, tepruskapur eða tvöfeldni eða þaðan af verra. Afrísk-bandarískur eða afrísk-amerískur eru dæmi um það. Mér er ekkert verr við fólk af þessum litarhætti þótt ég kalli það negra, svertingja eða blökkumenn, fyrst verið er að skilgreina það á annað borð eftir litarhætti.

Gísli sendi inn - 15.01.04 21:32 - (Ummæli #1)

Ég er nú ekki svona orðakryfjari en ég hélt að negri=negro, ergo ekki dónó. En nigger=niggari, ergo, niðrandi ummæli.

Amk. fannst mér fátt hallærislegra en þegar ég var kallaður (man ekki stafsetningu) kokkeisjan, þegar ég bjó í USA.

Geiri sendi inn - 15.01.04 21:35 - (Ummæli #2)

Ekki það að negri sé eitthvað frábært orðaval, engu að síður ekkert niðrandi.

Geiri sendi inn - 15.01.04 21:39 - (Ummæli #3)

Fyrir mér snýst þetta alls ekki um einhvern pólitískan rétt-trúnað. Ég held bara að negri sé nær alltaf notað á niðrandi hátt um svertingja. Ég sé orðið svertingi sem þýðing á “black”, en “negri” sem þýðingu á “niggar” eða “negro”, sem er muuuuun ljótara.

Myndir þú til dæmis kalla svertingja “negra” í samtali við hann? Ég leyfi mér að efast um það.

Já, og ef þú þýddir þáttinn, er “maísrúlla” ekki ansi skrítið orð fyrir “burrito”? :-)

Einar Örn sendi inn - 15.01.04 21:48 - (Ummæli #4)

Gísli: Afhverju að nota orð eins og negri þegar það eru til önnur orð sem miskiljast örugglega ekki. Þér þarf ekkert að vera illa við þetta fólk þótt þú notir þetta orð. Orðið negri skilja flestir sem niðrandi um þennan kynþátt.

Tómas Hafliðason sendi inn - 15.01.04 21:50 - (Ummæli #5)

Tómas: Ég lýsi þá eftir góðum orðum. sem misskiljast ekki eins og þú orðar það. Blökkumaður? Þeldökkur? Mér er ekki illa við neinn enda ljúfmenni að upplagi.

Gísli sendi inn - 15.01.04 22:27 - (Ummæli #6)

Hvað með að tala um hörundsdökka menn eða menn af afrísku bergi brotnir. Seinni kosturinn er kjarngóð íslenska og hefði sómað sér vel í þættinum.

Óli sendi inn - 15.01.04 22:41 - (Ummæli #7)

Það er virðist í öllu falli vera mjög auðvelt að móðga fólk í Bandaríkjunum. Mín skoðun er sú að negri sé næstum því jafnniðrandi orð og niggari. Svoleiðis myndu flestir taka því allavega, og ég veit að ég myndi aldrei nota þetta hugtak nema ég ætlaði mér að vera virkilega vond. Hitt er svo annað mál að mér finnst ekki að við eigum að leyfa þessari viðkvæmni að ganga of langt. Mér finnst við til dæmis vera farin að tipla um of á tánum í kringum fólk ef við tölum um það sem “Bandaríkjamenn sem eru af afrísku bergi brotnir”. Eða hvað? Ég nota svartur eða svertingi. Ekki blökkumaður, þeldökkur, hörundsdökkur, negri, niggari, afrísk-amerískur eða neitt slíkt.

Hildur sendi inn - 15.01.04 23:57 - (Ummæli #8)

“Tíu litlir negrastrákar…” ég er nógu gamall til að hafa lært þennan texta. Ég kynntist líka litla svarta Sambó, sem mér skilst að sé ekki fáanlegur erlendis nema í sérviskulegum fornbókabúðum. _ _ _ _ _ _ _

Systir mín talar alltaf um “brúnt fólk” eða “brúna” í stað “svarts fólks” eða “svartra”. Mér finnst það skiljanlegt orð en samt óþarfa viðkvæmni í fermingarbarninu.

Gísli er enginn “negrahatari” enda góður og gegn allaballi og (fyrrv.) Trabantseigandi.

Ég skil svosem viðkvæmnina hinsvegar. Negri er hinsvegar rétt þýðing á negro. Sama á reyndar við um svertingi, þó hljómfallið sé ekki eins skyllt. Negro þýðir auðvitað ekkert annað en “svartur”. Þetta snýst hinsvegar um samhengi.

Orðið hefur ratað fyrir dómstóla, í máli varaformanns Félags íslenskra þjóðernissinna vegna ummæla í frægu DV-viðtali (þar sem hann reyndar m.a. lofaði framboði FÍÞ um land allt innan fárra ára). Þar þótti samhengið gilda um orðið “negri”.

Spurningin er hinsvegar hvort orðið sé “rangt”. Ég segi nei, en það er óheppilegt. Þetta er svona einsog að tala um kerlingu eða tittling, sem ólíkt t.d. “kynvillingar” eru ekki beinlínis rangt orð.

Ég man þekki t.d. “Gyðingur”, “hommi” og “kerling” sem skammaryrði, þó ég veigri mér ekki til að nota þessi orð í öðrum tilgangi. _ _ _ _ _ _ _

Orð um “afríska Bandaríkjamenn”? Minn skilningur þegar ég heyri orðin: Blökkumenn eru fyrir mér alsvartir íbúar hluta Afríku. Blámenn finnast sumstaðar, t.d. í Súdan. Svertingjar eru aftur á móti mis dökkir. Auk þess þekkir maður til múlatta, sem maður tengir við Suður-Ameríku, og hörundsdökkra, sem væru væntanlega líka blandaðir, þó það gæti allt eins verið Dalítar, Bengalir eða Kúbverjar. “Litaðir” er svo eitthvað sem ég veit aldrei hvað á að þýða.

Fyrst þessi umræða er farin af stað, hvernig viljið þið þýða orðið “hispanic”?

Ágúst sendi inn - 16.01.04 03:42 - (Ummæli #9)

Skv. mínum heimildum fæst Litli Svarti Sambó út um allt úti. En bara í sumum undarlegum bókabúðum í UK og USA er hann bókstaflega seldur undir borðið…. enda stórhættuleg vara.

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 16.01.04 06:49 - (Ummæli #10)

Ágúst leggur góð orð í belg eins og við mátti búast. Við þessa orðaumræðu má bæta því að skjátextaþýðendur leita alltaf að stystu orðunum því það gengur ekki að þýða allt frá orði til orðs. Við verðum að draga saman eftir bestu getu. Í þessu tilfelli var “negri” stysta orðið. “Svertingi” kom líka til greina en langhundur á borð við “Bandaríkjamaður af afrískum uppruna” er útilokaður. Skjátextar eru þjónusta við þá sem skilja ekki hið talaða mál nógu vel og þá sem þurfa á textun að halda, fólk sem les hægt eða er heyrnarlaust. Hver texti verður að vera á skjánum í minnst 3-4 sekúndur. Um þetta hafa verið skrifaðar lærðar greinar og bækur.

Spurt er um þýðingu á “hispanic.” Orðið “hispanicus” þýðir maður frá Hispania eða Spáni. Orðið vísar einnig til fólks frá rómönsku Ameríku (Latin America, þar sem Dan Quyale hélt að væri töluð latína). Ég hef notað þýðinguna “rómanskur” og “Rómani.”

Gísli sendi inn - 16.01.04 07:39 - (Ummæli #11)

“Chicago í Illinois hefur 3 milljónir íbúa (8 milljónir með útborgum; 35% negrar).” Þetta stendur á heimasíðunni nat.is/borgarferdir og getur fjandakornið varla verið hugsað sem móðgun! Eitt sinn þýddi ég viðtal við svartar fjölskyldur fólks sem flutt hefur aftur til Suðurríkjanna eftir að forfeður þeirra flýðu norður fyrr á 20. öldinni til að forðast rasisma. Aðspurður um hvernig hann liti á sig og litarháttinn m.t.t. orðavals svaraði einn fjölskyldufaðirinn: “I’ve been black since 1968!” Skv. því ættu orðin svertingi og svartur að vera fullboðleg ef menn vilja á annað borð leggja áherslu á hörundslit í umfjöllun sinni um fólk. Hvað orðið negri varðar leyfi ég mér að vísa til Zappa: “What is the ugliest part of your body? Some say your nose, others your toes, but I believe it’s your mind”.

Matti sendi inn - 16.01.04 08:42 - (Ummæli #12)

Ég er sammála því að bandarískt-afrískur eða eitthvað ámóta væri fáránleg orðnotkun fyrir Íslendinga.

Ég er þó ennþá á því að það eigi að nota “svertingi” í staðinn fyrir “negri”, enda heyrir maður “negri” miklu mun oftar notað í neikvæðum tilfellum heldur en “svertingi”.

Varðandi “hispanic”, þá sér maður það oftast þýtt sem “spánverji” eða “spænsk ættaður”, sem er auðvitað hneyksli. Það væri svipað og að kalla okkur “Dani” einfaldlega vegna þess að Danir réðu einu sinni yfir okkur.

Hins vegar finnst mér “Rómani” eða “Rómanskur” heldur ekki vera nógu sniðugt orð, þar sem “Hispanic” er alltaf notað yfir langflest fólk í Suður-Ameríku, líka þá sem eru komnir af innfæddum. Þannig að það er leit að almennilegu íslensku orði fyrir þennan menningarhóp.

Einar Örn sendi inn - 16.01.04 09:24 - (Ummæli #13)

Hlynur Freyr, formaður FÍÞ, lenti ekki í djúpum fyrir orðið negri. Það var helst vegna ummæla eins og “of latir til að berja af sér flugur”, og eitthvað um að senda fólk yfir hnöttinn til að grafa holu osfrv. Man þetta ekki allt, en það var ekki orðavalið negri, amk. ekki aðal atriðið.

Geiri sendi inn - 16.01.04 10:32 - (Ummæli #14)

“Hispanic” er notað um spænskumælandi fólk í bæði Mið- og Suður-Ameríku sem á íslensku hefur oft verið kölluð Rómanska Ameríka. Orðið er því ekki alveg út í hött og ég hef líka notað það þegar ekki hefur verið hægt að skrifa sig í kringum það. Gott væri þó að finna liprara orð og gagnsærra, þótt ekki væri nema vegna þess að í Rómaborg tala yfirleitt engir spænsku nema túrhestar og aðkomufólk!

Matti sendi inn - 16.01.04 10:46 - (Ummæli #15)

Hispanic er mjög oft notað yfir kynþáttinn, eða einfaldlega hvaða fólk er. Þannig er alltaf talað um “hispanic” þegar talað er um Brasilíumenn og til dæmis innfædda í Bólivíu, sem tala margir hverjir ekki spænsku.

Já, og svo eyddi ég út hérna tveim misfyndnum kommentum, sem mér fannst vera mjög rasísk. Ég var að reyna að skapa umræðu, en ekki bjóða uppá að fólk kæmi fram með einhverja niðrandi brandara.

Einar Örn sendi inn - 16.01.04 11:54 - (Ummæli #16)

Hvað með Spánverja? Tilheyra þeir ekki líka hispanic-kynstofninum? Það gerir það enn flóknara að þýða þetta orð. Nema með því að búa til orð eins og “Hispanar” sem er hægt að beygja eftir íslenskum reglum.

Hildur sendi inn - 16.01.04 12:56 - (Ummæli #17)

Ég er ósammála því að orðið “negri” sé túlkað sem niðrandi eða móðgandi í íslenskri tungu, það orð vísar í engu til eins eða neins annars en litar. Ef ekki má nota orð yfir fólk af því að það hefur verið beitt órétti s.s. þrælkun, yrðum við að finna ný orð yfir ansi mörg hugtök sem merkja hóp fólks. Það stingur mig því óendanlega mikið þegar þetta ágætisorð yfir ágætisfólk er notað í þýðingum yfir öll ljót niðrandi orð kynþáttafordómaseggja á enska tungu. Það er alveg ferlegt að með lélegum þýðingum á sjónvarpsefni sé verið að eyðileggja skynjun fólks á merkingu annars sakleysislegrar þýðingar sem á rætur að rekja til litarheitis.

Ég nota í daglegu tali hugtakið svertingi um fólk af afrískum uppruna, kalla sjálfa mig bleiknef enda er ég langt frá því að vera sem fönnin í framan og skil vel að fólk sem er í raun ekki svart heldur kannski súkkulaðibrúnt á litinn finnist þetta asnalegt að vera kennt við annan lit en það er í raun, en orðið sjálft á sér ekki uppruna í einhverri illsku. Mér finnst sjálfri frekar hallærislegt að kalla alla aðra en hvíta einhverju samheiti. Ef tala á um hörundsdökka er nær aldrei talað um um “hörundsljósa” í sama samhengi, mér finnst þessi sjálfgefni í íslenskunni gamaldags, en skiljanleg og hún er nú sjaldnast illa meint. Ég held að það sé alveg óþarfi að apa ofurviðkvæmni Ameríkana eftir á Íslandi. Ég vil nota góð og gild orð sem enga niðrandi merkingu bera í uppruna eða meiningu og útrýma misskilningi hjá þýðendum. Ef þýða á ljótu orðin yfir á íslensku verður að gera kröfu um að notuð séu ljót orð á okkar máli.

geimVEIRA sendi inn - 16.01.04 14:21 - (Ummæli #18)

Nice. Eg get nu ekki fallist a ad negri se nidrandi ord. Folki er i sjalfsvald sett hvernig thad tulkar thad og (tilviljanakennd?) tengingin vid enska utgafu af svipudu ordi er kannski ohjakvaemileg. Hins vegar er thad min upplifun ad i Ameriku thyki nu ekki skarra ad segja “black” thegar madur er bedinn ad lysa e-m. Alltaf jafn skemmtilega vandraedaleg thessi thogn sem er a medan eg er ad rifja upp hvernig madur segir “african-american” - Mer finnst jadra svolitid vid hraesni ad nota thad ord.. :o) Skemmtileg umraeda

Ragnar sendi inn - 16.01.04 14:42 - (Ummæli #19)

Annar annmarki á ,,Bandaríkjamaður af afrískum upprunalanghundinum er að það eru fleiri svartir en þeir sem eiga ættir sínar að rekja til Afríku. Einn kunningi minn er Pakistani með allra dekksta móti og varð sárreiður þegar einhver snillingurinn kallaði hann ,,African-American. Mér finnst annars ekkert að því að nota orð eins og negri, hommi eða kerling - í þýðingum eða daglegu máli. Þeir sem lesa einhvern ruddaskap út úr þeim dæma sig sjálfir. Eða hafa búið of lengi í Bandaríkjunum. :-)

Finnbogi sendi inn - 16.01.04 15:00 - (Ummæli #20)

Ég hef alltaf skilið þetta svona: negro úr spænsku/portugölsku sem þýðir “svart” Orðið festist við blökkumenn í ensku og niðrandi slangur kemur út frá því sem er nigger.

Svo komu mannréttindarfömuðir og vildu láta kalla sig svarta (black) en svo var það ekki nógu gott og þeir fóru að kalla sig african-american sem mér persónulega full langt gengið.

Sigurdur V. sendi inn - 16.01.04 21:03 - (Ummæli #21)

Mér finnst negri afskaplega léleg þýðing á african-american, þeir sem nota african-american eru að reyna að vera PC en þeir sem nota orðið negri eru ekki að reyna að vera PC. Þegar er verið að þýða PC ensku þá þýðir maður yfir á PC íslensku. Þýðandi á að ná svona blæbrigðum.

Er orðið negri niðrandi í sjálfu sér? Einu skiptin sem ég heyri orðið negri er þegar einhver rasisti er að tjá sig og þegar einhver er að vanda sig að vera ekki PC. Mér finnst fátt kjánalegra en að nota eitthvað orð bara af því það telst ekki vera PC.

Óli Gneisti sendi inn - 16.01.04 22:15 - (Ummæli #22)

Íslendingar eiga fremur erfitt með að gera sér grein fyrir þeim raunveruleika sem minnihlutahópar í ríkjum eins og Bandaríkjunum hafa þurft að sætta sig við. Þegar orðið Negri (Negro) var eiginlega lagt niður í kringum mannréttindabaráttru svartra Bandaríkjamanna og orðið Black tekið upp í staðinn var það mjög mikilvægt atriði í þeirri baráttu.

Þó að orðið Negro hafi ekki beinlínis verið niðrandi eins og t.d. orðið Nigger, þá felur það samt í sér ákveðið viðhorf um að viðkomandi (the negro) sé óæðri. Orðið Black átti aftur á móti að horfa til framtíðar og var ekki eins gildishlaðið og negro. Sérstaklega á þeim tíma þegar þessi skipti fara fram sást hugmyndafræðin á bak við breytingana vel með því að skoða hverjir völdu að nota þessi orð. Negro var aðalega notað af afturhaldsöflunum en Black notað af öflum frjálslyndis.

Síðan varðandi nokkur komment hérna um það að vegna þess að orðið Negri sé ekki tengt neinu niðrandi á íslensku þá er í lagi að nota það og að ef við ættum að finna nýtt orð yfir alla sem hafa verið kúgaðir í gegnum tíðina þá væri það ærið verk, þá tel ég þau dæma sig að mestu sjálf. Við hljótum að þurfa að taka tillit til vilja þeirra sem við nefnum einhverju ákveðnu nafni. Ef t.d. Írar yrðu alveg brjálaðir yfir því að vera kallaðir Írar álíti ég það sjálfsagt að við myndum kalla þá einhverju öðru nafni.

Núna vilja “negranir” ekki lengur vera kallaðir það, af hverju ekki að taka tillit til þess? Er það svo mikil vinna að við treystum okkur ekki til þess? Eitthvað segir mér að einhver pirringur í út í PCískan hugsunarhátt ráði för þegar menn mögla á móti þessu.

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 18.01.04 17:33 - (Ummæli #23)

B.t.w. svona í tilefni af umræðuefninu. Lagið er skrifað um einn af þekktustu áttakastöðum Mannréttindabaráttunar í USA.

Oxford Town, Oxford Town Ev’rybody’s got their heads bowed down The sun don’t shine above the ground Ain’t a-goin’ down to Oxford Town

He went down to Oxford Town Guns and clubs followed him down All because his face was brown Better get away from Oxford Town

Oxford Town around the bend He come in to the door, he couldn’t get in All because of the color of his skin What do you think about that, my frien’?

Me and my gal, my gal’s son We got met with a tear gas bomb I don’t even know why we come Goin’ back where we come from

Oxford Town in the afternoon Ev’rybody singin’ a sorrowful tune Two men died ‘neath the Mississippi moon Somebody better investigate soon

Oxford Town, Oxford Town Ev’rybody’s got their heads bowed down The sun don’t shine above the ground Ain’t a-goin’ down to Oxford Town

Oxford Town með Bob Dylan, af plötunni The Freewheelin´Bob Dylan

Strumpakveðjur :-)

Strumpurinn sendi inn - 18.01.04 17:40 - (Ummæli #24)
Núna vilja “negranir” ekki lengur vera kallaðir það, af hverju ekki að taka tillit til þess? Er það svo mikil vinna að við treystum okkur ekki til þess? Eitthvað segir mér að einhver pirringur í út í PCískan hugsunarhátt ráði för þegar menn mögla á móti þessu.

Nákvæmlega! Svertingjar álíta það móðgun þegar að fólk af öðrum litarháttum kalli þá “negra”. Þess vegna er ekki málið hvort að Jóni og Gunnu á Íslandi finnist það vera meinlaust, heldur snýst þetta um fólkið, sem við erum að vísa til. Þetta var það, sem mig langaði alltaf til að segja!

Við megum ekki blanda saman einhverjum pirringi útaf PC-isma, við það að við sýnum tillitsemi þegar við tölum um aðra.

Einar Örn sendi inn - 18.01.04 18:32 - (Ummæli #25)

Gott og vel, ég ætla hinsvegar áfram að tala um fóstrur og Félagsmálastofnun, örorkubætur og feitt fólk. Ekki leikskólakennara, Félagsþjónustu, samfélagslaun og þyngdarhamlaða.

Ekki það að ég hef aldrei notað orðið “negri” sjálfur, mér finnst það hinsvegar áhugaverð pæling hvort fólk “megi” nota það. Mér finnst nefnilega einhvern veginn oftast miklu meira máli skipta það sem fólk hugsar en það sem það segir :-)

Ágúst sendi inn - 18.01.04 22:39 - (Ummæli #26)

Sammála þessu síðasta hjá Ágústi. Ég tala líka sjálfur frekar um svertingja - mér er það einhvern veginn tamara. En hafa íslenskir svertingjar kvartað undan því að vera kallaðir negrar? Við erum jú að tala um íslensku en ekki ensku, er það ekki?

Finnbogi sendi inn - 19.01.04 08:13 - (Ummæli #27)

Ef menn vilja endilega vera pólitískt kórréttir að bandarískum hætti er svo sem hægt að þýða samsetninguna “African-American” með orðinu Afrókani / Afró-kani.

Matti sendi inn - 23.01.04 11:22 - (Ummæli #28)

Enn ein viðbótin við þetta: Students disciplined for award campaign. Reyndar frekar ótengt, en líka dálítið tengt. Fannst þetta athyglisvert að benda á þetta, en þetta var varla efni í nýja færslu.

Einar Örn sendi inn - 23.01.04 14:10 - (Ummæli #29)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu