« janúar 19, 2004 | Main | janúar 23, 2004 »

Stefnuræða Bush

janúar 21, 2004

Ég var að enda við að horfa á State of the Union ávarp George W. Bush og ef eitthvað er, þá hefur álit mitt á Bandaríkjaforseta aukist enn frekar við það áhorf.

Neeeei, djók! Alveg magnað bull á köflum í þessari ræðu. Bush endurspeglar allt, sem ég þoli ekki við íhaldsmenn. Einlæg sannfæring hans um að hann einn hafi rétt fyrir sér og viti hvað löndum sínum fyrir bestu er með öllu óþolandi.

Bush mótmælti hjónaböndum samkynheigðra, en eyddi varla einni mínútu í að tala um umhverfismál. Hvaða máli skiptir það fyrir Bandaríkjamenn og okkur öll að hommar og lesbíur fái að giftast í friði?

Einnig finnst mér mögnuð sú ótrúlega kjánalega trú íhaldsmanna í Bandaríkjunum að hægt sé að predika skírlífi fyrir unglingum og að það sé einhvern veginn góð lausn á vandamálum kynsjúkdóma. Ekki minnst einu orði á smokka, en peningum skal þess í stað eytt í að predika skírlífi.

Ég spyr, hvernig í andskotanum á að vera hægt að predika skírlífi til handa 16 ára gömlum strákum? Eina skírlífið, sem sá hópur stundar, er ekki af sjálfsdáðum.

Annars fjallar Ágúst Fl. líka um ávarpið í ágætum reiðipistli

190 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Stjórnmál

Gjaldtaka á leit.is

janúar 21, 2004

Magnað: Leit.is ætlar að taka upp gjald til fyrirtækja til að þau haldist inní leitargrunninum (via Katrínu)

Nokkuð athyglisverð orðaskipti inná "Hjalinu" milli höfundar þeirrar síðu og vefstjóra leitar.is. Ég sendi inn eftirfarandi ummæli:

Rakst á þessa umræðu í gegnum Katrínu.

Ég verð að segja að mér finnst þessi gjaldtaka á leit.is með ólíkindum. Fólk notar leit.is af því að fær upplýsingar um það, sem það óskar sér. Ef þessar upplýsingar verða aðeins takmarkaðar við fyrirtæki, sem borga, þá er hætt við því að áreiðanleiki þessarar leitarvélar minnki enn frekar.

Ég hef nokkrum sinnum talað um hversu gríðarlega óáreiðnaleg leitarvél leit.is er. Hvernig stendur til dæmis á því að þegar fólk leitar að Stalín, þá kemur mín síða fyrst upp? Á síðunni minni er ein mynd af styttu af Stalín! Eina trixið hjá mér er að setja orðið í titil pistils og þá er ég (nánast) án undantekningar kominn með efstu mönnum á leit.is?

Ég held úti tveim fyrirtækjavefjum og er alls ekki sáttur við þessa gjaldtöku. Fyrir mér er þetta nánast fjárkúgun: Borgaðu gjaldið, eða við tökum þig útúr gagnagrunninum. Þú segir:

Þau fyrirtæki sem ekki borga (og vilja þar af leiðandi ekki vera inn í leitargrunninum, detta úr leitargrunninum).

Hvernig geturðu fullyrt það að skortur á vilja til að borga jafngildi ósk um að vera ekki í leitargrunninum?? Ég vil gjarnan vera inní þessum leitargrunni, en ég er ekki tilbúinn að borga fyrir það. Ég borga ekkert til Google og sé því ekki ástæðu til að borga leit.is.

Mun gáfulegra væri að taka upp textaauglýsingar til hliðar við leitarniðurstöður, líkt og Google gerir. Það er mun sanngjarnari leið til tekjuöflunar.

277 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Netið

Top Módel leiðrétting

janúar 21, 2004

Hólí sjitt, var að sjá einhverja endurtekningu á þættinum af þessum America's Next Top Model. Í gær missti ég af 5 mínútum, þar sem kærasta þessar Ebony kom í heimsókn.

Við það tilefni sagði þessi Shannon, sem mér fannst svo sæt, eitthvað á þessa leið: "I don't approve of homosexuality, because it says so in the Bible". JÆJA, ég er hættur að halda með henni. Hún má alveg vera sæt í friði, og hoppa uppí sitt kristna rassgat.

Díses, hvað ég þoli ekki svona þröngsýnt fólk!

Held að ég verði að horfa á annan þátt til að finna einhvern keppanda til að halda með. Adrianne fær allavegana stig fyrir að vera frá Chicago og bera "Chicago" fram með alveg indislega Sjíkagóískum hreim: "Cheek AH Ga".

126 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33