« janúar 23, 2004 | Main | janúar 29, 2004 »

Skírlífi er lausn vandans!

janúar 25, 2004

Í framhaldi af skrifum um stefnuræðu Bush, þá er hérna snilldar listi, sem einhverjir Kristnir spekingar hafa sett saman:

100 atriði, sem pör geta gert í stað þess að stunda kynlíf. Þetta á víst að hjálpa fólki að forðast kynlíf einsog heitan eldinn þangað til það giftir sig. (via BB)

Meðal annars:

3. Put together a puzzle with 1,000 pieces.
6. Play hide-and-seek in a cornfield.
9. Pray together.
10. Do a crossword puzzle.
25. Make paper airplanes.
34. Color eggs–even if it isn’t Easter.
37. Go to a G-rated movie.
61. Read 1 Corinthians 13.
78. Run errands for your parents.

Jammmmm.

105 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Netið

Kort

janúar 25, 2004

Ég hef nokkuð lengi leitað að svona síðu og fann hana loksins á Metafilter. Á síðunni getur maður sett inn þau lönd, sem maður hefur farið til og þá býr síðan til kort af heiminum með þeim löndum merktum inná.

Síðan er reyndar ekki fullkomin, þar sem kortið er heldur lítið. En allavegana, ég merkti inn mín 31 lönd (13% af heiminum) og útkoman var svona (smellið á kortið til að fá stærri útgáfu):

Ef þið prófið þetta sjálf, endilega skellið kortinu ykkar í ummælin.

Uppfært: Núna er búið að bæta inn korti, þar sem maður getur valið hvaða fylki í USA maður hefur heimsótt.

Hérna er mitt kort:

110 Orð | Ummæli (14) | Flokkur: Ferðalög

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33