« janúar 29, 2004 | Main | febrúar 05, 2004 »

Vinna=Spennó, Einkalíf=leiðinlegt

janúar 30, 2004

Jedúddamía hvað það er lítið að gerast í mínu lífi utan vinnu. Síðustu vikur hafa verið mjög spennandi, skemmtilegar og erfiðar í vinnunni en utan vinnu hefur nánast ekki neitt gerst.

Jú, hélt starfsmannapartý Serrano hérna á föstudaginn, sem var alger snilld. Fyrir utan það hefur nánast ekkert gerst. Það er hálf skrítið að hafa ekkert að gera á kvöldin núna þegar mesta íbúðarvesenið er búið í bili.

Þegar vinnan spilar svona stóran hluta í lífi manns, þá er nú ekkert ýkja spennandi að halda úti þessari vefsíðu. Flestallt af því, sem ég geri í vinnunni vil ég ekki tala um, og auk þess efa ég að það yrði mjög spennandi.

Á morgun er ég að fara á ISM, sem er stærsta sælgætissýning í heimi, haldin í Köln. Það er tiltölulega stutt síðan ég var í Köln síðast og þetta er svosem ágætisborg. Höfum smá tíma lausan og ætli maður versli ekki eitthvað en það er fullt af skemmtilegum búðum í miðbænum.

Ok, þessi færsla er leiðinlegri en ég þorði að trúa. Vonandi hef ég eitthvað meira spennandi að skrifa um þegar ég kem heim.

186 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33