« mars 03, 2004 | Main | mars 06, 2004 »

Ðe Batselor

mars 04, 2004

Jæja, nýtt tímabil byrjað af Batchelor snilldinni. Sé ekki alveg hvað er svona æðislegt við þennan Bob, en hvað veit ég. Gaurinn er skemmtilegur og ætti að virka nokkuð vel sem fókuspunktur þáttanna.

Enn og aftur sanna þessir þættir fyrir okkur karlmönnum að það er nóg af alveg hræðilega desperate, sætum stelpum þarna úti. Sú besta ætlaði að vera búin að gifta sig 24 ára, en hún er einmitt 24 ára núna. Ég myndi forðast hana einsog heitan eldinn. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti hjónaböndum, en hún gæti verið orðin aðeins of desperate víst hún hefur innan við ár til að finna sér maka.

Annars voru stelpurnar, sem voru margar hverjar bara nokkuð sætar, alveg að tapa sér yfir þessu öllu. Þegar gaurinn gekk inn hrópuðu þær allar og klöppuðu í takt.

Einhvern veginn hefur það alltaf verið draumur minn að ganga inní herbergi fullt af sætum stelpum og að þær syngi allar í kór:

"Einar, Einar, Einar, Einar, Einar"

Mikið væri það gaman. Þær gætu svo allar sagt mér hvað ég væri sætur og skemmtilegur. Á um það bil þeim tímapunkti myndi hausinn á mér springa.

190 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Sjónvarp

Fundastress

mars 04, 2004

Daginn í dag byrjaði ég á námskeiði í því hvernig á að glíma við mikið álag í vinnu. Einsog eftir pöntun varð tíminn eftir hádegi hreinasta martröð. Ég hef sjaldan afgreitt jafn mörg mál á jafn stuttum tíma. Síminn var orðinn svo slæmur á tíma að ég lokaði fyrir öll símtöl bara til að ég gæti einbeitt mér í fimm mínútur.

Samt, þá elskaði ég hverja mínútu. Ótrúlegt hvað maður hleðst upp af orku þegar það er svona brjálað að gera.

Á morgun á ég bókaða 6 fundi. Það er að ég held persónulegt met. Þetta hleðst upp því ég er að fara til Barcelona á sunnudaginn. Ég vildi að þetta væri skemmtiferð en svo er ekki. Bara vinna.

Vonast þó til að hafa einhvern lausan tíma, enda er Barcelona æðisleg borg. Pottþétt ein af mínum uppáhaldsborgum. Hef reyndar bara komið einu sinni þangað en í það skipti eyddi ég tveim heilum vikum þar þegar fyrrverandi kærasta mín var au-pair í borginni. Það eina sem skemmdi fyrir borginni þar var að það var ógeðslega mikið af fólki alls staðar. Hef aldrei kynnst öðrum eins troðningi á öllum opinberum stöðum. Ekki í London, New York eða Moskvu. Hvergi er þetta jafn slæmt og yfir high-season í Barcelona.

206 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Vinna

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33