« Fundastress | Aðalsíða | Út »

Ðe Batselor

mars 04, 2004

Jæja, nýtt tímabil byrjað af Batchelor snilldinni. Sé ekki alveg hvað er svona æðislegt við þennan Bob, en hvað veit ég. Gaurinn er skemmtilegur og ætti að virka nokkuð vel sem fókuspunktur þáttanna.

Enn og aftur sanna þessir þættir fyrir okkur karlmönnum að það er nóg af alveg hræðilega desperate, sætum stelpum þarna úti. Sú besta ætlaði að vera búin að gifta sig 24 ára, en hún er einmitt 24 ára núna. Ég myndi forðast hana einsog heitan eldinn. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti hjónaböndum, en hún gæti verið orðin aðeins of desperate víst hún hefur innan við ár til að finna sér maka.

Annars voru stelpurnar, sem voru margar hverjar bara nokkuð sætar, alveg að tapa sér yfir þessu öllu. Þegar gaurinn gekk inn hrópuðu þær allar og klöppuðu í takt.

Einhvern veginn hefur það alltaf verið draumur minn að ganga inní herbergi fullt af sætum stelpum og að þær syngi allar í kór:

"Einar, Einar, Einar, Einar, Einar"

Mikið væri það gaman. Þær gætu svo allar sagt mér hvað ég væri sætur og skemmtilegur. Á um það bil þeim tímapunkti myndi hausinn á mér springa.

Einar Örn uppfærði kl. 23:49 | 190 Orð | Flokkur: Sjónvarp



Ummæli (1)


:-)

Talandi um að leyfa sér að dreyma :-) )

en ég meina.. já afhverju ekki hehe

Hjördís sendi inn - 05.03.04 01:32 - (Ummæli #1)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu