« apríl 17, 2004 | Main | apríl 19, 2004 »

Hamingja

apríl 18, 2004

marty.jpgTónlistin mín er endurheimt!

Ég eyðilagði (eða skemmdi réttara sagt) harða diskinn minn fyrir nokkrum vikum. Ég var alveg miður mín enda yfir 19.000 lög á disknum auk annarra mjög mikilvægra gagna. Ég sendi þetta í viðgerð en ekkert gekk. Ég frétti þó af einni þjónustu, sem sendir diska til Bretlands á einhverja stofu þar.

Ég ákvað að láta verða af því að senda diskinn út, þrátt fyrir að kostnaðurinn hefði verið mjög hár. Ákvað að gögnin sem voru á disknum og sá tími, sem fór í tónlistarsöfnun, væru gjaldsins virði.

Diskurinn kom svo til landsins á föstudaginn. Ég skellti honum í tölvuna, fagnaði því að allt væri í lagi, tengdi svo FireWire disk við til að afrita gögnin og PÚFF, diskurinn hvarf af desktopinu. Ég hélt að ég hefði eyðilagt diskinn aftur. Ég fór því til Jensa og við böksuðum við þetta í einhvern tíma, en ekkert tókst þar til ég keypti rétta forritið á laugardaginn.

Núna er semsagt öll tónlistin komin aftur. Mikið er það ótrúlega góð tilfinning.


Það er einnig góð tilfinning að hafa slappað af um helgina í stað þess að fara á djamm. Ég var búinn að ákveða það fyrir helgina að djamma ekkert, þar sem ég var hálf þreyttur og er auk þess á leið til útlanda um næstu helgi. Því fór ég í rólegt matarboð á föstudaginn og horfði á sjónvarpið í gær.

Ég horfði á Marty, sem vann Óskarsverðlaunin sem besta myndin árið 1955. Frábær mynd, sem ég keypti á DVD útí London. Fjallar um Marty, sem er orðinn langþreyttur á að eltast við stelpur um helgar. Einsog hann segir:

I’ve been looking for a girl every Saturday night of my life. I’m thirty-four years old. I’m just tired of looking, that’s all. I’d like to find a girl.

Voðalega sætt allt, og Ernest Borgnine er æðislegur sem Marty. Hann ákveður auðvitað að fara á eitt djamm í viðbót, þar sem hann hittir stelpu, sem öllum nema honum finnst vera ljót, og verður ástfanginn. Einföld og frábær mynd.

Þessi mynd, Marty, var einmitt mjög mikilvægur punktur í mynd, sem var gerð fyrir 10 árum. Þeir sem vita hvaða mynd það er eru miklir spekingar

362 Orð | Ummæli (8) | Flokkur: Kvikmyndir & Tónlist

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33