« apríl 27, 2004 | Main | apríl 29, 2004 »

MSN sem samskiptamiðill

apríl 28, 2004

Ég er með kveikt á MSN (einarorn77 (at) hotmail.com) mestallan daginn. Ég nota forritið ekkert svakalega mikið og kontaktlistinn minn er ekkert gríðarlega stór. Það er þó alltaf kveikt á forritinu og ég kíki mjög oft til að sjá hverjir eru á netinu.

Fyrir utan vini og nokkra kunningja, sem ég hef kynnst í gegnum netið, þá er ég með fyrrverandi kærustur á kontakt listanum mínum. Það er nokkuð skrítið. MSN er nefnilega ólíkt tölvupósti og síma að því leiti að forritið minnir mann sífellt á þá sem maður þekkir. Í hvert sinn sem fyrrverandi kærasta kveikir á tölvunni sinni, þá er ég látinn vita af því með hljóði og stórum skilaboðum. Þetta er dálítið skrítið.

Ég hef ekki talað við þessar stelpur í þónokkuð langan tíma. Ég er þó vinur þeirra og finnst ágætt að hafa þær á listanum. Samt finnst mér stundum dálítið óþægilegt að hafa þær þarna inná MSN. Þegar þær sign-a sig inn þá líður mér oft einsog ég þurfi að segja eitthvað. Oft líður mér einsog ég þurfi að tala við fólk sem er að sign-a sig inn, eða er búið að vera online lengi.

Mér finnst einhvern einsog ég sé dálítið dónalegur að spjalla ekki við fólk lengi á MSN. Ef maður hringir ekki í einhvern aðila í langan tíma, þá getur maður sagt að maður hafi verið busy eða notað einhverja ámóta lélega afsökun. Með MSN þá hefur maður enga slíka afsökun. Viðkomandi sér það greinilega að maður hefur bara verið að hanga á netinu og hefur því enga afsökun fyrir samskiptaleysinu.


Þetta er snúið dæmi. MSN er þó skemmtilegur miðill, því maður talar oft um aðra hluti en maður myndi gera í síma. Einnig virðist fólk vera óhræddara að tala um viðkvæm mál á MSN, mál sem þetta fólk myndi aldrei segja mann í síma. Á vissan hátt er fólk ófeimnara.

Ég hef líka lent í því að tala við stelpu, sem ég er (eða kannski var) skotinn í, á MSN. Þá hef ég mikið spáð í því hvort viðkomandi vilji tala meira við mig. Viðkomandi sign-ar sig kannski inn en spjallar ekkert við mig. Er það vegna þess að hún vill ekki tala við mig, eða er hún bara að kveikja á tölvunni sinni til að skoða mbl.is? Er þetta bara ég, eða finnur fleira fólk fyrir þessu? Stundum er ég með kveikt á MSN vegna þess að ég er að hlusta á tónlist á tölvunni. Finnst kannski einhverjum á kontakt-listanum ég vera leiðinlegur fyrir að tala ekki við sig?

419 Orð | Ummæli (8) | Flokkur: Netið

Frétt ársins

apríl 28, 2004

Íslensku forsetahjónin í samkvæmi til heiðurs Michael Caine

Ja hérna!

10 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33