« maí 22, 2004 | Main | maí 25, 2004 »

Au revoir Houllier

maí 24, 2004

hooooooou.jpgHvað getur maður sagt? Liverpool rak Houllier. Maður á ennþá pínulítið bágt með að trúa þessu. Liverpool hefur ekki rekið þjálfara í 50 ár. Síðast þegar þeir gerðu það, þá réðu þeir Bill Shankley, sem var upphafið að gullaldarskeiði liðsins.

Ég hef haldið því fram í meira en ár að Liverpool þurfti að losa sig við Houllier. Á tímabili var ég svo dapur yfir gengi liðsins að ég beinlínis vonaði að þeir myndu tapa, svo að Houllier yrði rekinn. Það var þó að ég held bara í einum leik. Ég sá á endanum að ást mín á Liverpool var sterkari en óbeit mín á Houllier :-)


Ég dýrkaði Houllier einu sinni. Ég trúði því statt og stöðugt að hann væri maðurinn, sem myndi rétta liðið við. Eftir þrennutímabilið var ég sannfærður um að hann gæti ekki gert mistök, en svo byrjuðu þau að koma í stríðum straumum, sérstaklega eftir að hann fékk hjartaáfallið.

Undanfarið hefur hann svo verið örvæntingarfullari með hverjum deginum. Í byrjun síðasta tímabils spilaði liðið skemmtilegan fótbolta en úrslitin voru ekki hagstæð og því fór hann aftur í sama varnarboltann án þess að úrslitin bötnuðu. Í lok þessa tímabils var öllum ljóst að Houllier væri ekki að valda starfinu.

Ég er sannfærður um að þetta er það eina, sem Liverpool gat gert í stöðunni. Þrátt fyrir að ég hafi gagnrýnt hann fyrir ansi margt, þá á hann hrós skilið fyrir margt. Framkoma hans á þessu tímabili var óþolandi, en það var augljóst að hann trúði því virkilega að hann væri að gera hluti, sem myndu koma klúbbnum til góða.


Ég gæti sennilega skrifað lengi um öll mistökin hans Houllier og hef reyndar gert það nokkrum sinnum í pistlum hér 1 2 3 4. Núna er hins vegar ekki tíminn til að tala um mistökin hans Houllier heldur horfa fram á veginn. Ef Liverpool fær réttan þjálfara, þá eru liðinu allir vegir færir.

Houllier hefur gert margt gott í gegnum tíðina. Öll aðstaða og vinnubrögð hjá liðinu eru mun meira professional í dag en þau voru fyrir 6 árum. Hann keypti frábæra leikmenn einsog Hyppia og Kewell til liðsins og Owen og Gerrard hafa blómstrað undir hans leiðsögn. Við unnum líka 6 titla, sem er svosem ekki slæmur árangur.

En Liverpool er langt á eftir Arsenal og það er óþolandi. Ég er vissum að þetta var rétt ákvörðun hjá stjórninni og ég er sannfærður um að framtíðin er björt fyrir Liverpool.

403 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Liverpool

Houllier fer!

maí 24, 2004

Úffff. Svo virðist sem Houllier verði látinn fara í hádeginu.

Þetta verður einhver merkasti dagur í sögu Liverpool ef það er rétt.

22 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Liverpool

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33