« maí 26, 2004 | Main | maí 29, 2004 »

Hverjum ertu lík(ur)?

maí 27, 2004

Þetta er alveg stórskemmtilegt: Star Estimator. Þarna getur maður sett inn mynd af sér og með einhverjum óskiljanlegum aðferðum finnur vefsíðan fólk, sem er með svipaða andlitsdrætti.

Allavegana, ég setti inn mynd af mér og samkvæmt niðurstöðunum er ég líkur Anthony Hopkins (Hannibal Lecter), Sean Connery (James Bond) og Christopher Reeve (Superman).

Það fyndnasta er samt að Katrín sendi inn mynd af rassinum sínum (eða svo segir hún allavegana) og rassinn á henni er líka líkur Christopher Reeve. Þannig að ég og rassinn hennar Katrínar eigum greinilega eitthvað sameiginlegt.

En semsagt, ef þið hittið mig útá götu og ruglist á mér og Superman eða James Bond, þá er það ekkert skrítið :-)


Uppfært: Mér fannst þetta skemmtilegt, þannig að ég ákvað að prófa fleiri myndir af mér. Þetta kom út:

George Clooney, Rutger Hauer, Ewan McGregor
Rutger Hauer, Robert Downey, Clint Eastwood
Orlando Bloom, Mark Wahlberg og Paul McCrane
Rutger Hauer, Arnold Schwarzenegger, Clint Eastwood

Það er gaman að velta því fyrir sér hvað er eins á myndunum. Hjá McGregor, Clooney og mér er það greinilega brosið, en á sumum myndum finn ég ekkert sameiginlegt.

Það eru tveir aðilar, sem komu oftar en einu sinni. Clint Eastwood kom tvisvar, sem ég fatta ekki alveg og svo kom Rutger Hauer í þremur af fjórum skiptum. Það er nokkuð magnað. Auðvitað er þetta tómt bull í flest skiptin, en þetta er samt skemmtilegt. :-)

232 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33