« Ræktin | Aðalsíða | Al Gore »

Hverjum ertu lík(ur)?

maí 27, 2004

Þetta er alveg stórskemmtilegt: Star Estimator. Þarna getur maður sett inn mynd af sér og með einhverjum óskiljanlegum aðferðum finnur vefsíðan fólk, sem er með svipaða andlitsdrætti.

Allavegana, ég setti inn mynd af mér og samkvæmt niðurstöðunum er ég líkur Anthony Hopkins (Hannibal Lecter), Sean Connery (James Bond) og Christopher Reeve (Superman).

Það fyndnasta er samt að Katrín sendi inn mynd af rassinum sínum (eða svo segir hún allavegana) og rassinn á henni er líka líkur Christopher Reeve. Þannig að ég og rassinn hennar Katrínar eigum greinilega eitthvað sameiginlegt.

En semsagt, ef þið hittið mig útá götu og ruglist á mér og Superman eða James Bond, þá er það ekkert skrítið :-)


Uppfært: Mér fannst þetta skemmtilegt, þannig að ég ákvað að prófa fleiri myndir af mér. Þetta kom út:

George Clooney, Rutger Hauer, Ewan McGregor
Rutger Hauer, Robert Downey, Clint Eastwood
Orlando Bloom, Mark Wahlberg og Paul McCrane
Rutger Hauer, Arnold Schwarzenegger, Clint Eastwood

Það er gaman að velta því fyrir sér hvað er eins á myndunum. Hjá McGregor, Clooney og mér er það greinilega brosið, en á sumum myndum finn ég ekkert sameiginlegt.

Það eru tveir aðilar, sem komu oftar en einu sinni. Clint Eastwood kom tvisvar, sem ég fatta ekki alveg og svo kom Rutger Hauer í þremur af fjórum skiptum. Það er nokkuð magnað. Auðvitað er þetta tómt bull í flest skiptin, en þetta er samt skemmtilegt. :-)

Einar Örn uppfærði kl. 21:13 | 232 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (6)


Rassinn á Katrínu ~ Christopher Reeves?!? … Tilhugsunin hræðir mig. hrollur

Már sendi inn - 27.05.04 21:58 - (Ummæli #1)

Ég fékk Leonardo DeCaprio, Marlon Brandon (í byrjun ferilsins verð ég að taka það fram) og Gary Oldman.

Ég er æði!

Gummi Jóh sendi inn - 27.05.04 22:07 - (Ummæli #2)

Gummi, þannig að þú lítur út einsog Drakúla?

Og Már, hvaða tilhugsun? :-)

Einar Örn sendi inn - 27.05.04 22:16 - (Ummæli #3)

Hégómagirndin kallar á þetta.

George Clooney, Michael Owen og Ewan McGregor eru líkir bankabió útgáfu 2004. Reyndar prófaði ég mynd af Dilbert og hann er líka líkur Clooney en við bætist Bill Gates og Hugh Grant. Eru Bill Gates og Clooney líkir.

David Beckham, Richard Gere og Timothy Dalton eru líkir bió í í partí hjá guðjóni árið 2002.

Bió árgerð 1997 er svo líkur Orlando Bloom, Russell Crowe og John Cusack.

Athyglisverðastur er þó gindrekkandi og syngjandi hagfræðineminn. Hann á mest sameiginlegt með Mark Wahlberg, Orlando Bloom og Bruce Willis.

Ótrúlegt að fyrirsætusamningarnir hafi látið á sér standa fyrst maður er svona svakalega líkur öllum þessum stjörnum :-) .

Ég held það segi meira um mann að hafa leikið sér með þetta heldur en það hverja maður fær sem “niðurstöðu”.

Samt dálítið fyndið.

bió sendi inn - 27.05.04 23:03 - (Ummæli #4)

ég sendi líka venjulegar myndir.. fyndið hvað mar getur festst (?) í þessu.. ég var oftast lík whitney houston og cameron diaz.. hehe en það var samt sniðugast að senda rassinn :-)

katrín sendi inn - 28.05.04 10:54 - (Ummæli #5)

Já maður, ég var að gera þetta um daginn, brjálað egóbúst sem fylgir þessu. Hef fengið Audrey Hepburn (ekkert leiðinlegt), Juliu Roberts, Sharon Stone, Jennifer Love Hew… (sjitt, hvernig skrifar maður þetta eiginlega?), Britney (átrúnaðargoðið mitt), Courtney Cox, Sally Field… Þetta er fáránlega skemmtilegt.

Hildur sendi inn - 30.05.04 17:44 - (Ummæli #6)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu