« júlí 04, 2004 | Main | júlí 06, 2004 »

Einar Örn tekur til í ríkisfjármálum

júlí 05, 2004

Ég líð gríðarlegar þjáningar í hverjum mánuði þegar ég sé hversu mikill hluti af tekjum mínum fer í skatta.

Þess vegna er mér annt um að spara í ríkisfjármálum. Ólíkt Sjálfstæðisflokknum, sem bara vilja minnka tekjurnar, þá vil ég líka minnka gjöldin. Nú hef ég fengið byltingarkennda hugmynd til sparnaðar í ríkisfjármálum:

Segjum upp öllum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, nema Davíð.

Þetta er svo snjallt að það er ekki fyndið. Davíð myndi einfaldlega fá 22 atkvæði á Alþingi og gæti því klárað öll mál einn. Hugsið aðeins útí þetta.

Hverju myndi þetta breyta?

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru alltaf allir sammála Davíð! Alltaf! Sama hversu málstaður Davíðs er slæmur. Til hvers að borga 22 mönnum laun fyrir það eitt að segja “já og amen” þegar Davíð leggur eitthvað fram? Eini munurinn er að þá þyrftum við ekki að hlusta á Einar K. Guðfinnson og Guðlaug Þór hylla allt sem Davíð gerir. Davíð myndi bara sjá um þetta allt.

Sjáiði bara þetta kvót hjá Einari K. um umræður í þingflokkinum um breytingarnar á fjölmiðlalögunum:

“Það tjáðu sig mjög margir og allir voru mjög ánægðir og sáttir við niðurstöðuna.”

Þannig að í þessu umdeildasta máli síðari ára eru allir jafn ánægðir og sáttir þegar ríkisstjórnin hrifsar frá þjóðinni vald hennar til að greiða atkvæði. Ekki einn stóð upp og sagði eitthvað neikvætt. Neibbs, Davíð var búinn að gefa fyrirskipunina.

Þessi tillaga mín myndi líka spara tíma. Næst þegar Davíð fengi snilldar hugmynd þá myndi það ekki taka heila þrjá daga þangað til að lagafrumvarpið er tilbúið, heldur gæti Davíð bara klárað þetta heima hjá sér á einu kvöldi. Ég hreinlega get ekki séð neina ókosti við þessa tillögu mína. Þetta myndi spara milljónir.

Uppfært (eftir fréttagláp, Ísland í Dag og Kastljós):

  • Steingrímur J. er snillingur! Bæði fyrir að láta Halldór Blöndal ekki vaða yfir sig og svo þegar hann tók Geir í nefið á Stöð 2. Málið er að Steingrímur trúir á málstað sinn, en Geir er að verja málstað Davíðs. Maður sér að Geir er ekki rólegur þegar hann er að verja málstað, sem hann veit að er slæmur.

  • Einnig: Ætti ekki að gefa Guðna Ágútssyni einhver verðlaun fyrir að hafa bullað nær stanslaust í gegnum heilan Kastljósþátt? Hann ætlaði alveg að snappa þegar Kristján í Kastljósinu saumaði að honum. Kristján er hetja. Hann er búinn að vaxa í áliti hjá mér aftur eftir Davíðsviðtalið.

  • Heldur einhver virkilega að þetta hafi snúist um 5% og 10%? Eru menn alveg veruleikafirrtir?

  • Getur ríkisstjórnin hugsanlega minnkað enn frekar í áliti hjá mér? Ég bara trúi því ekki! Davíð kallaði lausnina snjalla. Hann var glaður útaf því að honum fannst hann hafa snúið á þjóðina.

  • Hvernig nenni ég að láta þessa menn fara í taugarnar á mér. Ég á að vita betur en svo að gera einhverjar væntingar til míns gamla flokks.

  • Guði sé lof fyrir að Davíð er að hætta. Verst að Halldór er alveg jafn slæmur.

486 Orð | Ummæli (4) | Flokkur: Stjórnmál

Kæri Davíð

júlí 05, 2004

Kæri Davíð,

Við erum ekki öll hálfvitar.

Með kveðju,

fyrir hönd íslenskra kjósenda
Einar Örn Einarsson

16 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33