« júlí 14, 2004 | Main | júlí 16, 2004 »

Ég og iPod-inn minn

júlí 15, 2004

ipod45.jpgNúna er talið að Apple, yndislegasta tölvufyrirtæki muni kynna nýja gerð af iPod í næsta mánuði. Núverandi iPod-ar rúma 40GB af tónlist, en talið er að þeir nýju muni rúma allt að 60GB. Einnig er talið að þeir verði minni og fáanlegir í mörgum litum.

Núna er spennandi að sjá hvort að nýji iPod-inn verði nógu spennandi til þess að ég verði fársjúkur, reyni að selja iPod-inn minn og verði svo ekki í rónni fyrr en ég hef keypt mér einn af þessum nýju. Ég er nefnilega tækjasúkur.

Ég elska líka iPod-inn minn.

Ég elska hann, sennilega jafn heitt og hægt er að elska rafmagnstæki. Hann er ómissandi hluti af mínu lífi. Hann heldur mér á lífi í ræktinni og ég get varla hugsað mér ferðalög án þess að hann sé með í för. Ég hef átt hann í ár og það er hreint með ólíkindum að hugsa sér hversu miklu hann hefur breytt. Þetta litla tæki er æði.

159 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Tækni

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33