« júlí 13, 2004 | Main | júlí 15, 2004 »

Ungir framsóknarmenn

júlí 14, 2004

Í Íslandi í dag var viðtal við engan annan en: Formann Ungra Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi Suður! HA ha hahaha!

Það þarf enginn að segja mér að í því félagi séu meira en 5 félagar :-)

Uppfært: HA HA ha ha! Formaðurinn er tengdasonur Halldórs Ásgrímssonar. Það er sennilega eina leiðin til að fá ungt fólk í flokkinn. Dóttir Guðna Ágústss er líka ýkt sæt, þannig að þar mun ábyggilega bætast við annar nýr framsóknarmaður. Snilld! Framsóknarmenn eru æði.

78 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Stjórnmál

Teljarablogg

júlí 14, 2004

Sko, ég veit að allir hata bloggfærslur um tölfræði eða “vinsældir” viðkomandi bloggs. Þess vegna hef ég aldrei skrifað um slíka hluti á þessari síðu.

En samt, þá ákvað ég fyrir 3 vikum (23. júní) að setja upp teljara á síðuna. Ég hef aldrei haft teljara á síðunni áður, þannig að ég vissi ekkert hverju á átti von á. Ég veit ekki almennilega af hverju ég hef ekki haft teljara hingað til. Eflaust vegna þess að til að byrja með var ég handviss um að enginn læsi síðuna og vissi að ef ég fengi staðfestingu á því, þá myndi ég fara í fýlu og gefast upp.

Svo komu kommentin á síðuna og mat ég þá oft færslurnar á því hversu margir kommentuðu á færslur. Kommentunum hefur fjölgað með mánuðunum og núna er svo komið að á þessum tveimur árum, sem hægt hefur verið að kommenta á færslur, hafa komið um 2.050 komment á þessari síðu.

En ég varð forvitinn að vita hversu margir skoðuðu síðuna, því ég geri mér grein fyrir að það eru ansi margir sem heimsækja þessa síðu án þess að kommenta. Ég kommenta t.d. mjög sjaldan á flestum af uppáhaldssíðunum mínum. Ég hef verið að lenda í því að ólíklegasta fólk segist lesa síðuna mína.

Þess vegna setti ég upp teljara og eru niðurstöðurnar athyglisverðar. Á hverjum degi heimsækja um 320 manns þessa síðu. Flettingar hjá þessum 320 aðilum eru um 420 á dag.

Af þessum 320 koma um 25% af Nagportal og um 5% koma af leitarvélunum, Google og Leit.is. Þetta þýðir að um 220 manns að meðaltali stimpla á degi hverjum eoe.is inní vafrann sinn. Það þykir mér magnað. Eflaust eru einhverjir, sem koma oftar en einu sinni á dag, en á móti eru sennilega margir sem koma hingað 2-3svar í viku.

Þessar tölur eru umtalsvert hærri en ég átti von á, sérstaklega þar sem þessar tölur eru fyrir júlí mánuð. Ég hafði ímyndað mér að um 60-70 manns læsu þessa síðu. Þar tók ég mið af þeim, sem kommenta hérna reglulega, en sá hópur er kannski um 30 manns. Það virðist hins vegar mjög mikið af fólki, sem kommentar aldrei og er það sennilega bara fullkomlega eðlilegt.

Ok, núna er ég semsagt búinn með teljarablogg og lofa því að það verði langt í aðra slíka færslu.

382 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Netið

Staðhæfingar í Fahrenheit 911

júlí 14, 2004

Michael Moore listar heimildir fyrir staðhæfingar sínar í mynd sinni Fahrenheit 9/11.

Genni, þér er velkomið að kommenta :-)

19 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Kvikmyndir

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33