« júlí 12, 2004 | Main | júlí 14, 2004 »

Mest spiluðu lögin

júlí 13, 2004

Frá því að iTunes byrjaði að telja hversu oft maður hefur hlustað á hvert lag, þá hef ég mikið spáð í þeirri tölfræði. iTunes telur í hvert skipti sem ég hlusta á lag bæði í Makkanum mínum, sem og iPodinum mínum.

Það væri vissulega gaman að getað haft þessa statistík fyrir allt mitt líf, en því miður byrjar þessi tölfræði ekki fyrr en fyrir rúmu ári, í byrjun árs 2003. Það er hins vegar athyglisvert að skoða hvaða lög eru vinsælust hjá mér á þessu ári. Ég ætla að setja hérna inn mest spiluðu lögin frá upphafi í iTunes og fyljgast svo með því hvernig þessi listi mun breytast eftir því, sem tíminn líður. Svona lítur þetta út í júlí 2004:

  1. True Love Waits - Radiohead - 60 skipti
  2. Last Goodbye - Jeff Buckley - 50 skipti
  3. Senorita - Justin Timberlake - 50 skipti
  4. Take Me Out - Franz Ferdinand - 46 skipti
  5. Hurt - Johnny Cash - 46 skipti
  6. Cry Me A River - Justin Timberlake - 43 skipti
  7. Galapogos - The Smashing Pumpkins - 38 skipti
  8. Everything’s not lost - Coldplay - 37 skipti
  9. Reptilia - The Strokes - 36 skipti
  10. Lose Yourself - Eminem - 32 skipti

Ég veit ekki hvort ég hef áður talað um True Love Waits, en ég uppgötvaði það lag fyrir sirka ári og það er æði. Eitt af uppáhaldslögunum mínum. Sem og Last Goodbye. Bæði frábær. Það kom mér ekkert á óvart að þau skyldu vera efst. Einnig er það ekki skrítið að Reptilia og Take me Out skuli vera ofarlega. Já og náttúrulega Justin.

Uppfært: Hólí krapp, Gummijóh með snilldar skúbbb. Hann segir að Franz Ferdinand muni spila á Íslandi í desember. Það væri svoooooooo mikil schniiiiiilld. Það gæti alveg verið að ég myndi hoppa þegar þeir tækju Take Me Out! Ó hvað ég vona að þetta sé satt og rétt.

320 Orð | Ummæli (10) | Flokkur: Tónlist

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33