« ágúst 15, 2004 | Main | ágúst 17, 2004 »

Bandaríkjaferð

ágúst 16, 2004

Jæja, þá eru ekki nema 5 dagar þangað til að ég fer í frí. Ég ákvað að taka sumarfrí svona seint til að reyna aðeins að lengja sumarið, þrátt fyrir að ég geri mér ekki alveg grein fyrir því í hvað þetta sumar hefur farið.

Allavegana, ég er að fara til Bandaríkjanna á laugardaginn. Ætla að hitta fullt af gömlum vinum og verða í Bandaríkjunum í 4 vikur.

Planið er lauslega þannig að ég ætla að fljúga til Washington D.C., þar sem ég ætla að gista hjá Genna og Söndru, vinum mínum sem búa þar. Frá D.C. ætla ég að fara til Chicago, þar sem ég ætla að eyða lengsta tímanum, enda á ég flesta vini í þeirri borg. Ætla að gista hjá Dan vini mínum, sem býr rétt hjá Wrigley Field. Ég ætla að eyða um 10 dögum í Chicago, hitta vini, fara á baseball leiki og á djammið.

Frá Chicago fer ég til Las Vegas með Dan vini mínum (og kannski einni vinkonu okkar líka). Þar ætlum við að eyða helginni saman. Þau fara svo á sunnudegi, en ég ætla að eyða tveim dögum í að skoða Grand Canyon.

Næsta stopp er ekki alveg ákveðið, en ég ætla að hitta Grace vinkonu mína, sem býr í Los Angeles. Það gæti þó verið að við myndum bara hittast í San Fransisco og ég myndi eyða tímanum þar í stað L.A. Einhvern veginn heillar San Fransisco mig meira en Los Angeles.

En allavegana, þaðan ætla ég til New York, þar sem ég ætla að gista hjá Ryan, herbergisfélaga mínum frá því í háskóla. Hann býr þar ásamt Kate kærustu sinni. Frá New York er það svo planið að taka lest niður til DC og þaðan heim til Íslands.

Þetta hljómar frekar mikið, en ég er að vona að þetta verði ekki dýrt. Fæ að öllum líkindum ókeypis gistingu alls staðar nema í Las Vegas (þar sem gistingin er fáránlega ódýr). Svo eru flugin innan Bandaríkjanna líka fáránlega ódýr.

En allavegana, get ekki beðið eftir því að komast burt. Sleppa við umtal, flækjur, vesen, stress og allt bullið hérna heima. Ég þarf frí.

352 Orð | Ummæli (3) | Flokkur: Ferðalög

Chavez áfram! Ó kræst!

ágúst 16, 2004

0602chavez.jpgJæja, nú geta þeir á Múrnum fagnað, því svo virðist sem að Hugo Chavez hafi unnið þjóðaratkvæðagreiðsluna um það hvort hann ætti að fá að sitja áfram.

Chavez er vondur forseti, sama þótt að Múrsverjar horfi með aðdáunaraugum til þess að sum verkefni hans þykji “minna mjög á fyrstu ár byltingarinnar á Kúbu”.

Venezuela er ríkt af olíulindum, en ótrúlega spilltum og vitlausum stjórnmálamönnum hefur tekist að klúðra öllum olíugróðanum og landið er eitt það fátækasta í Ameríku. Chavez lofaði öllu fögru þegar hann var kosinn fyrir fjórum árum, en hann hefur ekki staðið við margt af því.

Meðallaun eru núna á sama plani og þau voru í kringum 1950 og atvinnuleysi hefur aukist uppí 16%. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að olíuverð sé með allra hæsta móti. Guð hjálpi Venezuela-búum ef að Chavez hefði verið við völd þegar olíverð var lágt.

Hann hefur einnig gert sem allra mest til að auka völd sín og hefur m.a. gert hæsta réttinn nánast sinn eigin, bæði með því að fjölga dómurum og með því að koma þar fyrir vinum og vandamönnum.

Þeir á Múrnum ættu að finna sér skárri þjóðarleiðtoga til að verja, heldur en Hugo Chavez.

Uppfært: Sverir J. kommentar á þessa færslu á sinni síðu og ég svara honum hér.

210 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33