« október 11, 2004 | Main | október 13, 2004 »

Bandaríkjaferð 10: Vegas!

október 12, 2004

Það eru orðnar nokkrar vikur síðan ég kom heim og ég hef alltaf frestað því að klára að skrifa ferðasöguna. Ég var nokkuð duglegur við að skrifa frá Bandaríkjunum, en þó vantar Las Vegas, Los Angeles, San Fransisco og New York. Byrjum á Las Vegas


Las Vegas var æði!

Það er eiginlega erfitt að lýsa þessari borg, en hún er allt, sem ég óskaði eftir. Hávær, litrík, björt, full af fallegu stelpum, spilavítum og áfengi. Sin City er svo sannarlega rétt nafn fyrir borgina.

Við Dan gistum á Luxor, sem er riiiisastórt hótel í laginu líkt og píramíði. Gistingin í Las Vegas er frekar ódýr, enda búast hótelin við að maður eyði peningunum á spilavítinu. Á Luxor var risastórt spilavíti, um 10 veitingastaðir, bíó, um 20 verslanir og kirkja. Já, allt þetta inná hótelinu. Eftir aðalgötunni í Las Vegas eru um 30 svona risahótel, öll troðfull af fólki.

Við vorum komnir þarna til að gambla og þiggja frítt áfengi fyrir. Báðir höfðum við sett okkur hófleg takmörk fyrir því, sem við vorum tilbúnir að tapa. Það er skemmst frá því að segja að þetta byrjaði ekki vel fyrir okkur.

Fyrst kvöldið höfðum við ætlað okkur að byrja að spila um kl. 9 (eftir langan göngutúr eftir “The Strip”. Við plönuðum að spila til svona 1 og fara þá á klúbba. Jæja, það gekk ekki alveg eftir. Við settumst jú við borðin kl. 9, en aftur á móti fórum við ekki útúr spilavítinu fyrr en um kl. 4. Þetta var bara alltof skemmtilegt til að hætta. Við spiluðum mest BlackJack og einnig rúllettu. Þetta gekk hræðilega í byrjun og við vorum næstum búnir að eyða öllu því, sem við ætluðum okkur að eyða.

En heppnin snérist smám saman og vorum við komnir á mjög gott ról undir það síðasta. Spilavítin virka þannig að maður fær endalaust ókeypis áfengi svo lengi sem maður sé að gambla. Við nýttum okkur það ágæta tilboð.

Við enduðum svo kvöldið á að fara á næturklúbb, enda voru hefðbundnir klúbbar þá lokaðir og vorum þar til um 7.

Seinni dagurinn var líkur þeim fyrri. Við vorum í sólbaði og Dan veðjaði á baseball. Um kvöldið ákváðum við þó að labba yfir á Hard Rock Hotel. Það var virkilega snjöll ákvörðun. Fyrir það fyrsta var tónlistin betri, ókeypis drykkirnir stærri, þjónustustelpurnar mun sætari og kvenfólkið almennt séð alveg lygilega myndarlegra.

Við eyddum kvöldinu í blackjack og okkur gekk mjög vel. Við ákváðum um 1 leytið að fara í biðröð á klúbbnu á hótelinu. Þrátt fyrir að ég hafi ALDREI á ævinni séð jafn mikið af fallegum stelpum fara inná skemmtistað, þá gáfumst við að lokum uppá röðinni (sem var sú lengsta, sem ég hef séð) því við ákváðum að það væri mun skemmtilegra að spila BlackJack. Því gerðum við það alveg þangað til að Dan var orðinn svo fullur að hann vissi ekki hvaða spil hann var með. Þá ákvað ég að draga hann heim á hótel :-)

Ég varð eiginlega algjörlega ástfanginn af Las Vegas og mig langar strax að fara aftur. Dan var þarna líka í fyrsta skipti, og hann var álíka hrifinn. Ég er allavegana harðákveðinn í að fara einhvern tímann aftur þangað. Þetta var allavegana ein skemmtilegasta helgi ævi minnar.

536 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Ferðalög

QEFTSG

október 12, 2004

Jessss, Queer Eye byrjar aftur í kvöld! Kl 20 á S1.

11 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Sjónvarp

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33