« nóvember 03, 2004 | Main | nóvember 05, 2004 »

Viðbjóður!

nóvember 04, 2004

Sé að siðustu 8 færslur hafa fjallað um bandarísk stjórnmál. Ég er enn fúll yfir þessum úrslitum, en nenni ekki að skrifa um þau í bili.

Annars á kosninganóttina þá fór ég á kosningavöku í boði bandaríska sendiráðsins í Listasafni Reykjavíkur. Jens hafði reddað okkur Emil á boðslistann þar. Það partí var svosem fínt. Budweiser bjór og pizzur í boði, svo ég var alsæll.

Þar sem ég var með útlending í heimsókn í vinnunni og hafði ekki komist heim á milli, þá mætti ég á staðinn einsog besti SUS-ari í jakkafötum. Við entumst þó ekkert voðalega lengi þarna. Magnaða við þetta allt var þó að það var fullt af sætum stelpum þarna. Hvern hefði grunað?


Annars er ég að fara til útlanda á laugardaginn. Fer til Manchester í boði S1, þar sem ég mun horfa á viðbjóðinn frá Manchester spila við Manchester City á Old Trafford. Verð þarna í þrjá daga. Ljómandi skemmtilegt alveg hreint. Sjá nánar um þessa ferð hér


Annars fékk ég email frá góðum bandarískum vini mínum í dag. Það var stutt og laggott: “there goes any possibility of convincing anyone that Americans aren’t selfish, ignorant fucks. what’s the reaction there like?”

Jammm…

196 Orð | Ummæli (6) | Flokkur: Dagbók