« Fjölbreytt helgi - NFL og Destiny's Child | Aðalsíða | Hrekkjusvín.is »

Netfíkn - (framhald)

ágúst 29, 2001

Ég var fyrir nokkrum dögum að tala um netfíkn mína. Ég á nefnilega nokkuð erfitt með að halda mér frá netinu og tölvupósti í langan tíma.

Í byrjun sumars ákvað ég að taka stórt skref og ég sagði upp áskrift að kapal internet tengingunni minni. Þannig að síðan þá hef ég þurft að skoða netið í gegnum 56k mótald, sem er óþolandi. Við þetta hefur hins vegar netnotkun mín (utan vinnu) minnkað mjög mikið.

Í póstinum í dag kom hins vegar bréf frá AT&T og vilja þeir endilega fá mig aftur í viðskipti. Þeir bjóða mér nú fyrstu 6 mánuðina á helmingsafslætti. Ég skal alveg viðurkenna að ég mun eiga mjög erfitt með að hafna því tilboði. Það er svo spurning hvernig þetta fari með mig.

Einar Örn uppfærði kl. 03:18 | 126 Orð | Flokkur: Netið



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?