« New York Yankees | Aðalsíða | Uppáhalds Liverpool aðdáandinn minn »

Megi ESPN fara til helvítis

október 30, 2001

ESPN var eitt sinn ein af mínum uppáhaldsstöðum. Fín íþróttastöð. Ég horfði á Sport Center nær daglega.

Í dag hins vegar var ég næstum því búinn að brjóta sjónvarpið í reiði. Ég komst nefnilega að því að þeir höfðu hætt við að sýna Liverpool-Dortmund á morgun. Djöfull og dauði. ESPN sýna frá Meistaradeildinni en hafa nær eingöngu sýnt leiki með Real Madrid og Manchester United. Ég hef horft á United leikina, því það er gaman að horfa á misgáfaða franska varnarmenn og markmenn gera kjánaleg mistök.

Leikurinn á morgun átti hins vegar að vera fyrsti Liverpool leikurinn, sem þeir sýna frá í Meistaradeildinni. En svo bara allt í einu ákvað einhver spekingur hjá sjónvarpsstöðinni að breyta og setja í staðinn gamla NBA leiki.

Ég er brjálaður!!!!!

Einar Örn uppfærði kl. 03:43 | 126 Orð | Flokkur: Íþróttir



Ummæli (0)


Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Ég áskil mér allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart mér sjálfum eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?