« Ég og öll lönd í heimi | Aðalsíða | Le Tallec »

Afsláttarkort á Serrano

september 15, 2003

Við á Serrano höfum nú tekið upp afsláttarkortakerfi. Það er mikið búið að biðja um þetta og við viljum auðvitað gera vel við okkar fastakúnna. Sumir fastakúnnar hafa meira að segja hótað að hætta að borða hjá okkur nema að þeir fái afsláttarkort :-)

Þannig að héreftir fær fólk miða þegar það kaupir burrito eða tacos (3 eða 4stk). Þegar fólk hefur safnað 7 miðum fær það frían burrito hjá okkur (þegar keyptur er drykkur).

Við vonum auðvitað að þetta mælist vel fyrir hjá okkar kúnnum.

Einar Örn uppfærði kl. 20:03 | 86 Orð | Flokkur: Vinna



Ummæli (4)


hipp hipp húrra! :-)

Gummi Jóh sendi inn - 15.09.03 21:05 - (Ummæli #1)

Til lykke! Nú getur maður farið að sjá sig aftur …við Jóna fengum gjafabréf í Kringluna í brúðkaupsgjöf …takið þið við svoleiðis :-)

,,já góðan dag ég ætla að fá búrítós fyrir 10.000 takk og eitt lítið gos”

Fastakúnni sendi inn - 15.09.03 22:58 - (Ummæli #2)

Hei, ég hef lengi velt þessu fyrir mér og núna hef ég í fyrsta skipti skyndibitastaðareiganda til að spurja…

Er samkeppnin á skyndibitastöðunum virkilega svo hörð að

Már Örlygsson sendi inn - 16.09.03 09:47 - (Ummæli #3)

vá Movable Type gleypti vangaveltuna mína. Nenni ekki að vélrita hana aftur inn.

Már Örlygsson sendi inn - 16.09.03 09:58 - (Ummæli #4)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu