« St. Pétursborg | Aðalsíða | Afsláttarkort á Serrano »

Ég og öll lönd í heimi

september 14, 2003

Ég hef lengi ætlað að taka þetta saman. Hérna kemur listi yfir þau lönd, sem ég hef komið til. Alls eru þetta 31 land. Ég sé það líka að samkvæmt CIA World Fact Book þá er 261 land í heiminum. Það þýðir að ég á eftir að fara til 230 landa.

Ætli það sé einhver, sem nái því að heimsækja öll lönd heims? Stór hluti þessara landa eru náttúrulega eyjur í Kyrrahafinu, sem kannski er erfitt að komast yfir. Ég hef sem sagt farið til 31 lands og eru flest þeirra í Suður-Ameríku. Ég hef ferðast talsvert um Evrópu en til dæmis ekki komið til Svíþjóðar eða Ítalíu. Þannig að þessi landalisti er ekki mjög hefðbundinn. Einnig hef ég ekki ferðast út fyrir Evrópu og Ameríku.

Þrátt fyrir að mér finnist ég hafa ferðast mikið um ævina, þá er magnað að hugsa til þess hversu lítið maður hefur í raun séð.

Ég hef komið til þessara landa:

Argentina
Austria
Bahamas
Belgium
Bolivia
Brazil
Canada
Chile
Colombia
Cuba
Denmark
Ecuador
France
Germany
Greece
Iceland
Liechtenstein
Luxembourg
Mexico
Netherlands
Norway
Paraguay
Peru
Portugal
Russia
Spain
Switzerland
United Kingdom
United States
Uruguay
Venezuela

(Hérna er listi bæði yfir þau lönd, sem ég hef farið til og á eftir)

Einar Örn uppfærði kl. 18:26 | 206 Orð | Flokkur: Ferðalög



Ummæli (5)


Það er gaman að rifja upp fornar ferðir. Ferðalög eru meira að segja svo skemmtileg að það er gaman að fylgjast með ferðalögum annarra. Takk fyrir það.

Ég var búinn að skrifa hér nokkrar línur um upprifjanir á þessu tagi en gerði þær síðan að langþráðri dagbókarfærslu.

Óli Þór Atlason sendi inn - 14.09.03 19:43 - (Ummæli #1)

Jamm, sammála þér. Planið hjá mér er líka að reyna að skrifa smá um hverja ferð. Eiginlega helst til að ég gleymi ekki öllu sjálfur.

Einar Örn sendi inn - 14.09.03 21:56 - (Ummæli #2)

Það er fáránlega nördalegt að svara þessu færslu í sömu mynt. Ég næ ekki nema 23 með því að teygja mig í fáránleg smáríki. Minn hópur er frekar einsleitur. Á ég ekki að segja að ég hafi einsett mér að taka fyrir eina heimsálfu í einu. Evrópa er augljóslega á dagskrá.

Austurríki Belgía Búlgaría Danmörk England Frakkland Grikkland Írland Ísland Lúxemborg Mónakó Noregur Rúmenía San Marínó Skotland Slóvakía Spánn Svíþjóð Tékkland Ungverjaland Vatikanið Þýskaland

Það sem ég þá eftir (ef ég leyfi mér að skilgreina Evrópu þröngt - ég skilgreini alla vega ekki Evrópu eins og Eurovision) eru þá 14 lönd (er ég að gleyma einhverju?). Djöfull er það mikið.

Andorra Eistland Finnland Holland Lettland Litháen Portúgal Pólland “Tyrkland”

Næst á dagskrá, af metnaðarfullum ferðalögum, er að skella sér í ferðalag um Eystrasaltslöndin. Það hefur lengið staðið til að fara þangað með frúnni í bakpokaferðalag. Snilld væri ef það tækist næsta sumar.

kv bió

es. snilldarpæling annars hjá þér.

bió sendi inn - 14.09.03 22:41 - (Ummæli #3)

Smá klikk. Ég gleymdi að “peista inn” sex lönd af þessum fjórtán (sem urðu reyndar 15 á endanum)

Andorra Bosnía-Hersegóvinía Makedonía Serbía-Svartfjallaland Slóvenía Sviss

… ég ætti náttúrulega að teygja mig aðeins austar og segja…

Hvíta Rússland Úkraína “Georgía”

… en ég nenni því eiginlega ekki.

bió sendi inn - 14.09.03 22:46 - (Ummæli #4)

Það er sennilega ekkert svo vitlaust að taka eina heimsálfu í einu. Ég er búinn með Norður-Ameríkulöndin 3 og mestalla Suður-Ameríku.

Planið hjá mér var reyndar að ferðast um Mið-Ameríku síðasta sumar. Ég var kominn svo langt að ég var búinn að plana ferðina uppá dag. Síðan breyttust ýmis kvennamál, þannig að ferðin datt útaf borðinu. En mikið rosalega langar mig að fara út næsta sumar.

Ferðin átti að taka 5 vikur og auk Mexíkó þá hefðu þessi lönd bæst við:

Guatemala Belize El Salvador Honduras Nicaragua Costa Rica Panama

Jafnvel var ég að spá í að fara niður til Venezuela. Þyrfti þá að fara með flugi frá Panama, þar sem ekki er hægt að fara landleiðina frá Panama til Kólumbíu (nema í gegnum Darian Gap, sem er að mestöllu leyti frumskógur). Ef ég hefði farið til Venezuela hefði ég kíkt líka á nágrannaríkin milli Venezuela og Brasilíu.

Suriname Franska Guiana Guyana (ég er meira að segja kominn með vegabréfsáritun til þess lands).

Eftir þessa ferð þá væri ég búinn að fara til allra landa á meginlandi Ameríku.

Það er gaman að láta sig dreyma. :-)

Og það var líka gaman að lesa listann þinn, Björgvin. Skemmtilegt að pæla í því hvernig menn velja löndin, sem þeir heimsækja.

Einar Örn sendi inn - 14.09.03 23:08 - (Ummæli #5)

Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu