« október 07, 2003 | Main | október 10, 2003 »
100 atriði um mig
október 08, 2003
- Ég fæddist 17. ágúst 1977, nokkrum klukkutímum eftir að Elvis dó
- Fyrstu 20 árin bjó ég í Garðabæ, með smá hléum
- Þegar ég var 18 ára bjó ég í Caracas í Venezuela
- Þegar ég var 20 ára bjó ég í Mexíkóborg
- Þegar ég var 21-25 bjó ég í Chicago
- Síðasta árið hef ég búið í Vesturbænum
- Ég er yngstur fjögurra systkina.
- Eldri bróðir minn og eldri systir mín búa í Garðabæ.
- Bróðir minn á 4 börn
- Eldri systir mín á 3 börn
- Yngri systir mín býr í London
- Pabbi minn giftist þegar hann var tvítugur. Ég er 26 ára og á lausu
- Ég er hagfræðingur að mennt
- ... samt langaði mig aldrei til að vinna í banka
- Mér gekk alltaf vel í skóla
- Ég var efstur í bekknum mínum í Verzló
- Ég lærði hagfræði við Northwestern háskóla í Chicago
- ... það voru frábær ár
- Mér fannst gaman að læra
- ... sérstaklega stærðfræði, hagfræði og bókmenntir
- Mig langar að fara í MBA nám
- Ég vinn sem markaðsstjóri
- ... og á auk þess tvo veitingastaði ásamt vini mínum
- ... ég er mjööög stoltur af Serrano
- Mér finnst gaman í vinnunni
- Ég er hress á morgnana
- Mér finnst kaffi gott
- ... og bjór líka
- ... uppáhaldsmaturinn minn er arroz con pollo, sem fósturmamma mín í Venezuela bjó til
- ... ég drekk alveg fáránlega mikið af vatni
- Ég smakkaði fyrst áfengi þegar ég var 18 ára
- Skemmtilegustu tónleikar, sem ég hef farið á voru með Molotov í Chicago
- Ég á frábæra vini
- ... og get varla sagt einn slæman hlut um þær stelpur, sem ég hef verið með
- ... og held líka að þeim þyki mjög vænt um mig enn í dag
- Ég kýs Samfylkinguna
- ... þrátt fyrir að ég fíli ekki fullt af þingmönnum þess flokks og mörg stefnumálin
- ... ég var einu sinni harður Sjálfstæðismaður
- Ég hef grátið nokkrum sinnum á síðustu árum
- Einu sinni grét ég næstum því heilan dag útaf stelpu, sem ég var að kveðja
- Ég er flughræddur eftir hræðilega flugferð frá Washington til Chicago
- ... Ég hef aldrei verið jafnhræddur á ævinni einsog í þeirri ferð
- ... Ég er hræddur við að deyja
- Skemmtilegasta djamm ævi minnar var þegar ég hélt uppá 20 ára afmælið mitt í Mexíkó
- ... Þá leið mér einsog toppnum væri náð
- Ég elska að ferðast
- Ég elska Chicago, Reykjavík, Buenos Aires, Caracas, Moskvu, Mexíkóborg, New York, Salvador de Bahia og Barcelona
- Fallegustu staðir á jörðinni að mínu mati eru saltvötnin í Bólivíu, Iguazu fossar og Machu Picchu
- Ég hef aldrei farið út fyrir Evrópu og Ameríku
- Síðan ég var 17 ára hef ég búið í 5 ár erlendis.
- Ég hef ferðast til 30 landa
- Ég tala spænsku, íslensku og ensku
- Ég nota Apple og Windows fer í taugarnar á mér
- Fallegustu stelpur í heimi búa í Reykjavík, Moskvu og Caracas
- Fallegasta leikkona fyrr og síðar er Audrey Hepburn
- ... ég varð ástfanginn af henni eftir að ég sá Breakfast at Tiffany's
- Uppáhaldsbíómyndin mín er Citizen Kane
- ... ég fór einn í bíó að sjá hana
- ... ég hef farið nokkrum sinnum einn í bíó
- ... Ég hef ekki horft á neina mynd oftar en Ferris Bueller's Day Off
- Ég elska The Simpsons
- Ég elska Haribo mix
- Ég kann ekki að smíða
- Ég hef tvisvar verið laminn. Einu sinni í partíi í Hafnarfirði (stórhættulegur bær!) og svo af lögreglustjóra í St. Pétursborg
- ... í hvorugt skiptið svaraði ég fyrir mig
- ... enda er ég mjög friðsamur maður og hef nokkrum sinnum haldið vinum mínum frá slagsmálum
- Ég er íþróttasjúklingur
- ... samt var ég aldrei neitt ofboðslega góður í íþróttum
- ... ég æfði fótbolta með Stjörnunni þangað til að ég var 16 ára gamall og handbolta með Stjörnunni og seinna KR þangað til að ég varð 19 ára gamall
- ... mér fannst skemmtilegra í KR en Stjörnunni
- ... ég varð Íslandsmeistari í fótbolta með Stjörnunni og bikarmeistari í handbolta með KR
- ... ég spilaði hægri kant í fótbolta og vinstra horn í handbolta
- Ég elska Liverpool
- ... gengi Liverpool hefur áhrif á skap mitt
- Mér er illa við Manchester United
- ... sérstaklega Roy Keane & Eric Cantona
- Ég held með hollenska landsliðinu á stórmótum
- Uppáhaldsfótboltamaðurinn minn í dag er Michael Owen.
- Uppáhaldsfótboltamaðurinn minn fyrr og síðar er Ruud Gullit
- Ég elska baseball og Chicago Cubs
- ... Uppáhalds baseball leikmaðurinn minn er Mark Prior
- Ég hef prófað "one night stand"
- ... og langar ekki að prófa það aftur
- Ég hef verið í sambandi með 5 stelpum
- Ég hef verið ástfanginn þrisvar sinnum
- Ég hef verið með stelpum frá þremur löndum: Mexíkó, Bandaríkjunum og Íslandi
- Ég hef verið í sambúð einu sinni
- ... í minnstu íbúð í heimi
- ... þrátt fyrir það rifumst við aldrei
- Ég hef tvisvar sinnum reynt alveg fáránlega mikið við stelpur án þess að þæir hafi haft áhuga. Í fyrra skiptið var ég 18 ára, í seinna skiptið 20 ára.
- Mér finnst æðislega gaman að djamma
- Ég hef borðað á McDonald's í öllum löndum Suður-Ameríku
- Ég held dagbók
- Ég hugsa sennilega of mikið um stelpur
- Ég er nær alltaf í góðu skapi
- Ég hata ekki neinn
- ... Ég þoli ekki letingja
- Mig langar að ferðast til Thailands
- Það er ekki til neitt, sem heitir "fashionably late". Þú mættir bara of seint. Punktur!
- Mér leiðist að sofa einn
Leit:
Síðustu ummæli
- Kristján Atli: Til hamingju Sigurjón! Þér var hlíft við þessu óþa ...[Skoða]
- Einar Örn: Sigurjón, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. ...[Skoða]
- Sigurjón: Æ æ æ æ .... Ef niðurstaðan verður Man Utd vs Liv ...[Skoða]
- Einar Örn: Takk ...[Skoða]
- einsidan: Til hambó með þetta ...[Skoða]
- Gaui: Skál fyrir því, Einar minn! ...[Skoða]
- Hjördís Yo: ó já! Ég elska sko líka Liverpool !! ...[Skoða]
- Gummi: Jamm, var lengi að jafna mig á rangstöðunni. En Re ...[Skoða]
- Fannsa: Ömurlegt þegar dómarinn dæmdi ranglega rangstöðu.. ...[Skoða]
- Snorri: Ég sé EKKI fyrir mér að Árni komist inn á þing til ...[Skoða]
Flokkar
Almennt | Bækur | Dagbók | Ferðalög | Fjölmiðlar | Hagfræði | Íþróttir | Kvikmyndir | Liverpool | Myndablogg | Myndir | Netið | Sjónvarp | Skóli | Stjórnmál | Tónleikar | Tónlist | Topp10 | Tækni | Uppboð | Viðskipti | Vinna |Gamalt:
Topp 10:
Ég nota MT 3.33