« desember 31, 2003 | Main | janúar 03, 2004 »

Áramótin

janúar 01, 2004

Hólí fokking krapp hvað þetta Áramótaskaup var lélegt!!! Dr. Gunni skrifar góða gagnrýni um skaupið hér. Ég veit ekki hvort einhverjum á landinu fannst þetta fyndið en í boðinu, sem ég var í var fólk frá 6-63 og ENGUM fannst þetta fyndið. Ef það hefði verið eitt atriði í viðbót með Ingibjörgu Sólrúnu, þá hefði ég fríkað út. Ég vil fá skattpeningana mína tilbaka, takk.

Annars var kvöldið frábært. Fór á brennuna í Garðabæ og dó næstum því úr kulda af því að spekingunum, sem sáu um brennuna, tókst bara að kveikja í svona 10% af henni.

Annars þá fór ég í tvö fjölskylduboð og svo í partí með Friðrik, Thelmu og þessum snillingum. Fórum síðan á Stuðmenn á Nasa. Systir mín gerði grín að mér og sagði að ég væri orðinn gamall víst ég væri að fara á Stuðmenn, en ég hlusta ekki á svona bull. Sama hvað verður sagt um þessa hljómsveit, þá eru fáar hljómsveitir, sem ég vildi frekar hlusta á eftir 6 vodka glös. Allavegana, þá var þetta meiriháttar gaman. Í annað skiptið á hálfu ári, sem ég hef farið á Stuðmenn á Nasa og þetta var alveg jafn skemmtilegt og síðast.

Ég labbaði síðan heim og var næstum því dottinn svona fimm sinnum, jafnvel þótt ég hefði fengið lánaða skó hjá pabba. En semsagt, frábær áramót. Kannski ennþá betri af því að klukkan 5 í gær hafði ég ekki hugmynd hvort ég myndi gera eitthvað skemmtilegt.

243 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33