« janúar 03, 2004 | Main | janúar 05, 2004 »

We were magnificent

janúar 04, 2004

Hversu oft getur Gerard Houllier toppað sjálfan sig í viðtölum?

Liverpool var í dag að leika við þriðjudeildarliðið Yeovil. Liverpool lék 30 mínútur án þess að eiga skot að marki og 51 mínútu án þess að fá horn. Besti leikmaður Liverpool var markvörðurinn Dudek, sem varði oft og mörgum sinnum í fyrri hálfleik frá leikmönnum þriðju deildar liðsins.

Þeir aðdáendur Liverpool, sem létu sig hafa það að mæta á Ölver í dag klöppuðu varla þegar Liverpool skoraði fyrsta markið sitt. Maður er ekki beint í stuði til að fagna þegar liðið skorar gegn þriðju deildar liði á 70. mínútu eftir að hafa verið lélegri aðilinn allan leikinn.

Ok, liðið ná að vinna en ég hef aldrei á ævinni verið jafn lítið ánægður eftir sigurleik. Svo kemur maður heim og kíkir á netið til að sjá hvort að Houllier hafi ekki gagnrýnt sjálfan sig og leikmenn einsog allir heilbrigðir þjálfarar myndu gera. En hvað segir Houllier? Jú:


"We were magnificent today and my players can be very proud of themselves."

...

"My players can be very proud of themselves tonight. We knew this would be a difficult cup tie and that Yeovil would be up for it, but we approached the game in the right manner and I thought we deserved our victory. The way in which we went about the match was magnificent. We wanted to get into the fourth round and we did it.

"We were strong when we needed to be, we remained composed throughout and our attitude was spot on. I can understand now why Yeovil are renowned giant killers and I can see why teams can lose here if they don't prepare properly.

og hjá öðru blaði:

We were extremely professional, focused, composed and disciplined.

Eftir þessi ummæli, að segja að liðið hafi verið "magnificent" eftir að liðið var lélegri aðilinn á móti þriðju deildar liði, hvaða lýsingarorð ætlar Houllier að nota ef að liðinu undir hans stjórn tekst einhvern tímann aftur að spila vel og vinna eitt af toppliðunum þremur?

Við hljótum hreinlega að rústa Chelsea á Stamford Bridge á miðvikudaginn. Ef að Liverpool vinnur Yeovil 2-0, þá hljóta þeir að vinna Chelsea!

360 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Liverpool

Hárið mitt, annar hluti

janúar 04, 2004

Ég veit að mörgum lesendum þessarar síðu finnst ég alls ekki tala nóg um hárið á mér. Ég hef einhvern tímann talað um að hárið sé alltaf voða krúttulegt daginn eftir fyllerí, sérstaklega strax þegar ég vakna. Þá er það mun flottara heldur en á djamminu daginn áður. En lesendur hafa bent á að það sé ekki nóg að fjalla um hárið á mér á nokkura mánaða fresti og því ætla ég að bæta úr þessum hárumfjöllunarskorti hér og nú. (ok, viðurkenni að þetta er helber lygi, en mig vantaði bara inngang)

Ég hugsa nefnilega frekað mikið um hárið á mér. Af einhverjum ástæðum, þá er hárið á mér aldrei eins tvo daga í röð. Menn þurfa ekki nema að fara í gegnum myndirnar, sem eru á þessari síðu til að sjá margar mismunandi útgáfur af hárinu mínu.

1 - 2 - 3 - 4 - 5 - 6 - 7 - 8 - 9

Ég er einnig alveg fáránlega latur við að fara í klippingu. Helst fer ég ekki í klippingu fyrr en ég hef upplifað 3-4 daga í röð, þar sem ég get ekki fyrir mitt litla líf greitt mér almennilega. Fyrstu tveim dögunum eyði ég í afneitun og reyni að sannfæra mig um að þetta sé millibilsástand. Á þriðja degi verð ég verulega pirraður og á þeim fjórða panta ég klippingu. Núna fer ég uppá Hótel Sögu í klippingu, sem er mikið upgrade frá SuperCuts, sem ég sótti í Bandaríkjunum. Þar unnu alltaf innflytjendur, sem skildu lítið í ensku og því var það algjör tilviljun hvort klippingin myndi takast.

Vandamálið við hárið á mér er að ég get aldrei sætt mig við stutta klippingu. Ég er alltaf að safna síðara hári. Þetta stjórnast kannski einna helst af áróðri fyrrverandi kærustu og mömmu um það að ég sé svo mikið krútt þegar ég er með síðara hár. Og ég vil ekkert meira í þessum heimi heldur en að vera krútt.

Þess vegna er ég alltaf harðákveðinn í því að komast í gegnum 4 daga af hræðilegu hári, en einhvern veginn þá gugna ég alltaf. Þess vegna næ ég aldrei þeirri sídd, sem ég stefni á (by the way, ég var einu sinni síðhærður og það var hræðilegt. Úff, það geri ég aldrei aftur. Það og að lita hárið á mér svart eru án efa stórkostlegustu mistök á hárferli mínum).

Á nýársdag í hræðilegustu þynnku seinni tíma, þá fékk ég þá snilldarhugmynd að snoða mig. Ég hef gert það nokkrum sinnum á ævinni. Í fyrsta skipti, sem ég gerði það þá var ég snoðaður af félögum mínum í handboltanum í Stjörnunni. Það var hroðaleg lífsreynsla, enda fékk ég nánast taugaáfall þegar ég sá mig í spegli. Síðan þegar ég var svona 20-21 árs þá var ég snoðaður í nokkra mánuði. Það var bara helvíti gaman. Ég hafði aldrei áhyggjur af hárinu og því var þetta mun minna vesen.

Núna stefni ég semsagt að því að snoða mig. Ég er þó ekki alveg ákveðinn og því ætla ég að pæla í þessu í svona viku áður en ég læt verða af þessu. En það er margt sem mælir með þessu. Tveir af uppáhaldssnillingunum mínum eru jú snoðaðir í dag; Michael Owen og Justin Timberlake, þannig að ég verð voðalega inn (eða það vil ég allavegana telja mér trú um :-)

Ok, ætla aðeins að sofa á þessu.

558 Orð | Ummæli (7) | Flokkur: Dagbók

We were magnificent

janúar 04, 2004

Hversu oft getur Gerard Houllier toppað sjálfan sig í viðtölum?

Liverpool var í dag að leika við þriðjudeildarliðið Yeovil. Liverpool lék 30 mínútur án þess að eiga skot að marki og 51 mínútu án þess að fá horn. Besti leikmaður Liverpool var markvörðurinn Dudek, sem varði oft og mörgum sinnum í fyrri hálfleik frá leikmönnum þriðju deildar liðsins.

Þeir aðdáendur Liverpool, sem létu sig hafa það að mæta á Ölver í dag klöppuðu varla þegar Liverpool skoraði fyrsta markið sitt. Maður er ekki beint í stuði til að fagna þegar liðið skorar gegn þriðju deildar liði á 70. mínútu eftir að hafa verið lélegri aðilinn allan leikinn.

Ok, liðið ná að vinna en ég hef aldrei á ævinni verið jafn lítið ánægður eftir sigurleik. Svo kemur maður heim og kíkir á netið til að sjá hvort að Houllier hafi ekki gagnrýnt sjálfan sig og leikmenn einsog allir heilbrigðir þjálfarar myndu gera. En hvað segir Houllier? Jú:


"We were magnificent today and my players can be very proud of themselves."

...

"My players can be very proud of themselves tonight. We knew this would be a difficult cup tie and that Yeovil would be up for it, but we approached the game in the right manner and I thought we deserved our victory. The way in which we went about the match was magnificent. We wanted to get into the fourth round and we did it.

"We were strong when we needed to be, we remained composed throughout and our attitude was spot on. I can understand now why Yeovil are renowned giant killers and I can see why teams can lose here if they don't prepare properly.

og hjá öðru blaði:

We were extremely professional, focused, composed and disciplined.

Eftir þessi ummæli, að segja að liðið hafi verið "magnificent" eftir að liðið var lélegri aðilinn á móti þriðju deildar liði, hvaða lýsingarorð ætlar Houllier að nota ef að liðinu undir hans stjórn tekst einhvern tímann aftur að spila vel og vinna eitt af toppliðunum þremur?

Við hljótum hreinlega að rústa Chelsea á Stamford Bridge á miðvikudaginn. Ef að Liverpool vinnur Yeovil 2-0, þá hljóta þeir að vinna Chelsea!

360 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Liverpool

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33