« janúar 09, 2004 | Main | janúar 14, 2004 »

Vandamál með myndir á síðunni

janúar 13, 2004

Ok, ég ætla að biðja um smá nörda-aðstoð. Málið er að nokkrir hafa kvartað við mig varðandi hvernig þessi síðar sýnir myndir. Það virðist svo vera sem að menn lendi oft í því að bara nokkrar myndir sjáist á síðunni.

Oft hefur þetta líka þau áhrif að ef að fólk fer yfir á aðrar síður af síðunni minni, þá sér það engar myndir. Þetta virðist einskorðast við PC vélar, en ekki endilega einhverja eina útgáfu af vafra eða stýrikerfi.

Hefur einhver hugmynd um af hverju þetta getur stafað?

Uppfært: Ég setti inn fyrirspurn á Ask Metafilter og þar er ég strax búinn að fá nokkur svör og tillögur, sem ég ætla að prófa í kvöld. Það auðveldasta virðist vera að þeir, sem sjá þetta vandamál með Explorer eiga að uppfæra Explorer hjá sér. Þá lagast þetta allt :-)

138 Orð | Ummæli (9) | Flokkur: Netið

Hárið mitt, þriðji hluti

janúar 13, 2004

Á laugardaginn lét ég verða af því að snoða mig. Ég var kominn með algert ógeð á hárinu á mér. Nennti ekki lengur að hafa áhyggjur af síddinni eða greiðslunni eða öllu þessu kjaftæði.

Ég meina hei. Þannig að í mótmælaskyni er ég búinn að snoða mig. Er ekki ágætt að byrja þetta ár á upphafsreit?

Einar Örn með hár (á Jóladag)

Einar Örn snoðaður (12. janúar)

Uppfært: Hérna er þriðja myndin: Ég að snoða mig. Reyndar byrjaði ég bara sjálfur, en svo fékk ég aðstoð frá Þórdísi hárgreiðsluséní. :-)

91 Orð | Ummæli (9) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33