« mars 14, 2004 | Main | mars 18, 2004 »

Spjallborð, stelpur og eiturlyf

mars 15, 2004

Úff, var að heyra hvað ég gerði og sagði á djamminu á föstudaginn. Það var ekki skemmtileg saga. Vissi að ég hefði ekki átt að brjóta þá grundvallarreglu að reyna ekki við stelpu þegar ég væri fullur. Mamma sagði mér þetta einu sinni, en ég er alltaf að klikka á þessu. Ég veit að ég ætti alltaf að hlusta á mömmu, enda er hún snillingur.


Það er komin mikil og góð umræða á Liverpool spjallborðinu um pistilinn minn. Þetta Liverpool spjallborð frústrerar mig, því það er alltof mikið af illa skrifandi fólki, sem hefur lítið annað fram að færa en "Houllier er snillingur" eða "Houllier sökkar" eða "United sökkar" eða "Liverpool rúlar". Inná milli er þó fullt af góðu fólki, sem hefur bæði vit á fótbolta og sannan áhuga á málefnum Liverpool.

Fyrir næsta tímabil langar mig dálítið að stofna vefmiðil um Liverpool. Eins konar fjölmennt Liverpool blogg. Það eru fullt af ágætum mönnum þarna úti (bloggurum og öðrum), sem gætu skrifað fullt af góðum hlutum um Liverpool. Þarna væri gaman að setja inn slúðrið og reyna að skapa sæmilega siðaða umræðu um liðið.


Már skrifar góðan og áhugaverðan um það hvernig hann óttist að vinur sinn sé að leiðast útí eiturlyfjaneyslu og hver viðbrögð hans eigi að vera. Pistillinn er góður og hann varpar fram ágætis spurningum, en Már er svo lúmskur á því og lokar fyrir komment. Það er visst statement og getur verið áhrifamikið að loka fyrir komment á vissar færslur. Þetta er eiginlega dálítið áhrifaríkt stílbragð. Ef hann lokaði á færslurnar óvart, þá tek ég þetta auðvitað allt til baka. :-)


Ég verð með útlending í vinnunni á morgun, sem þýðir að maður fer eitthvað útað borða annað kvöld. Það er ágætt því ég er búinn að fá mig fullsaddan af grilluðum kjúkling, Oxpytt og vondum kínamat, sem ég er búinn að vera að borða hérna undanfarna daga. Hef verið að reyna ýmsa asíska staði og hef ekki verið hrifinn. Sem veitingahúsaeigandi er ég náttúrulega fáránlega passífur á gagnrýni, því ég veit hversu þetta er allt erfitt, en samt. Mér finnst vanta einhvern virkilega góðan asískan stað. Já, og ódýran líka. Sem byði uppá eitthvað annað en súrsætar rækjur í aðalrétt.

Stórkostlegustu vonbrigðin voru samt Stonebaked pizza frá Freschetta. Ég sá hana útí matvörubúð og var sannfærður um að þetta myndi standast bestu Eldsmiðjupizzum snúning, því myndin utaná var svo flott. En pizzan var vond og vonbrigðin ógurleg. Held mig við venjulegar Freschetta pizzur, sem eru fínar.

412 Orð | Ummæli (16) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33