« apríl 25, 2004 | Main | apríl 27, 2004 »

ÁTVR og RÚV

apríl 26, 2004

Snilldarpæling hjá Jens

Hvað er markaðsráðandi staða?

Ég fór svona að velta því fyrir mér, nú er svo á Íslandi að einn ákveðinn aðili er með markaðsráðandi stöðu á t.d. áfengismarkaði nú og á fjarskiptamarkaði osfrv. Má sá aðili eiga áfram fjölmiðil? Má Ríkið áfram eiga RÚV nái þessi nýju lög fram að ganga?

Ó, hvað ég vildi að einhver fjölmiðlakall myndi spyrja Davíð að þessu. Ríkið er með 80% hlutdeild á fjarkskiptamarkaði og sirka 100% hlutdeild á áfengissölumarkaði.

Þegar þetta frumvarp er komið í gegn, má Ríkið þá eiga bæði ÁTVR og RÚV? Getur einhver svarað þessu?

98 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Stjórnmál

Isaac

apríl 26, 2004

loft.jpg

Loftið í St Isaac kirkjunni í St. Pétursborg í Rússlandi

10 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Myndablogg

Þú skalt ekki gagnrýna Davíð!

apríl 26, 2004

Er ekki gaman að búa á landi þar sem löggjöf fer eftir geðþóttaákvörðunum eins manns?

Ef að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykkja þetta frumvarp án mótmæla þá minnkar álit mitt á flokknum enn frekar. Ég get rétt ímyndað mér hvurslags andóf hefði orðið í flokknum ef að vinstri menn hefðu viljað koma í veg fyrir einræði Mogganns fyrir einhverjum árum.

Trúa Sjálfstæðismenn virkilega ruglinu í sjálfum sér um að þetta snúist ekki um að koma böndum á miðla sem gagnrýna Davíð? Trúir virkilega einhver Sjálfstæðismaður að þetta frumvarp væri staðreynd ef að Fréttablaðið, DV og hinir miðlarnir hefðu stutt flokkinn í stað þess að vera með markvissa gagnrýni á ríkisstjórnina undanfarin ár? Væri frumvarpið staðreynd ef að Eimskip ætti Norðurljós?

Davíð er búinn að stjórna hérna öllu síðan ég fermdist og nú sannar hann að gagnrýni á hann verður ekki liðin. Davíð er ótrúlega fljótur að gleyma öllum hugsjónum. Í stað hugsjóna lætur hann stjórnast af andúð á einstaka menn og fyrirtæki. Þetta er sorglegt.


Hvenær ætli Deigluliðar drífi sig nú og segir sig úr flokknum? Þeir virðast vera einu Sjálfstæðismenn á Íslandi, sem þora að gagnrýna. Gott hjá þeim! Vonandi fjölgar slíkum mönnum innan þessa sífellt versnandi íhaldsflokks.

Flestallir fótgönguliðar bæði innan þingflokks og utan hans eru lygilega fljótir að gleyma öllum hugsjónum þegar þeir þurfa að finna einhver veik rök til að verja ákvarðanir Davíðs. Þetta er sorglegur hópur.

230 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Stjórnmál

Þjófar í Írak

apríl 26, 2004

Þetta stutta myndband frá Írak er ansi magnað

(via MeFi)

10 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33