« Isaac | Aðalsíða | Fjölmiðlafrumvarp, framhald... »

ÁTVR og RÚV

apríl 26, 2004

Snilldarpæling hjá Jens

Hvað er markaðsráðandi staða?

Ég fór svona að velta því fyrir mér, nú er svo á Íslandi að einn ákveðinn aðili er með markaðsráðandi stöðu á t.d. áfengismarkaði nú og á fjarskiptamarkaði osfrv. Má sá aðili eiga áfram fjölmiðil? Má Ríkið áfram eiga RÚV nái þessi nýju lög fram að ganga?

Ó, hvað ég vildi að einhver fjölmiðlakall myndi spyrja Davíð að þessu. Ríkið er með 80% hlutdeild á fjarkskiptamarkaði og sirka 100% hlutdeild á áfengissölumarkaði.

Þegar þetta frumvarp er komið í gegn, má Ríkið þá eiga bæði ÁTVR og RÚV? Getur einhver svarað þessu?

Einar Örn uppfærði kl. 23:15 | 98 Orð | Flokkur: Stjórnmál



Ummæli (1)


Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu