« maí 15, 2004 | Main | maí 18, 2004 »

Força Barça

maí 16, 2004

Barca vann!

Var að koma heim eftir góða ferð á Nou Camp. Sá Barca vinna Racing Santander. Ronaldinho er snillingur! Leikurinn var ekkert sérstaklega skemmtilegur, en Ronaldinho átti nokkur móment, þar sem hann tætti Racing vörnina í sig. Hann skapaði marktækifæri uppúr engu og fékk vítaspyrnu, sem hann skoraði úr. Ég held að menn séu almennt ekki að átta sig á því hversu svakalega góður Ronaldinho er orðinn. Fólk mun sjá það í Meistaradeildinni næsta vetur.

Núna verða bæði uppáhaldsliðin mín, Barca og Liverpool í Meistaradeildinni. Barca er m.a.s. komið í annað sætið á undan Real Madrid, sem er lið á barmi taugaáfalls, Beckham rekinn útaf í kvöld fyrir kjaftbrúk. Töffarinn Luis Enrique hjá Barcelona spilaði sinn síðasta leik á Nou Camp og var fagnað sem hetju þegar honum var skipt útaf fyrir Overmars.


Annars var dagurinn æði. Svaf út og rölti svo niður á Römbluna og alveg niður að höfn. Labbaði upp og niður, settist niður, drakk bjór, las, rölti meira og svo framvegis. Svona nýtur maður Barcelona best.


Í gær gerði ég heiðarlega tilraun til að horfa á Eurovison. Jedúddamía, hvað þetta er leiðinlegt sjónvarspefni. Eftir að Ísland kom á svið sá ég að við myndum ekki fá stig nema frá Íslendingum í Danmörku, þannig að ég ákvað að gefa skít í keppnina og fór út. Það voru líka tónleikar með einhverjum brasilískum söngvara útá götu og samkvæmt El País dagblaðinu voru 400.000 manns á tónleikunum, sem voru steinsnar frá hótelinu mínu. Þetta var helvíti skemmtilegt. Veðrið var gott og allir í góðu skapi., dansandi og drekkandi. Talsvert skemmtilegra en Júróvisjón.

Um daginn hafði ég farið á Picasso safnið, sem er skemmtilegt og labbað um borgina. Fór inní dómkirkjuna og þar uppá þak. Það er hægt að labba um allt þakið á dómkirkjunni og það er algjört æði. Ég held að ég hafi eytt svona klukkutíma þarna uppá, horfandi yfir borgina og mannlífið.

Núna er ég að pakka og horfa Cubs spila. Fundur á morgun og svo flug til London klukkan 5.

(skrifað í Barcelona klukkan 00.39)

339 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Ferðalög

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33