« maí 16, 2004 | Main | maí 19, 2004 »

Woody

maí 18, 2004

Woody Allen er snillingur!

More than any time in history mankind faces a crossroads. One path leads to despair and utter hopelessness, the other to total extinction. Let us pray that we have the wisdom to choose correctly.

38 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Kvikmyndir

Viggedí viggedí væld væld

maí 18, 2004

Úúúú je, áðan dáwnloadaði ég Greatest Hits með Will Smith. Þvílík snilld sem þessi plata er.

Einus sinni átti ég nefnilega (og skammast mín ekkert rosalega fyrir það) plötuna Big Willie Style með Will Smith. Sú plata var alveg einstaklega vinsæl í partíjum í 5. og 6. bekk í Verzló. Á þeim tíma taldi ég mig almennt séð hafa góðan tónlistarsmekk, fyrir utan dálæti mitt á þessari plötu þegar ég var á öðru eða þriðja glasi.

Will Smith var líka nokkuð kúl gaur á þessum tíma. Hann lék í fulltaf skemmtilegum myndum einsog Enemy of the State og Men In Black. Allavegana, þá var þessi plata mjög oft sett í græjurnar í partíjum þegar fólk var komið vel í glas. Það var eitthvað við þessa tónlist. Hún var fáránlega hallærisleg, en eitthvað gerði það að verkum að diskurinn rataði alltaf í græjurnar í öllum partíjum. Will Smith var nokkuð skemmtilegur gaur.

Eeeeeeen svo kom Wild Wild West. Á einhvern undraverðan hátt tókst Smith að rústa bæði tónlistar- og kvikmyndaferli sínum með þessari einu mynd. Wild Wild West er sennilega lélegasta bíómynd sem ég hef séð, og Wild Wild West er sennilega mest óþolandi lag í heimi: Viggedí Viggedi væld væld Vest. Vá!

Uhh..
Wicki-wild wild
Wicki-wicki-wild
Wicki-wild
Wicki-wicki Wild Wild West
Jim West, desperado
Rough rider, no you don’t want nada
None of this, six-gunnin this, brother runnin this
Buffalo soldier, look it’s like I told ya
Any damsel that’s in distress
be outta that dress when she meet Jim West
Rough neck so go check the law and abide
Watch your step or flex and get a hole in your side
Swallow your pride, don’t let your lip react
You don’t wanna see my hand where my hip be at
With Artemis, from the start of this, runnin the game
James West, tamin the West, so remember the name
Now who ya gonna call?
Not the G.B.’s
Now who you gonna call?
G double A.G.

Já, þetta er mikil snilld.

Mikið er Summertime samt flott lag.


Samt, talandi um tónlist, þá elska ég iPoddinn minn. Besta er þegar maður er á ferðalögum með svona mikið á tónlist þá kemur það fyrir að maður uppgötvar alveg nýja tónlist.

Ég var nefnilega að renna í gegnum High Fidelity, sem er frábært soundtrack. Allavegana, ég var búinn að hlusta oft á “I’m Wrong about Everything” með John Wesley Harding og hið æðislega “Always See Your Face” með Love, auk Dylan lagsins.

Af einhverjum asnaskap þá missti ég samt af besta laginu, sem ég uppgötvaði núna þegar ég var á Spáni: “Oh Sweet Nuthin” með Velvet Underground. Ég verð að játa að ég hef aldrei hlustað á Velvet Underground en alltaf verið forvitinn. Einhvern tímann kóperaði ég Velvet Undergound & Nico, en ég á alltaf eftir að gefa henni tíma (mun þó gera það núna).

Eeeen, Oh Sweet Nuthin er ótrúlegt lag. Gargandi snilld. Það er búið að vera á repeat alveg síðan ég heyrði það í fyrsta skipti. Af einskærri góðmennsku ætla ég að bjóða fólki að nálgast það í nokkra daga.

Oh! Sweet Nuthin’ - MP3

515 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Tónlist

Boltinn búinn

maí 18, 2004

Þetta skrifaði ég upphaflega sem komment á þessa færslu. Ég skrifaði þetta eftir að Liverpool komst í Meistaradeildina eftir að Newcastle klúðraði sínum síðasta möguleika:


Það verður ekki annað sagt en að þú hefur alveg hræðilegt minni. Þrátt fyrir að Liverpool hafi unnið síðustu 4 leiki, þá er liðið í Meistaradeildinni fyrst og fremst vegna þess að hin liðin, sem kepptu um sætið virtust keppast um að komast ekki í keppnina. Ég meina come on, Newcastle gerði jafntefli á móti Wolves.

Ég hef reynt að hugsa einsog þú, en ég bara get það ekki. Houllier mun aldrei gefa okkur neitt nema hræðilegan hroka, vanvirðingu fyrir aðdáendum, varnarbolta og vonbrigði. Þú þarft ekki nema að horfa á blaðamannafundinn fyrir Newcastle leikinn til að sjá hversu örvæntingarfullur hann er orðinn.

Houllier verður að fara. Menn mega ekki bara gleyma öllu því slæma bara af því að við unnum Man United og Birmingham.

Þú hefðir í raun getað skrifað þennan pistil fyrir einu ári. Þá vonaði maður að við værum að horfa á síðasta leik Biscan, Cheyrou, Smicers og Heskey, en hvað gerðist? Jú, þeir eru allir hérna ennþá. Það vill ekkert lið kaupa þessu hræ (jú, ha ha ha, Birmingham innsk. ritstjóri) .

Hvað bíður okkar? Við erum orðaðir við þrjá leikmenn. Joey Barton, Shaun-Wright Phillips og Michael Dawson. Og eiga þessir leikmenn að breyta einhverju? Eru menn alveg orðnir trítilóðir að halda að fyrstu deildar leikmaður og tveir leikmenn sem léku fyrir lélagasta liðið í deildinni muni hjálpa okkur að nálgast Arsenal?

Fyrir ári trúði ég að munurinn á okkur og hinum liðunum væri einn að tveir leikmenn, en núna sé ég hlutina skýrar. Munurinn er fyrst og fremst á þjálfurum og einnig á fjórum eða fimm leikmönnum. Biscan, Traore, Cheyrou, Murphy, Hamann, Henchoz, Heskey og Smicer eiga aldrei að spila fyrir Liverpool aftur. Þeir hafa gefið okkur einstaka góðar stundir, en þeir eru ekki nógu góðir í dag. Enginn þessara leikmanna myndu komast í byrjunarlið Chelsea, Man United eða Arsenal og því eiga þeir ekkert erindi í okkar byrjunarlið.

Það eina, sem getur bjargað þessu sumri er ef að Houllier verði sagt upp strax eftir Newcastle leikinn og við getum byrjað uppá nýtt. Eftir allt, segir það ekki allt um hæfni Houlliers á leikmannamarkaðinum að tveir langbestu leikmennirnir okkar eru uppaldir hjá liðinu.

384 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Liverpool

Láttu í þér heyra

maí 18, 2004

Ég er reyndar í vinnu á þessum tíma, en samt gott mál hjá Jens og co.

16 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Stjórnmál

Heskey seldur!

maí 18, 2004

Ja hérna!

Ég er kominn heim og það fyrsta sem maður sér er þetta: Heskey seldur til Birmingham!. Ég táraðist nánast af gleði.

Traust mitt á Houllier hefur aukist pínkuponsulítið. Það er greinilegt að hann getur viðurkennt mistök sín.

Reyndar held ég að Heskey eigi eftir að eiga glæstan feril hjá Birmingham. Heskey er frábær framherji þegar hann leikur sinn besta leik. Hans helsta vandamál er að hann lék vel þrisvar sinnum á hverju tímabili. Reyndar held ég líka að Houllier hafi klúðrað Heskey, ef svo má að orði komast. Hann var alltaf að láta einsog Heskey væri lítið barn, sem þyrfti að faðma og hugga eftir lélega leiki.

Heskey hefði miklu frekar þurft á einhverjum sem hefði öskrað á hann og sagt honum að hætta að vorkenna sjálfum sér og nota hæfileika og stærð sína til að taka varmarmenn í nefið einsog hann gerði svo oft fyrsta heila tímabilið sitt fyrir Liverpool.

Einnig held ég að Houllier hafi skemmt mjög mikið fyrir Heskey með því að láta hann spila á vinstri kantinum. Það var eitthvað allra misheppnaðasta bragð Houlliers.

En það er samt ótrúlegur léttir að Heskey sé farinn. Núna getur Houllier aldrei freistast að láta Heskey hanga inná leik eftir leik. Leikur Liverpool hlýtur að batna við þetta.

210 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Liverpool

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33