« júní 03, 2004 | Main | júní 07, 2004 »

Myndavélin mín

júní 06, 2004

canong5.jpg

0 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Myndablogg

Hótelgluggi

júní 06, 2004

cristal.jpg

Útsýni frá hóteli í Barcelona

5 Orð | Ummæli (0) | Flokkur: Myndablogg

I gotta say it was a good day

júní 06, 2004

Þessi helgi er búin að vera æði. Fór í óvissuferð með vinnunni á föstudaginn. Fórum í rútu til Keflavíkur, þar sem við fórum í GoKart. Þetta var mitt fyrsta skipti í GoKart og fór ég á kostum, eða það fannst mér allavegana. Við grilluðum svo og fórum svo á Rána í Keflavík.

Á Ránni var haldin Karókí keppni. Fólk var misjafnlega hræðilegt, þannig að ég var sannfærður um að ég myndi vinna þetta. Ég söng Hey Jude með Klöru, sem vinnur á skrifstofunni og vð vorum aðeins betri en hræðileg. Samt, þá hélt ég að ég væri ekki alveg svona slæmur söngvari. Við unnum ekki, enda dómararnir fullkomlega vanhæfir.

Allavegana, fórum svo í bæinn og ég fór með nokkrum á Hverfisbarinn. Þar var æðislegt. Hitti fullt af skemmtilegu fólki, dansaði við sætar stelpur og skemmti mér vel. Um 5 leytið ákvað ég að labba heim. Í Þingholtunum hitti ég Kana, sem var að leita að Hótel Sögu. Ég sagði honum að ég byggi þar rétt hjá, svo við löbbuðum saman og spjölluðum. Veðrið var æði og borgin er ótrúlega falleg svona snemma morguns.

Við töluðum um stjórnmál og hvernig ímynd fólks á Bandaríkjunum hefur breyst ótrúlega mikið undanfarin 2 ár. Hann lofaði mér að kjósa Kerry í nóvember. Það er allavegana fyrsta skrefið í þá átt að laga álit Evrópubúa á Bandaríkjunum.


Í gær ætlaði ég að djamma en fékk þess í stað vini í heimsókn. Ég vaknaði um hádegi í dag og eyddi hálfum degi útá svölum, ber að ofan með bók í annarri og Pina Coladaí hinni, las og hlustaði á Pet Sounds. Já ok, kannski ekki alveg, var með kaffi og vatn en ekki kokteil. Las þó stóran hluta af A Walk in the Woods eftir Bill Bryson, þar sem hann fjallar um göngu sína í gegnum Appalachian fjöllin. Skemmtileg bók einsog allar bækur Bryson. Þegar ég fann að ég var byrjaður að brenna ákvað ég að fara inn enda nota ég, einsog íslenskir karlmenn, ekki sólarvörn á Íslandi.


Það er greinilega komið sumar því það er fluga í íbúðinni minni. Hún hefur ákveðið að það eina, sem gefi henni gildi í lífinu sé að pirra mig. Hún mun deyja kvalarfullum dauðdaga um leið og ég er búinn með þessa færslu.

Já, og að lokum legg ég til að það verði sett lög í þessu landi, sem banni fleiri vinum mínum að flytja í Kópavoginn. Takk fyrir.

400 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Dagbók

Guantanamo

júní 06, 2004

Mér hrýs hugur við að setja þennan hryllilega ljóta og appelsínugula “banner” á síðuna mína. En málstaðurinn er góður, svo ég geri undantekningu.

23 Orð | Ummæli (2) | Flokkur: Stjórnmál

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33