« október 12, 2004 | Main | október 14, 2004 »

Dóp

október 13, 2004

Þetta er athyglisvert: Dópsalar í Reykjavík. (via Maju)

Ég er reyndar alls ekki hrifinn af því að menn setji sig í einhvern dómstól götunnar og gefi upp nöfn á mönnum, sem þeir hafi heyrt að séu dópsalar. Lögreglan á auðvitað að sinna þessu, en það er einnig skrítið ef að hún hefur ekki áhuga á málinu.

Einnig er athyglisvert að það virðist færast í aukana að fólk stofni Blogspot síður um umdeild málefni. Sá síðu um DC++ málið, sem enginn bar ábyrgð á (hún virðist reyndar hafa verið tekin niður). Á þessari dópsala síðu er hins vegar allt efnið birt undir nafni og viðkomandi segir sögu sína af samskiptum við dópsala. Auk þess að birta nöfn er svo opið fyrir umræður á vefnum, þar sem fólk er að tjá sig með eða gegn þessari nafnbirtingu. En frásaga mannsins af tilurð þessa lista er nokkuð mögnuð.

Uppfært: Eftir því, sem umræðurnar um þetta mál á síðunni aukast finnst manni þetta ávallt ósmekklegra. Þarna virðast vera að kommenta fólk, sem þekkir til í þessum málum og heldur því fram að þeir, sem séu þarna nefndir séu margir hverjir löngu komnir útúr rugli.

190 Orð | Ummæli (1) | Flokkur: Netið

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33