« október 26, 2004 | Main | október 28, 2004 »

Veitingahúsarýni Einars

október 27, 2004

Þar sem að eldhúsið er að komast í lag og ég eldaði mínu fyrstu máltíð í langan tíma í kvöld, þá er ekki úr vegi að gera upp veitingastaðaflakk mitt á síðustu 3 vikum.

Ég er kannski að fara útá hálan ís, þar sem ég á sjálfur veitingastað en so be it. Tel mig vera ágætlega hæfan til að segja álit mitt á veitingastöðum, þrátt fyrir hagsmunatengsl :-)

Indókína: Helvíti góður matur. Pantaði mér karrí eitthvað og núðlur. Núðlurnar voru sirka 300 sinnum betri en á Nings. Mæli með því

Shalimar: Ágætu indverskur matur, en samt ekki nógu gott. Eitthvað ódýrara en Austurlandahraðlestin, en verðmunurinn er ekki nógur til að vega upp gæðamuninn.

Austurlandahraðlestin: Æði. Rosalega dýrt, en það breytir litlu. Eina pirrandi er að það er ekki heimsending.

McDonald’s: Ég elska McDonald’s, en nýja Caprice samlokan er djók. Fáránlega lítil og ekki góð á bragðið. Svei mér þá ef þetta er ekki eini vondi rétturinn á McDonald’s, fyrir utan fiskborgara.

Eldsmiðjan: Pollo Loco pizzan er æði. ÆÐI! Besta pizza á Íslandi.

Krua Thai: Uppgötvun síðustu vikna. Fór þarna á leiðinni heim úr vinnu og keypti tvo rétti, sem ég man ekki nafnið á, en þeir voru báðir snilld.

Pret-A-Manger: Tók með mér samloku af Heathrow og ætlaði að borða í flugvélinni, en endaði á því að borða hana hérna heima, þannig að það telur með. Frábærar samlokur

Quizno’s: Fór þangað í fyrsta skipti í 3 ár. Umtalsvert betra en í minningunni. Bestu skyndibita samlokur á Íslandi, segi ég og skrifa.

Salatbar 10-11: Borðaðið þarna 4-5 sinnum. Fínt. Prófaði einnig nýjar Júmbó samlokur, sem voru góðar.

Subway: Veit ekki almennilega af hverju ég dýrkaði einu sinni Subway. Jú, þetta eru ágætis samlokur, en samt ekkert stórkostlegt. Kannski fékk ég bara leið. Allavegana, finnst Quizno’s núna betra.

Serrano: Ókeypis matur, sem er alltaf plús. Einhvern veginn þá fæ ég ekki leið á matnum á Serrano. Fyrir utan utanlandsferðir hafa aldrei liðið meira en 3 dagar á milli máltíða minna á Serrano. Alltaf jafngott :-)

Apótekið: Frábær staður. Fékk lax og kálfakjöt. Snilld.

Vox á Nordica: Snilld. Með betri máltíðum, sem ég hef fengið á Íslandi.

Þannig er nún það. Fyrir þá, sem hafa ekki prófað þá, þá mæli ég með Hraðlestinni og Krua Thai.


Ágætis ástæða til að kjósa John Kerry:

Favorite movie of the past year: Old School

Old School er ekkert eðlilega fyndin mynd.


Skjár Einn er í ónáð hjá mér, þar sem þeir hafa þrjár vikur í röð lofað nýjum Queer Eye en svo sýnt gamla þætti. Legg til að við förum í kröfugöngu útaf þessu hræðilega óréttlæti.

430 Orð | Ummæli (8) | Flokkur: Dagbók

EOE.is:

Blaður um hagfræði, stjórnmál, íþróttir, netið og mín einkamál.

Á þessum degi árið

2005 2004 2003 2000

Leit:

Síðustu ummæli

Gamalt:



Ég nota MT 3.33